Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 12
Níu manns hafa sent inn með-
mælendalista vegna framboðs
til forseta Íslands. Séu allir
frambjóðendur með nægilega
margar undirskriftir þýðir það
að um 5,8% kjörgengra að lág-
marki hafa skrifað undir hjá ein-
hverjum frambjóðanda.
Hver frambjóðandi þarf að
skila inn að minnsta kosti 1.500
undirskriftum til að framboðið
teljist gilt. Miðað við að um 235
þúsund manns séu á kjörskrá,
sem er fjöldinn frá því í síðustu
forsetakosningum, þá jafngilda
undirskriftir frá 13.500 ein-
staklingum (9x1500) því að alls
5,8% atkvæðabærra setji nafn
sitt á einhvern listann. Safna
þurfti undirskriftum í réttu
hlutfalli við fólksfjölda í hverjum
landsfjórðungi.
Frambjóðendur mega að há-
marki skila inn 3.000 undir-
skriftum. Hafi allir skilað há-
marksfjölda myndi það þýða að
safna hefði þurft undirskriftum
frá alls 11,5% fólks á kjörskrá.
Frestur til að skila inn undir-
skriftalistum vegna framboðs til
forseta Íslands rann út á mið-
nætti föstudaginn 20. maí.
Ferfætlingar munu ekki vera gjaldgengir sem meðmælendur framboða.
Morgunblaðið/Golli
ÞURFA 13.500 MEÐMÆLENDUR
Söfnun undirskrifta lokið
FORSETAVAKTIN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
SÖLUAÐILAR
Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900
Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150
Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Nú þegar aðeins um mán-uður er til forsetakosn-inga hefur aukinn þungi
færst í baráttuna. Í upphafi síðustu
viku dró til tíðinda þegar sitjandi
forseti, Ólafur Ragnar Grímsson,
tilkynnti að hann hefði ákveðið að
draga framboð sitt til baka.
Ákvörðun forseta mæltist misvel
fyrir, enda hafði hann tilkynnt
óvænt um framboð sitt aðeins
þremur vikum fyrr á sérstökum
blaðamannafundi á Bessastöðum.
Áður hafði hann sem kunnugt er
sagt í nýársávarpi að hann færi
ekki fram.
Áhrif Ólafs Ragnars
Þegar Ólafur Ragnar ákvað að
bjóða sig fram aftur hættu nokkrir
frambjóðendur við sitt framboð.
Því má segja að forsetinn fráfar-
andi hafi sannarlega haft töluverð
áhrif á það hverjir verða endanlega
á kjörseðlinum 25. júní næstkom-
andi.
Vigfús Bjarni Albertsson,
Hrannar Pétursson og Bæring
Ólafsson hættu allir við áður til-
kynnt framboð sín í kjölfar til-
kynngar Ólafs á sínum tíma um
framboð.
Víst er að fleiri sem höfðu verið
undir feldi hættu við að skoða
framboð frekar í kjölfar fregnanna
af því að Ólafur ætlaði fram á ný.
Því má telja afar líklegt að ein-
hverjir fleiri hefðu bæst í hóp for-
setaframbjóðenda ef Ólafur hefði
einfaldlega staðið við sína upp-
haflegu tilkynningu í nýársávarp-
inu.
En ef og hefði skiptir víst litlu
núna. Staðan nú er sú að níu nöfn
birtast að líkindum á kjörseðlinum
25. júní næstkomandi. Fimm karl-
ar og fjórar konur höfðu á föstu-
dag skilað inn gögnum vegna fram-
boðs. Reyndar verður ekki staðfest
endanlega fyrr en eftir um það bil
viku hverjir verða örugglega í
kjöri, eða ekki fyrr en Hæstiréttur
hefur staðfest að öll gögn fram-
bjóðenda séu nægjanleg.
