Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 21.01.1999, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 21.01.1999, Qupperneq 14
Rafvirki rafvélavirki eda madur vanur rafaia og startara vidgerdum í bílum og bátum, óskast á rafverkstædi R.Ó. Upplýsingar gefur Reynir í símum 421 3337 og 421 1739 Rafverkstæði R.Ó. Hafnargötu 52 Reykjanesbær Fundarritari Reykjanesbær óskar eftir ad ráða ritara í 50% starf. Starfið er fólgið í því að viðkomandi annist ritun fundagerða fyrir ýmsar nefndir á vegum bæjarfélagsins. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á tölvu og ritvinnslukerfi. Vinnutími fer fram seinni hluta dagsins. Laun skv. kjarasamningi S.T.R.B. og Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri/bæjarritari í síma 421 6700 eða eftir nánari samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Starfsmannastjóri. Iðnsveinafélag Suðurnesja Mælingamaður Iðnsveinafélag Suðurnesja auglýsir lausa stöðu hjá félaginu. Um fullt starf er að ræða. Mælingamaður reiknar út upp- mælingar skv. ákvæðisvinnu- verðskrám trésmiða, málara og pípulagningamanna auk þess að sinna öðrum tilfallandi störfum fyrir félagið. Þekking á upp- mælingum og tölvuþekking æskileg. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Iðnsveinafélags Suðurnesja fyrir 3. febrúar n.k. Stjórn ISFS Nýja forustu í Kjördæmið Atvinna Óska eftir starfskrafti. Upplýsingar í síma 421 4445. Trésmiðja Ella Jóns, Iðavöllum 12. HAFNASAMIAG SUÐURNESJA Frystihús til sölu Hafnasamlag Suðurnesja óskar eftir að selja frystihús að Hafnarbakka 11 í Njarðvík, áður í rekstri Voga hf. og Sjöstjörnunnar hf. Til sölu eru eftirtaldar fasteignir og lausafé: 1. Stálgrindarhús, skrifstofa og verk- stæði 418 m2 og 2.437nr 2. Fiskimóttökuhús með vinnslusal 1.314m2 og 7.880m3 3. Frystihús með vinnslusölum á tveimur gólfum, frytstiklefa og ísklefa grunnflötur 1.051m2, samtals 1.767m2 og 8.686m3 4. Allur búnaður, vélar og tæki skv. lista. Upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 421-4099 Hafnarstjórn Hafnasamlas Suðurnesja Wúm^duv o$ Msbyfáenduy \\ 894 9906 og 893 3706 Tökum að okkur allt viðhald og alla riýsm Góð þjónusta. Af hverju á Reykjanes engan ráð- herra en Reykjavík fjóra af tíu ráðherrum? Við því er einungis eitt svar. Slappir stjórnarþing- menn. Þeir koma ekki til greina í alvöru embætti en mega vera með og láta hafa sig í að greiða at- kvæði gegn hagsmunum kjör- dæmisins eins og Kristján Páls- son og Hjálmar Árnason gerðu þegar þeir felldu tillögur um að hefja undirbúning vegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar og aukin ffamlög til málefna fatlaðra í Reykjaneskjördæmi. Eg lagði fram slíkar tillögur á Alþingi í síð- asta mánuði ásamt fjármögnun en þeir felldu þær. Framsóknarúrræðin duga ekki Stefnan gagnvart Suðumesjum á að laða að störf sem skila hærri tekjum. Suðumes mega ekki vera láglaunasvæði. Til að hér verði breyting á þarf atvinnu sem byggir á menntun og sérstöðu á sviði náttúru, flugumferðar og hafna. Eg hef barist fyrir því að meira fé verði varið í menntamálin en þau eru vanrækt af ríkisstjórninni. Menntun er lykillinn að hærri meðaltekjum á svæðinu. Fjölmörg hátæknistörf geta orðið til á næstu árum á Suðurnesjum, m.a. í tengslum við starfsemi vamarliðs- ins. Islendingar geta tekið yfir störf og ný verkefni á sviði ör- yggismála í Evrópu. Hlutdeild útflutnings mun vaxa í þjóðarbúskapnum á næstu árum og þá liggja Suðumes vel við. Einu afskipti ríkisstjómarinnar af atvinnustarfsemi á Keflavíkur- flugvelli er að ráða framsóknar- menn í nýjar stöður. Kjördæmi án forustu Reykjavík sýnir hroka gagnvart Suðurnesjum. Hitaveita Suður- nesja beið ámm saman eftir að fá leyft til virkjanaframkvæmda og sölu rafmagns á svæðinu vegna andstöðu Landsvirkjunar. Reykja- vík keypti fjallið Keili. tákn Reykjaness, og gerði grín að Reyknesingum þegar þeir kvört- uðu yfir þessum yfirgangi. Von- andi ganga heimamenn inn í kaupin. Hvar er forustan gegn veldi Reykavíkur? Hana er hvergi að sjá. Það þarf nýja fomstu í kjör- dæmið. Sjálfstæðis- og Framsókn- armenn hafa fengið sín tækifæri og staðið sig illa. Nú er Samfylkingin að undirbúa fram- boð sitt og þá þarf að velja öfluga talsmenn hagsmuna kjördæmis- ins, aðila sem þora að hafa póli- tískar skoðanir og fara í pólitíska andstæðinga, ekki einungis þá á Suðurnesjum. heldur í Davíð Oddsson. Árna Mathiesen og Gunnar Birgisson. Stjómmál eru barátta fyrir hug- myndum og átök við andstæð- inga. Ef ná á árangri fyrir Suður- nes þarf að efla fomstuna. Ágúst Einarsson Höfundur er þingmaður 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.