Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 MATUR Það er fólk á öllum aldri að snæða hádegismat ístórum og björtum sal í Mathúsi Garðabæjarþegar blaðamaður bankar upp á og er stemningin góð. Að Mathúsi Garðabæjar standa tveir reyndir mat- reiðslumenn, Stefán Magnússon og Þorkell Garðarsson ásamt framreiðslumanninum Róberti Rafni Óðinssyni. Staðurinn var opnaður fyrir hálfum mánuði og er Stefán afar ánægður með móttökurnar en fullt hefur verið út úr dyrum bæði á kvöldin og í hádeginu. Fjölskylduvænn staður Stefán segir að hann hafi viljað opna fjölskylduvænan veitingastað sem býður upp á vandaðan mat úr fyrsta flokks hráefnum. Í hádeginu er léttur matseðill og er þá alltaf boðið upp á fisk dagsins og súpur. „Við erum með smá ítalskt þema; risotto, carpaccio og tiramisu og sér- valið kaffi. Gæðin eru númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Stefán en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Um helgar er boðið upp á alvöru „brunch“-hlaðborð. Útsýni til Bessastaða Stefáni, sem hefur búið í Garðabæ í tólf ár, fannst vanta veitingastað af þessu tagi í bæinn. „Ég var orðinn leiður á að leita að stöðum og þurfa að fara niður í bæ. Þetta er búið að vera í bígerð í nokkur ár og við duttum niður á þessa staðsetningu,“ segir Stefán en úr veitingasalnum má bæði horfa út á Bessastaði og á Hallgrímskirkju. „Þetta er bjartur og skemmtilegur staður,“ segir hann. Að rölta á veitingastaðinn Garðbæingar geta nú fengið sér kvöldgöngu með fjöl- skyldunni í Mathúsið. „Það er mikill kostur að geta feng- ið sér göngutúr á kvöldin á Mathús Garðabæjar og skilið bílinn eftir heima. Undanfarin kvöld er takmarkinu náð, að sjá fólkið koma hingað og borða og rölta svo heim,“ segir Stefán. Matseðillinn er girnilegur og það er ekki úr vegi að spyrja Stefán um uppáhaldsrétt. Ætli það sé ekki ris- ottoið. Með andalæri, parmesan og villisveppum. Það er gríðarlega gott.“ Mathús í hjarta Garðabæjar Loks hafa Garðbæingar fengið alvöru matsölu- stað í hjarta bæjarins, á Garðatorgi. Þar er fullt bæði í hádeginu og á kvöldin enda maturinn ekki af verri endanum. Eigandi og kokkur, Stefán Magnússon, segir að lögð sé áhersla á heiðarlegan og góðan mat fyrir alla fjölskylduna. Myndir og texti:Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Kokkar og þjónar voru á þönum í Mathúsi Garðabæjar. Í stórum og björtum sal var fólk á öllum aldri að snæða hádegisverð. Stefán Magnússon er einbeittur í eldhúsinu. Morgunblaðið/Ásdís Sjá útsölustaði á www.heggis.is SILKIMJÚKAR hendur Fyrir 4-6 200 g risotto-grjón 25 g skalotlaukur 500 ml kjúklingasoð 100 g flúðasveppir 20 g villisveppir 50 g parmesan-ostur 50 ml rjómi salt og pipar Brúnið laukinn létt í potti eða pönnu og setj- ið grjónin svo út í ásamt kjúklingasoðinu og sjóðið þar til þau verða léttelduð eða í sirka 10 mín. Brúnið næst sveppina á sér pönnu og setjið svo út í grjónin ásamt rjómanum og rifnum parmesan-osti. Kryddið til með salti og pipar. Risotto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.