Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 25
Guðrún segist sækja innblástur á Pinterest og einnigúr vinnunni þar sem hún vinnur í kringum margtskapandi fólk. Hún segir heimilisstílinn fremur
mínimalískan en heillast þó af litum.
„Ég vil ekki safna of mörgum hlutum og er ekki heldur að
eltast mikið við tísku og strauma. Ég gef mér góðan tíma til
að velja hluti inn í íbúðina,“ segir Guðrún og bætir við að hún
heillist oft af litríkum hlutum og kýs hún því að hafa hús-
gögnin í frekar einföldum stíl, annaðhvort í svörtu eða hvítu
þannig að hægt sé að bæta við litríkum smáhlutum. Guðrún
segir jafnframt mikilvægast að huga að praktískum notum
áður en maður innréttar heimilið.
„Uppáhaldsstaðurinn minn er eldhúsið, mér finnst gaman
að elda þegar ég hef tíma og svo finnst mér líka svo notalegt
að sitja við eldhúsborðið með kaffibolla, hlusta á tónlist, lesa
blað eða horfa út um gluggann á fallegu göturnar í kringum
okkur,“ segir Guðrún og bætir janframt við að eldhúsborðið sé
einskonar griðastaður mæðgnanna. „Þar eyðum við oft mikl-
um tíma, t.d. að búa til pitsur, baka, teikna, mála eða spjalla.“
Aðspurð hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimilið
svarar Guðrún: „Það væri kannski aðallega að eignast góðar
hljómflutningsgræjur einhverntíma í framtíðinni en ég er
frekar með stóran „óskalista“ yfir lönd sem mig langar að
ferðast til.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kollurinn sem rifblaðkan er á
er útskriftarverkefni Guðrúnar
úr Listaháskóla Íslands. Verkið
á veggnum er eftir Sigríði Rún.
Borðstofan er björt
og skemmtileg.
Fallegt heimili
við Framnesveg
Guðrún Björk Jónsdóttir vöruhönnuður, sem starfar við grafík í útstillingadeild
Ikea, býr ásamt fjögurra ára dóttur sinni í bjartri, fallega innréttaðri íbúð.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
HELGAR
SPRENGJA
LA-Z-BOY hægindastóll.
Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.
Stærð: 80 × 70 × 102 cm
AFSLÁTTUR
20%
69.990 kr.
89.990 kr.
EMPIRE
Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með
fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru.