Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 U nnur opnar dyrnar með bros á eldrauðri vör. Í lítilli íbúð á fimmtu hæð í hverfinu Carne- gie Hill í New York borg hefur hún komið sér vel fyrir. Hún býður upp á kaffi með möndlumjólk og við töl- um um lífið í New York þar sem hún hefur bú- ið síðastliðin tvö ár og lært margt. Um lífið, til- veruna en þó aðallega leiklist. Hér hefur hún fundið sína hillu í lífinu og dreymir um að vinna á sviði í New York þar sem tækifærin eru endalaus en hart barist um bestu bitana. Fann sig í leiklistinni Unnur man ekki eftir sér öðruvísi en syngj- andi og dansandi. Hún eyddi æskunni að hluta til í Kaliforníu og tók þá þátt í söngleikjum hjá áhugamannaleikhúsi. Tólf ára flutti hún heim og hélt áfram í söng- og danstímum en hugur hennar stóð alltaf til einhvers konar tjáningar á sviði. „Ég vissi ekki hvort ég vildi vera söng- kona, dansari eða leikkona. Svo var ég valin árið 2010 til að vera Solla stirða en ég er búin að skemmta 500 sinnum sem hún á Íslandi og út um alla Skandínavíu og Kína, í Búlgaríu og víðar. En ég hafði aldrei tekið leiklistina út af fyrir sig, þetta var svo mikið söngur og dans,“ segir Unnur. Á þessum tíma var hún einnig bæði að kenna og semja dans en hún gaf út eigið efni þegar hún tók þátt í söngvakeppni sjónvarps- ins. „Þá hélt ég að ég ætti að verða söngkona en fann mig aldrei almennilega þar. Ég held að ég hafi aldrei haft nógu mikið sjálfstraust til að vera söngkona. Mér fannst alltaf ofboðslega gaman að taka upp nýtt efni og koma fram, en fannst ég aldrei geta skilgreint mig sem söng- konu. Svo fékk ég þessa flugu í hausinn að sækja um hérna í leiklist,“ segir Unnur sem sótti um þrjá skóla í New York. Hún komst inn í alla þrjá og gat því valið úr og valdi American Academy of Dramatic Arts sem hún lýsir sem alhliða leiklistarskóla. Unnur, sem er 23 ára, er nú nýútskrifuð úr skólanum og ber honum vel söguna. „Þar er einblínt á leiklistina, þótt það séu líka söng- og danstímar en það er lögð áhersla á að krakkar sem útskrifast séu með mjög góða tæknilega leikþjálfun.“ Valin besta leikkona skólans Unnur vann til verðlauna við útskriftina sem efnilegasta leikkonan. Veitt voru fern verðlaun en stærstu verðlaunin voru veitt þeirri leik- konu og þeim leikara sem þótti standa sig best. „Það er voða skrítið að vera að gefa verðlaun fyrir leik, en það var mikill heiður að vinna þetta,“ segir Unnur en þau voru rúmlega hundrað sem útskrifuðust. „Pabbi fór að gúggla það eftir á hvaða þekktu leikarar höfðu áður fengið þessi verðlaun og þá sá hann að Robert Redford, Anne Hathaway, Spencer Tracy og fleiri höfðu unnið þau. Það var skemmtilegt og það er gott að geta sett þetta á ferilskrána nú þegar maður er að fara í prufur. Það er fylgst með því hverjir vinna þessi verð- laun. En þetta snýst mikið um að þekkja rétt fólk, að „networka“ og rækta öll sambönd.“ Erfið ár en skemmtileg Árin tvö í í skólanum voru ótrúlega erfið en virkilega skemmtileg að sögn Unnar. „Ég lærði mjög mikið, bæði um mig sjálfa og svo alla þessa tækni sem leikari þarf að hafa, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður en ég kom í skólann,“ segir Unnur. Í skólanum var bæði kenndur sviðsleikur og kvikmyndaleikur. „Þetta er samt allt það sama í grunninn. Allt sem þú segir verður að koma frá sama stað; þú verður að segja sannleikann. En þegar þú ert á sviði er notuð önnur tækni en í kvikmynd, maður þarf að passa að fólkið aftast heyri í manni,“ segir hún brosandi. Lærði að meta Shakespeare Shakespeare opnaði nýjan heim fyrir Unni. „Ég var í skólanum frá átta á morgnana til ell- efu á kvöldin og það kom á óvart hvað það er endalaust hægt að læra. Það sem situr kannski mest eftir er öll þessi Shakespeare-þjálfun. Hún er eitt af því dýrmætasta sem ég tek með mér því hún er ekki bara fyrir leikritin hans Shakespeare heldur lærir maður svo mikið hvernig á að vinna með texta og alla þessa mis- munandi karaktera sem hann hefur skapað. Þetta er grunnur sem hægt er að nota í aðra karaktera sem þú leikur það sem eftir er. Ég er mjög heilluð af Shakespeare. Ég skildi aldr- ei áður þessa snilligáfu en núna les ég leikrit eftir leikrit og ég bara skil ekki hvernig þetta var hægt. Og situr ennþá fast í okkar sam- félagi fjögur hundruð árum síðar!“ Heimsfrægð ekki draumurinn Unnur segist vera bjartsýn á að landa hlut- verkum í borginni sem er full af atvinnulausum leikurum. „Ég held að maður verði að vera það. Annars getur maður bara gleymt þessu,“ segir Unnur sem dreymir ekki um heimsfrægð. „Þegar ég hugsa um stóru myndina þá snýst þetta ekki um hversu fræg ég get orðið á sem skemmstum tíma. Það er meira að mig langar að vinna sem leikkona þar til ég dey. Ég þarf ekkert að komast í stærstu Hollywood-myndina næsta sumar. Ég er ennþá ung og það sem skiptir mig mestu máli er að verða besta leik- konan sem ég get orðið. Og til þess þarf ég að halda mér í stöðugri þjálfun,“ segir Unnur en hún er ánægð með hvað New York búar kunna vel að meta góða leikara. „Það er eitt sem ég elska við New York sérstaklega og það er að góðir leikarar hér eru mjög vel metnir. Það sem ég hef heyrt um L.A., án þess að vera að full- yrða neitt, snýst það þar mikið um hversu sæt þú ert eða hversu mjó þú getur orðið. Hér er þetta meira um listina. Það er bilað framboð af leikurum en það er líka mikil eftirspurn. Það er alltaf verið að leita að góðu fólki,“ segir Unnur. Hún segir leikara þurfa að vera á tánum til að fá góð hlutverk. „Maður þarf alltaf að vera í vinnunni, að halda sér í eins góðu líkamlegu og andlegu formi og hægt er og þá verða alltaf verkefni fyrir þig. Og ef þú finnur ekki verk- efni þá skaparðu þín eigin verkefni. Sem mér finnst mjög spennandi kostur en hér í borginni er ungt fólk að skrifa sín eigin leikrit og hér er vettvangur til að setja þau upp. Og þá komum við aftur að því að maður þarf að þekkja rétta fólkið. Ég er bjartsýn á að geta haft þetta að mínu ævistarfi,“ segir Unnur. Að nafnið verði gæðastimpill Ég spyr hana hvort hún hugsi stundum um að verða fræg kvikmyndaleikkona í Hollywood. Unnur svarar án þessa að hika. „Nei! Ég hugs- aði það þegar ég var lítil. Núna finnst mér vel- gengnin falin í því hvað þú skapar í kringum þitt nafn. Mitt markmið er að ef nafnið mitt er við eitthvert verkefni sé það gæðastimpill. En auðvitað, ef maður öðlast einhvers konar frægð þá opnar það dyr að öðrum verkefnum. Maður getur þá valið á milli verkefna. Það sem hefur breyst hjá mér síðan ég var unglingur er að mig dreymir ekki um að vera á rauða dregl- inum heldur að geta valið úr verkefnum og vita að ég geti gert þau vel. Að skapa sér þannig nafn að fólk geti gengið að því vísu að ef það vinnur með mér þá fái það eitthvað gott í hend- urnar,“ segir Unnur sem kallar sig Unu í Bandaríkjunum, borið fram Úna. „Foreldrar mínir skírðu mig eins og þau héldu að ég myndi aldrei fara út fyrir Ísland. Þau geta ekki sagt Unnur hér. Þegar ég bjó í Kalíforníu var ég kölluð „Únör“ og ég þoldi það ekki. En svo var ég í Kína og þar var kona sem hét líka Unnur og lét kalla sig Úna. Ég skrifa það bara Una þannig að það er skylt Unni,“ segir hún. Draumur á Jónsmessunótt Nú er skólagöngunni lokið og alvara lífsins tekin við. „Nú er ég í prufum. Mér finnst ofsa- lega spennandi að halda áfram að búa hér. Ég er mikill Bandaríkjamaður í mér, eftir að hafa búið í Kalíforníu þegar ég var lítil. Mér líður rosalega vel hérna, þótt mér líki líka vel við listalífið á Íslandi. Þá er eitthvað sem segir mér að mig langi að vera hér lengur. Það eru öðruvísi tækifæri hér. Fjölbreyttari verkefni fyrir leikara og sérstaklega ef maður getur sungið og dansað líka. Þannig að ég er í pruf- um fyrir alls konar leikhópa, leiksýningar, söngleiki, auglýsingar og stuttmyndir,“ segir Unnur sem hefur í nógu að snúast við að finna sér verkefni en margir eru um hituna. Hún er ekki með umboðsmann og því ein á báti, svo að segja. Hún er með eins árs at- vinnuleyfi til að byrja með og hyggst reyna að nota tímann vel til að koma sér á framfæri í stórborginni. Eftir það þarf hún að sækja um áframhaldandi atvinnuleyfi. Unnur hefur nú þegar landað tveimur hlut- verkum og er annað þeirra hlutverk í danssýn- ingu. „Þetta er stórt dansverk með tólf döns- urum og verður frumsýnt í haust. Það er sýnt í Brooklyn og æfingar byrja í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því. Þetta er blanda af jazz og nútíma hiphop, mjög sérstakur stíll,“ út- skýrir Unnur. Í vikunni fékk hún svo að vita að hún hreppti hlutverk í Draumi á Jónsmessu- nótt sem Títanía. „Þetta er í mjög flottu leik- húsi í West Village og verða sýningar í júní og byrjun júlí,“ segir Unnur sem er í skýjunum yfir þessu hlutverki. Hark í áheyrnarprófum Unnur gengur nú göturnar á milli áheyrn- arprófa og segir hún að sagt sé að fyrir hvert já sem leikarar fá séu yfirleitt hundrað nei. „Velgengnin er oft mæld í því hversu mörg „callback“ þú færð,“ segir Unnur og á þá við hvort hringt sé tilbaka eftir fyrstu áheyrn- arprufuna og leikarinn boðaður í aðra prufu. „Ég hef fengið oftast eitt „callback“ en ég hef verið að sækja um núna í tvær vikur.“ Það er mikið hark að vera í áheyrnarprufum og oft þarf Unnur að vakna hálf sex til að gera sig tilbúna til að mæta á staðinn klukkan sjö. Þá tekur við margra klukkutíma bið eftir að fá að sýna hvað í manni býr á 1-2 mínútum. „Þetta er rosa harður heimur. Ég reyni að fara í eins mikið af „open-calls“ eins og get. Ég er ekki enn í stéttarfélaginu,“ segir hún og út- skýrir að hún hafi þá ekki sömu tækifæri og sá sem því tilheyrir. „Ég mæti þá fyrir sjö og set nafnið mitt á lista og ef einhver sem er í stétt- arfélaginu mætir ekki er tekið af þessum lista og við fáum að vera með. Á einum svona degi eru prufur frá hálf tíu til hálf sex og þeir sjá svona þrjátíu manns á klukkutíma,“ segir hún. Unnur segist ekki vera stressuð að fara í prufur. „Mér finnst bara ofboðslega gaman að fara inn í herbergi og sýna þeim hvað maður hefur að bjóða. Maður þarf að muna að fólkið sem er að ráða er með manni í liði. Þau vilja auðvitað að þú sért rétta manneskjan því þá er þeirra starfi lokið!“ Biðin getur oft verið löng en Unnur setur það ekki fyrir sig. „Ég fer bara út í daginn með Dreymir ekki um rauða dregilinn Unnur Eggertsdóttir, eða Una Eggerts eins og hún kallar sig í Bandaríkjunum, er ung og upprennandi leikkona. Hún er nýútskrifuð úr leiklistarskóla þar sem hún var valin besta leikkonan. Nú arkar hún á milli áheyrnarprófa í New York og er hvergi hrædd. Hún hefur nú þegar landað tveimur hlutverkum þar í borg. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.