Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 8
SAMSPIL NATTURU OG NUTIMAHONNUNAR I ILLAHRAUNI: SUDRAN PARADÍS í ÚFNU APALHRAUNI Bláa lónið er að flytja starfsemi sína á nýjan baðstað. 7- 800 metrum vestan við núverandi baðstað er að rísa 2.700 fermetra bygging og 5.000 fermetra baðlón. Nýji baðstaðurinn kostar 470 milljónir króna og það er verktakafyrirtækið Verkafl, dótturfyrirtæki íslenskra aðalverktaka, sem annast framkvæmdir. Hilmar Bragi Bárðarson blaðamaður kynnti sér framkvæmdirnar undir leiðsögn Magneu Guðmundsdóttir markaðsstjóra Bláa Lónsins hf. Nútímaleg hönnun „Það er búinn að vera spenn- andi tími að fylgjast með upp- byggingunni á svæðinu og það verður sannkölluð bylting í allri aðstöðu þegar við opnum nýja baðstaðinn í vor“, sagði Magnea Guðmunds- dóttir markaðsstjóri Bláa X Framköllum myndir afgömlu góðu 35 mm. filmunni og af nýju APSfilmunni. Verðdæmi (35 mm.filma framkölluð samdægurs) X Myndastærðir frá 10x15 til 30x45 sm. X Möguleiki á hvítum kanti á mynd. X Stækkumuppúrmyndum. X Yfirlitsmynd fýlgir öllum APS filmum. X Yfirlitsmyndireftir35 mm.filmum efóskað er. Láttufagmanninn utn filmurnar þínar1. 24 myndir kr. 1.366 og ný filma fylgir með! HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍMI 421 4290 Lónsins hf. í samtali við Víkurfréttir. Nú standa yftr framkvæmdir við byggingu baðstaðar þar sem fara saman samspil náttúru og nútíma- legrar hönnunar. Vetrargarður og frábært úrsýni Nýja bað- og búningsaðstaðan mun rúnra 700 gesti. Að- koman að svæðinu er sérstök. Frá bílastæðum er gengið í gegnum 200 metra langa hrauntröð með 4-5 metra háum veggjum. Þá er komið inn í vítt og bjart fordyri. Þar er ferðamannaverslun ásamt fullkominni búnings- og bað- aðstöðu á tveimur hæðurn. Þar eru allir fataskápar læstir og hægt að ganga beint út í baðlónið. í húsinu er einnig Vetrargarður þar sem verður veitingastaður. Þaðan er út- sýni í gegnum glervegg yfír 5.000 femietra baðsvæði. Svört strönd og jardhitagufubad Á nýja baðstaðnum geta gestir synt inn í hraunhella og farið þar í jarðhitagufubað, legið í sólbaði á fallegri strönd með svörtum sandi eða bara skellt sér í sérstaka kísilpotta. Nýji baðstaðurinn er í raun suðræn paradís í miðju úfnu hrauni og vel varin hraunveggjum á allar hliðar. Baðstaðurinn er á mjög skjól- sælum stað. Úftð apalhraun er nefnis Illahraun er náttúru- legur vindbrjótur og veitir skjól frá næstum öllum vin- dáttum, segir Magnea. Utsýni baðgesta er líka annað en á núverandi stað. I dag hafa baðgestir orkuver hitaveit- unnar fyrir augunum, en á nýja staðnum nun úftð hraun- ið og sjálfur Þorbjöm í allri sinni dýrð blasa við bað- gestum. Þægilegur hiti allt árið Baðgestir Bláa lónsins kann- ast við það að botn lónsins er misjafn og hefur verið skeinu- hættur. Botn nýja lónsins verður hins vegar sléttaður og hallandi og dýpi hverrgi nreira en 1,4 metrar í miðju lóninu. Með tfmanum mun síðan kísillinn setjast á botninn og gera hann mýkri yfirferðar. Hitastig lónsins verður 37- 39°C. Með nýrri tækni verður hægt að halda lóninu í þessu hitastigi en jarðsjó verður dælt að lóninu og blandað lóns- vatninu í sérstökum blönd- unarbrunnum sem hafa verið sérhannaðir til verksins. Þessu hitastigi verður hægt að halda allt árið en á núverandi bað- stað er hitastigið mjög breyti- legt. En hvencer verður nýji hað- staðurinn tekinn í nótkun? „Framkvæmdum á að Ijúka í vor. Lagnavinna er nú haftn og áætlanir hafa staðist þannig að við nrunum opna unr mánaðarmótin apríl/maf* sagði Magnea Guðmunds- dóttir að endingu. TEXTI OG MYNDIR: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Skattframtolsgerð fyrir einstakliriga og fyrirtæki. Tímapantanir frá 31. janúar n.k. Orugg og góð þjónusta. Sæki um frest. FRAMTALSÞJÓNUSTAN Katrín H. Árnadóttir, vMiptalræíingur, Halnargötu 90 - sími 4212125 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.