Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 27
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggisskór í vinnuna! Ertu með réttan skófatnað fyrir vinnuna þína? Hjá Dynjanda færðu úrval af öryggisskóm. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. FYRIR 3-4 3 dl quinoa, skolað 5 dl vatn 1 msk eða 1 teningur kjúklinga- eða grænmetiskraftur 1 sæt kartafla 1 brokkolíhöfuð hreinn fetaostur (fetakubbur) sesamfræ vorlaukur, smátt saxaður ólífuolía, sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar Himnesk hnetusósa (gott að tvöfalda) 2 msk hreint ósætt hnetusmjör 2 msk tahini (sesamsmjör) 1 msk sítrónusafi 1 msk hrísgrjónaedik (líka hægt að nota annað edik) 1 tsk chillimauk (sambal oelek) 1 hvítlauksrif, hakkað 1 msk rifið engifer 1/2-1 msk sojasósa 1 msk hunang, agavesíróp eða önnur sæta 1-2 msk ristuð sesamolía 3-4 msk vatn Byrjið á að sjóða quinoað. Gott er að skola quinoa í fínu sigti undir köldu vatni áður en það er soðið. Setjið vatnið í pott ásamt kraft- inum og hleypið suðunni upp. Hell- ið quinoa út í og hrærið aðeins. Lækkið hitann og látið sjóða undir loki við vægan í 15 mínútur. Takið þá lokið af og leyfið að sjóða þar til allur vökvinn er horfinn, u.þ.b 10 mínútur. Takið þá af hitanum og hrærið í með gaffli. Hitið ofn í 200 gráður. Flysjið og skerið sætu kartöfluna í teninga. Veltið upp úr olíu og kryddið með salti og pipar, setjið í fat og bakið í 15 mínútur. Skerið þá brokkolíið smátt og setjið hjá sætu kart- öfluteningunum, kryddið með salti og pipar, aðeins meiri olíu og bakið áfram í 15 mínútur. Á meðan er upplagt að gera sósuna. Setjið allt hráefnið í blandara eða mat- vinnsluvél og vinnið vel saman. Smakkið ykkur áfram þar til ykkur finnst sósan góð. Setjið skálina svo saman: Quinoa fer í botninn, svo grænmetið þar ofan á ásamt vel af sósunni góðu og skreytt með sesamfræjum, vorlauk og fetaosti. Frá eldhusperlur.com SUMARLEGT OG HOLLT Girnilegt quinoa 1 krukka soðnar kjúklingabaunir 1/2 dl smátt skorinn rauðlaukur 1/2 dl steinselja 1/2 dl saxaður ferskur kóríander 1 hvítlauksrif, pressað 1 tsk cuminduft 1/4 tsk kóríanderduft 1/4 tsk himalaya/sjávarsalt 1/4 tsk vínsteinslyftiduft 1 msk maísmjöl eða spelt 2 msk hvítt tahini 1 msk sítrónusafi 2 msk vatn Forhitið ofn í 200°C. Setjið allt í mat- vinnsluvél og blandið þar til þetta er orðið að grófu deigi. Búið til litlar bollur með ískúluskeið. Setjið á bök- unarpappír og bakið í u.þ.b. 20 mín. Snúið bollunum einu sinni. Frá Sollu Eiríksdóttur á lifraent.is MIÐAUSTURLENSK MATARGERÐ Falafel

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.