Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 2
Hvers konar ópera er Baldursbrá? „Baldursbrá er stútfull af húmor og er bæði fyrir börn og á annan hátt fyrir fullorðna.“ Er óperan fyrir alla eða er hún frekar fyrir börn en fullorðna? „Hún er algjörlega fyrir fjölskylduna og líka tónlistarfólk eða þá sem hafa gaman af tón- list. Tónlistarformið er klassískt, það er aðallega sungið en eitthvað um „reseta- tív“ en ekki mikið talað.“ Hvort er skemmtilegra að syngja klassíska tónlist eða aðra, t.d. djass eða dægurlög? „Að vera óperusöngvari gefur manni grunn fyrir raddbeitingu og ef maður kann hana vel þá getur maður leyft sér að fara yfir í annað tónlistarform. Ég er til dæmis í pönkhljómsveit,“ segir Jón Jósef og kallar: „Vala, hvað heitir pönk- hljómsveitin sem ég er í?“ Hvað er framundan? „Fyrir utan Baldursbrá þá er ég að æfa nýja fótboltaóperu sem verður frumsýnd á Óperudögum í Kópavogi. Óperan var samin sérstaklega fyrir þá hátíð. Textinn er tekinn beint frá lýsendum knattspyrnu en í henni eru fjór- ir einsöngvarar, kvartett og barnakór en hljóðfærin eru smerill og dómaraflauta. Helgi R. Ingvarsson samdi tónlist- ina. Svo er ég að æfa óperu sem heitir Ljós í ljóði og verður flutt í Færeyjum í sumar. Ég hef reyndar frumflutt fimm óperur á jafnmörgum árum og allar á Íslandi. Þær eru eftir Atla Ingólfsson, Þorgeir Tryggvason, Elínu Guðlaugs- dóttur, Helga R. Ingvarsson og Gunnstein Ólafsson, sem samdi Baldursbrá.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að veiða fisk, vera í náttúrunni, þar er svo mikil hvíld, friður og ró, þótt fiskurinn fái ekki frið. Þetta gefur manni tengingu við náttúruna og svo er gott að vera langt í burtu frá klið borgarinnar. Ég er úr Eyjafirðinum og finnst ómissandi að komast út í náttúruna.“ Morgunblaðið/Ófeigur JÓN SVAVAR JÓSEFSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íþróttamenn eiga að vera fyrirmyndir. Það eru bara nokkurs konar óskráðlög. Þegar þú ert afreksíþróttamaður hefurðu bara varla neitt val um sviðs-ljós, það einfaldlega fellur á þig og þú þarft að standa þig. Þótt þjálfarar í efstu deildum í knattspyrnu séu kannski ekki í sama sviðsljósi og afreks- íþróttafólk eða landsliðsfólk á ýmsum sviðum þá eru þeir samt mikið í fjöl- miðlum og koma fram jafnt þar sem og á vellinum sem fulltrúar sinnar íþróttar og þar með fyrirmyndir yngri iðkenda. Í vikunni var tveimur ofbeldismálum vikið til aganefndar KSÍ. Í öðru tilvik- inu tók þjálfari efstu deildar liðs í knattspyrnu mann hálstaki eftir leik. Í hinu tilvikinu sló þjálfari liðs í næst efstu deild annan þjálfara í punginn. Orðalag eins og að mönnum hafi verið „heitt í hamsi“ og að það sé „hiti í mönnum“ eru vinsælir frasar sem gjarnan eru notaðir til að afsaka lík- amlegt ofbeldi í íþróttum. Þessi meinti „hiti“ er hins vegar ekkert svar og hann er alls ekki endanleg út- skýring eða á nokkurn hátt afsökun á svona atvikum. Margir þjálfarar yngri flokka og foreldrar krakka, sérstaklega í bolta- íþróttum, hafa á undanförnum árum lagt sig mikið fram við að kenna góða siði innan vallar sem utan. Það sem stendur upp á foreldrana er að haga sér almennilega á hliðarlínunni. Börnunum viljum við kenna það sem við köllum íþróttamannslega hegðun sem meðal annars felur í sér að missa ekki stjórn á sér, kunna að tapa og að koma alltaf heiðarlega fram við andstæðinginn. Hvernig getum við ætlast til þess af börnum að þau læri að stjórna skapi sínu þegar þau mæta á völlinn og horfa á eldri fótboltahetjur tapa sér og ráðast á næsta mann í bræðikasti? Það þarf að taka á ofbeldi í íþróttum með öðrum hætti en að afsaka það með einhverjum skaphita. Sá sem beitir ofbeldi þarf sjálfur að takast á við það vandamál. Vandamálið sem við hin stöndum frammi fyrir er að hjálpast að við að horfa ekki í hina áttina. Við verðum að viðurkenna að þetta er ekki í lagi, segja það upphátt og hjálpast svo að við að finna leiðir til að koma í veg fyrir að ofbeldi í íþróttum þyki í lagi sökum óskilgreinds „hita“ í „mönnum“. Hinir mjög svo heitu menn þurfa að læra að hafa stjórn á sjálfum sér, nú eða leita sér aðstoðar til þess. 507208440 Angry soccer player Getty Images/iStockphoto Heitir menn í íþróttum Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Hvernig getum viðætlast til þess af börn-um að þau læri að stjórnaskapi sínu þegar þau mæta á völlinn og horfa á eldri fótboltahetjur tapa sér og ráðast á næsta mann í bræðikasti? Ársæll Gabríel Ármannsson Nei, ég ætla ekki á EM. Ég ætla að fylgjast með þessu af og til en er ekki mikill fótboltakarl. SPURNING DAGSINS Ætlar þú á EM í Frakklandi í sumar? Guðrún Hrefna Sverrisdóttir Ég ætla ekki á EM en ég verð á staðn- um, í Frakklandi. Vinir mínir ætla en ég er ekki fótboltaáhugakona. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Harpa Heimisdóttir Nei, því miður, ég kemst ekki en ætla að fylgjast sjúklega vel með þessu í sjónvarpinu. Elías Melsted Kannski. Það er ennþá óráðið. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Jón Svavar Jósefsson syngur eitt hlutverkanna í ævin- týraóperunni Baldursbrá sem sýnd er laugardag og sunnudag í Norðurljósasal Hörpu. Hann er mennt- aður í klassískum söng frá Tónlistarskóla Garðabæjar og síðar frá tónlistarháskóla í Vín. Miðar á Bald- ursbrá munu vera falir á www.tix.is. Óperusöngv- ari í pönk- hljómsveit

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.