Alltént er útlit fyrir að þetta
verði lengsti kjörseðill í sögu ís-
lenskra forsetakosninga, jafnvel
þótt einn eða tveir detti úr á loka-
metrunum. Mest hafa verið sex í
framboði, það var í kosningunum
árið 2012. Í öðrum kosningum hafa
frambjóðendur verið tveir til fjórir.
Guðni Th. Jóhannesson hefur
mælst með mest fylgi allra fram-
bjóðenda frá því hann tilkynnti sitt
framboð, í kringum tvo þriðju at-
kvæða. Það er svipað fylgi og
Kristján Eldjárn hlaut í kosningum
til forseta árið 1968, en hann fékk
65,6% atkvæða. Enginn forseti hef-
ur verið kjörinn með hærra hlutfall
atkvæða á bak við sig.
Baráttan löngu hafin
Björn Þór Sig-
björnsson,
blaðamaður og
dagskrárgerð-
armaður, hefur
undanfarið unn-
ið að þáttum
um forsetana,
embættið og
fyrri kosningar
fyrir Rás 1.
Þættirnir verða á dagskrá Rásar 1
næstu laugardaga. Eitt og annað
úr sögunni er rifjað upp, s.s. kosn-
ingaúrslit, embættistökur og
átakamál.
Í undirbúningi fyrir þættina hef-
ur hann kafað ofan í fyrri kosn-
ingar og skoðað hvernig baráttan í
aðdraganda forsetakosninga hefur
þróast fyrr og nú.
„Kosningabaráttan er í raun
löngu hafin. Hún hófst hjá hverjum
og einum frambjóðanda þegar
hann tilkynnti um framboð. Jafnvel
má segja að hún hafi byrjað fyrr í
einhverjum tilvikum; sumir tóku að
sá fræjum áður en þeir gáfu út
formlega framboðsyfirlýsingu.
En í hönd fer massíf fjölmiðla-
umfjöllun; viðtöl, umræður, úttekt-
ir, kappræður og skoðanakannanir
og að auki auglýsingar, stuðnings-
greinaskrif, fundir og uppákomur.
Eflaust fagna því einhverjir að
þátttaka Íslands á EM í fótbolta
fleygi þetta. Það er öllum hollt að
fólk hafi um eitthvað annað að tala
líka,“ segir Björn Þór.
Hann telur að niðurstöður kann-
ana sem birst hafa gefi vísbend-
ingu um fylgi í kosningum.
„Niðurstöður þeirra kannana
sem ég hef séð benda allar í eina
átt; til sigurs Guðna Th. Jóhann-
essonar. Og það verða að teljast
líklegustu úrslitin. Ekki bara
vegna þeirra yfirburða sem hann
hefur notið í þessum könnunum
heldur líka í ljósi sögunnar.
Fimm vikum fyrir kosningarnar
2012 mældist fylgi Ólafs Ragnars
Grímssonar mjög áþekkt því sem á
endanum varð. Fimm vikum fyrir
kosningarnar 1996 var löngu ljóst í
hvað stefndi þótt heldur ætti eftir
að draga saman með þeim Ólafi og
Pétri Kr. Hafstein. Fimm vikum
fyrir kosningarnar 1980 munaði
rúmu prósenti á fylgi Vigdísar
Finnbogadóttur og Guðlaugs Þor-
valdssonar, eins og varð svo raun-
in,“ segir Björn Þór.
Lengsti kjörseðill sögunnar
Fimm karlar og fjórar
konur verða að lík-
indum á kjörseðlinum
í forsetakosningum.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Davíð
Oddsson
Guðrún Margrét
Pálsdóttir
Hildur
Þórðardóttir
Elísabet Kristín
Jökulsdóttir
Halla
Tómasdóttir
Sturla
Jónsson
Guðni Th.
Jóhannesson
Andri Snær
Magnason
Ástþór
Magnússon
Björn Þór
Sigbjörnsson
5 vikur
TIL KOSNINGA