Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 41
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Kór Neskirkju og Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna flytja Sálu- messu Wolfgangs Amadeusar Mozarts í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Meðal einsöngv- ara eru Hallveig Rúnarsdóttir. Stjórnandi er Oliver Kentish. Í tengslum við alþjóðadag safna efn- ir Listasafn Árnesinga til dagskrár á morgun, sunnudag, kl. 15 með listamannaspjalli Pét- urs Thomsen og Rúríar um verk þeirra á sýning- unum Tíð / Hvörf og Tíma – Tal sem nýlega voru opn- aðar í safninu. Kanadíski tónlistarmaðurinn Jom Comyn heldur tónleika í kvöld, laugardag, kl. 20 á Reykjavík Roasters í Braut- arholti 2. Einnig koma fram Árni V og Markús. Amabadama og RVK Soundsys- tem koma fram í Bæjarbíói í kvöld, laugardag, kl. 21. Samkvæmt upp- lýsingum frá forsvarsmönnum Bæj- arbíós mun reggíið hljóma reglu- lega þar í húsi í allt sumar. Síðasti sýningardagur sýningarinnar Vinnandi fólk – ASÍ í 100 ár er á morgun, sunnudag. Þar getur að líta ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi ASÍ sem fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir. Viðfangsefni ljósmyndarans Þor- valds Arnar Kristmundssonar í verkunum á sýningunni Hverfandi menning – Djúpið er mannlíf í Ísa- fjarðardjúpi, heimi sem hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Sýningin á svarthvítum ljósmynd- unum sem Þorvaldur hefur tekið á undanförnum tólf árum verður opn- uð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á sjöttu hæð Grófarhússins kl. 16. Þarna má sjá bændur, búskap, landslag og allmörg eyðibýli. „Ég ólst upp í Djúpinu, móð- urættin er þaðan og frá Bolung- arvík,“ segir hann. „Þegar ég var strákur var búið á nánast hverjum sveitabæ og ég var vitni að blómlegu bændalífi. Svo fluttist ég til Reykja- víkur, mörg ár liðu og þótt ég væri reglulega gestur í Djúpinu þá áttaði ég mig allt í einu á því að bæirnir væru allir að fara í eyði. Þetta er á vissan hátt uppgjör við fortíð mína. Ég er að minnast alls þess fólks og stemninga sem ég minnist síðan ég var lítill og ég reyndi nú að fanga það sem var eftir,“ segir hann. Þorvaldur segist hafa viljað nota þetta verkfæri sitt, ljósmyndina, til að bera vitni um það sem hann upp- lifði í mörgum ferðum vestur á síð- ustu árum. „Þetta er staðan nú í sveitunum, þær verða sífellt fá- mennari og óhamin náttúran er aft- ur að ná yfirhöndinni þar sem voru slegin tún. Breytingin er gríðarleg á stuttum tíma. Ég er vitni að því. Þeir ábúendur sem ég kynntist þegar ég var að taka myndirnar eru að mestu horfnir. Nú eru bara tvö, þrjú býli eftir í byggð …“ Hann bendir á bændur á veggjunum sem eru látnir. „Þetta er mín upplifun. Þetta er mjög persónuleg sýning, því svæðið stendur mér svo nærri. En þessu verki lýkur ekki með þessari sýn- ingu – ég mun halda áfram að mynda þarna meðan ég hef heilsu.“ Þorvaldur Örn Kristmundsson með ljósmynd af Sigmundi á Látrum, síðasta kúabóndanum sem var í Djúpinu. „Þetta er mín upplifun.“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur „Þetta er á vissan hátt uppgjör“ Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur opnar sýning á ljósmyndum sem Þorvaldur Örn Kristmundsson hefur tekið á tólf ára tímabili í Ísafjarðardjúpi. Þetta er heimur sem hefur breyst hratt. MÆLT MEÐ LANGVIRK SÓLARVÖRN ÞOLIR SJÓ, SUND OG LEIK. BARNIÐ ÞITT Á SKILIÐ 5 STJÖRNUR SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Engin paraben, engin nanótækni, ilm- eða litarefni. Sölustaðir | Öll apótek, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Fríhöfninni og víðar | www.proderm.is HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.