Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 21.01.1999, Side 10

Víkurfréttir - 21.01.1999, Side 10
BORGARAFUNDUR I GARÐI UM SAMEININGARMAL KOSTIR OC GALLAR Sameining Gerðahrepps og Sandgerðis hefur fyrst og fremst kostnaðarlegan ávinning í för með sér sem nemur 8,9 milljónum kr. á ári. Einnig munu framlög úr jöfnunarsjóði hækka um eina milljón m.v. núver- andi reglur sjóðsins. Ekki verður séð að núverandi þjónustustig breytistr, en á móti kemur að sveitarfélagið fær aukið bolmagn til að takast á við verkefni. Kostnaðarlegur ávinningur af sameiningu Gerðahrepps og Reykjanesbæjar er metinn nokkuð meiri eða sem nemur 19,6 millj. kr. Aftur á móti skerðast framlög úr tekjujöfnunarsjóði um 11,6 milljónir þannig að nettó ávinningur er því um 8 milljónir eða tveimur milljónum lakari en við sameiningu við Sandgerði. f skýrslu VSÓ segir að hæpið sé að hinn almenni borgari finni fyrir þeim mun. Stærsti munurinn liggur í að með sameiningu við Reykjanesbæ fá íbúar og fyrirtæki aðgang að betri þjónustu. Ibúar Gerðahrepps verða þátttakendur í að byggja upp öflugt sveitar- félag með aukinni faglegri stjómun og þjónustu, sveitarfélag sem hefur meira bolmagn til að takast á við verkefni sem bíða í framtíðinni. í þessari niðurstöðu VSÓ vega þungt efasemdir um að sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Gerðahrepps verði nógu öflugt og ennþá verði að leita eftir samstarfi við Reykjanesbæ. Sameining þessara tveggja sveitarfélaga myndi hugsanlega tefja þá mögulegu þróun að öll sveitarfélög sameinist í eitt í upphafi nýrrar aldar. Auk þess er vafasamt að velja sameiningarvalkost á þeim forsendum að framlög úr tekjujöfnunarsjóði séu hagstæðari. f dag er samstarf Gerðahrepps meira við Reykjanesbæ en Sandgerði. Má þar nefna Bmnavamir Suðumesja, Hafnasamlag Suðumesja og auk þess kaup á þjónustu frá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu. Gerðahreppur á ekkert formlegt samstarf við Sandgerði eitt og sér, heldur einungis á vettvangi Sambands sveitarféla á Suðumesjum eða annars staðar þar sem fleiri en tvö sveitarfélög á Suðumesjum starfa saman. AUTLEGUR KOSTUR GARÐMENN AD SAMI - segir í skýrslu VSÓ ráðgjafar sem kynnt var síðasta fimr að er álitlegur kostur I |W| fyrir Gerðahrepp að I í sameinast öðru sveit- arfélagi. Ef af saniein- I ingu verður þá telur VSÓ að j hagsmunir íbúa Gerðahrepps j séu best tryggðir með sam- I einingu við Reykjanesbæ. I Þetta kom fram á borgara- I fundi í Garði fyrir viku þegar I skýrsla VSÓ ráðgjafar á kost- j um og göllum sameiningar I við Sandgerði eða Reykjanes- I bæ voru kynntir. I VSÓ ráðgjöf skilaði rúmlega I 70 síðana skýrslu þar sem I sveitarfélögin þrjú voru borin [ saman og stuðst við rekstrar I árið 1997 hjá öllum sveitarfé- 1 lögunum. í niðurstöðum skýrsl- I unnar kemur fram að Gerða- I hreppur er 30. stærsta sveitar- I félag landsins með rúmlega j 1100 íbúa en aðeins 32 sveitar- j félög á landinu hafa 1000 íbúa I eða fleiri. Aftur á móti er stutt í I sterka nágranna og í saman- I burði við þá er Gerðahreppur I___________________________ veikburða. í skýrslunni kemur fram að byggðaþróun á Islandi undanfarin ár endurspegli breyttar kröfur landsmanna unt m.a. fjölbreyttari atvinnutæki- færi, kröfur um ýmsa þjónustu s.s. verslanir og afþreyingu og Ekkert bendir til þess oð Cerðahreppur geti ekki staðið óstuddur um ókomna tíð. Við þær aðstæður jbó er hinsvegar ólíklegt að fram- undan sé tími uppbygg- ingar, heldur frekar tími þar sem reynt er að halda í horfinu, hugsanlega tími hnignunar. síðan kröfur um opinbera þjónustu þar sem sveitarfélögin gegna æ stærra hlutverki. Hvað varðar nálægð við at- vinnutækifæri og almenna þjónustu þá er Gerðahreppur ekki illa staðsettur. Hinsvegar er það spurning hvort Gerða- hreppur sé nógu öflugur til að veita sambærilega þjónustu og nágrannasveitarfélögin og takast á við verkefnin í fram- tíðinni. Segir í skýrslunni að minni sveitarfélaög eigi óneit- anlega erfiðara með að bjóða upp á góða þjónustu á öllum sviðum. Flutningur á verk- efnum frá ríki til sveitarfélaga kallar á aukna sérfræðiþekk- ingu/-þjónustu og aukið fjár- hagslegt bolmagn. Miðað við aðstæður er Gerða- hreppur vel rekið sveitarfélag og stendur betur en mörg önnur, t.d. hvað varðar skuldir á hvem íbúa. Rekstrarafgangur er með því hæsta sem gerist á landinu. Hins vegar hefur á undan- förnum áruim ekki tekist að lækka skuldir sveitarfélagsins og mörg kostnaðarsöm verkefni eru framundan. Því er mikil- vægt fyrir Gerðahrepp að auka tekjur sínar. I skýrslu VSÓ segir að öflug uppbygging atvinnu- ÞETTA KOM FRAM Á FUNDINUM: Áhyggjur af skuldum I dag skuldar Gerðahreppur 200 milljónir króna. Fram komu áhyggjur hreppsbúa með vax- andi skuldastöðu sveitarfé- lagsins. Leikskóli og einsetning skólans dýr Nýr leikskóli er í byggingu og er reiknað með að hann muni fullbúinn kosta sveitarsjóð 50 milljónir króna. Einsetja þarf Gerðaskóla. Þar þarf að byggja fjórar nýjar stofúr, sal og fleira og kostnaður við það er 100 milljónir og fást 20 milljórir úr jöfnunarsjóði til þeirrar fram- kvæmdar. Þá þarf að leysa hús- næðismál tónlistarskóla. Fráveitumál rándýr Úrbætur þarf að gera í vatns- veitumálum sem mun kosta tugi milljóna. Þá er stærsta verkefnið fráveitumál byggðar- lagsins. Þar er um að ræða mjög umfangsmikið verk sem erfitt er að sjá kvað muni kosta. Þar er þó verið að tala um hundruði milljóna. Jafn stórt og Njarbvík Það kom fram á borgarafund- inum að með sameiningu Garðs og Sandgerðis verði dl sveitar- félag með um 2500 íbúum sem er í raun jafh stórt sveitarfélag og Njarðvíkurbær var fyrir sameiningu við Keflavfk. Njarðvíkingar sáu sér hag í sameiningu við Keflavík. „Skiptir ekki máli hvar ég bý" Finnbogi Bjömsson sveitar- stjómarmaður í Garði flutti mikla tölu á fundinum þar sem hann sagði ekki skipta máli hvar hann byggi. Hann sagði Gerðahrepp ekki vera í góðum málum ef ekki væri jöfnunar- sjóður sveitarfélaga. Hann taldi upp ýmsa liði sem þarf að taka á á allra næstu ámm. Hann sagðist ekki sjá neinn vaxtar- brodd í atvinnulífinu innan byggðarlagsins og það væri í raun ffamtíð Gerðahrepps að safna skuldum og hann gæti ekki fjármagnað verkefnin sjálfur. „Ég sé ekki borð fyrir báru“, sagði Finnbogi á fund- inum. ■ VIÐBROGÐ SANDGERÐINGA: EKKERT VERII BIÐLA TIL GARD „Skýrslan er að mörgu leiti góð en hún er bara hálfunnin“, sagði Sigurður Valur As- bjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði eftir borgarafund í Garði þar sem kynnt var niðurstaða skýrslu VSÓ. Sigurður Valur sagði að nú myndu bæjarstjórnarmenn í Sandgerði gefa sér tíma og fara yfir innihald skýrslunnar. Bæjarstjórinn í Sandgerði fékk drög að skýrslunni meðan hún var enn í vinnslu en þau voru trúnaðarmál sem ekki mátti kynna fyrir bæjar- fulltrúum. Sigurður Valur sagðist ekki hafa getað gert þær athugasemdir sem hann vildi, án samráðs við sína umbjóðendur, bæjarstjórn Sandgerðisbæjar. Sigurður Valur gat tekið undir að Gerðahreppur væri vel rekið sveitarfélag. Hann benti hins vegar á að þar væri ein- ungis haldið í horfinu og ekki mikið fé til framkævmda. Sandgerðisbær væri t.a.m. búinn að einsetja grunn- skólann, aðeins vantaði eina deild til viðbótar við leik- skólann, verið væri að útbúa félagsmiðstöð fyrir unglinga í Reynisheimilinu, endur- bygging gama væri komin af stað, endurnýjun vatnsveitu og nú væri verið að ljúka þriðjungi af þeirri stór- framkvæmd sem fráveitumál eru í Sandgerði. Þá hefur mikið varið lagt í umhverfis- mál. Sigurður Valur sagði að það væri Ijóst að Sandgerð- isbær hefði aukið skuldir en það endurspeglist í aukinni þjónustu við bæjarbúa. Tekjur Sandgerðisbæjar hafa einnig verið aukast ár frá ári og eru tekjur á hvem fbúa mestar í Sandgerði af sveitarfé- lögunum þremur sem borin eru saman í skýrslunni. Aðspurður sagði Sigurður Valur sameiningarmál ekkert hafa verið rædd innan bæjar- stjómar Sandgerðisbæjar og þar á bæ sé ekkert verið að biðla til Garðmanna. Gerða- hreppur sé hins vegar að skoða kosti og galla sam- einingar og þeir verði því að hafa réttar forsendur, sem séu ekki í skýrslu VSÓ. 10 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.