Víkurfréttir - 04.03.1999, Blaðsíða 19
M Fjármögnun á fjölnota íþróttahúsi. Böðvar Jónsson skrifan
Sknef inn í nýja öld
Framfaraskref var stigið f
íþróttamálum Reykja-
nesbæjar s.l. þriðjudags-
kvöld þegar meirihluti
bæjarstjómar tók ákvörðun
um að láta byggja og leigja
■ fjölnota íþróttahús, hið fyrsta
I sinnar tegundar hér á landi.
I Húsið verður tilbúið til notk-
I unar í febrúar 2000. Bæjar-
fulltrúar Bæjarmálafélagsins
(Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags) hafa barist gegn
I byggingu hússins með öllum
I ráðum og hafa tilkynnt þjóð-
I inni að þessi ákvörð-
I un verði kærð í þeim
tilgangi að stoppa
! verkefnið. Framtíðin
I mun leiða í ljós nið-
I urstöðu þeirrar
I ákvörðunar. Jafn-
I framt hafa bæjarfull-
j trúar minnihlutans
! fullyrt að hægt væri
■ að byggja húsið fyrir
I lægri upphæð ef bær-
I inn sæi um framkvæmd
I verksins frá upphafi. Tillögur
I minnihlutans s.l. þriðjudag
[ voru á þá leið að auka skuld-
[ ir bæjarsjóðs á þessari stundu
I með því að taka 800 milljón
j króna lán vegna tveggja
I verkefna og var annað þeirra
I bygging fjölnota íþróttahúss.
Önnur verkefni á döfinni
I Vandamál minnihlutans er að
I horfa aðeins á eitt afmarkað
I verkefni í einu og slíta úr
I samhengi við önnur verk-
[ efni. Reykjanesbær er bæjar-
félag í mikilli sókn og ömm
■ vexti. Skólamál hafa verið í
I forgangi hjá meirihluta bæj-
I arstjórnar og miklar fram-
I kvæmdir eru fyrirhugaðar í
I þeim geira á næstu 18 mán-
uðum. 400-500 milljónir em
[ nauðsynlegar til að ljúka ein-
I setningu skólanna sem er
| skylduverkefni lögum sam-
L__________________I________
kvæmt. Framkvæmdir við
frárennslismál hefjast von
bráðar og er áætlað að um
500 milljónir króna kosti að
ljúka I. áfanga þeirra. Frá-
rennslismál eru einnig
skylduverkefni lögum sam-
kvæmt. Þessi tvö verkefni
kalla á lántökur upp á 900-
1000 milljónir á næstu mán-
uðum.
Lánamarkaður
Ef leið minnihlutans hefði
verið farin s.l. þriðjudags-
kvöld yrðu lánakjör okkar á
markaði vegna áðumefndra
skylduverkefna skert veru-
lega. Vextir myndu hækka
og kjör versna. Hækkun
vaxta upp á I prósentustig af
1000 milljón króna láni em
10 milljónir á ári - eða 200
milljónir á 20 ára tímabili
sem ekki er óalgengur láns-
tími á lánum sveitarfélaga.
Af þessum sökum getur ver-
ið hættulegt að slíta mál úr
samhengi eins og minnihlut-
anum er tamt. Þegar skyldu-
verkefnum vegna skólamála
og frárennslismála er lokið er
alls ekki ólfldegt að rétt sé að
skoða möguleika á kaupum á
húsinu en bæjarsjóður getur
hvenær sem er á leigutíman-
um tekið upp viðræður við
eiganda um kaup og sölu.
Með leigusamningi er bæjar-
sjóður einnig laus við þær
áhyggjur sem fylgja nauð-
synlegum endurbótum og
viðhaldi hússins að utan
fyrstu árin eftir byggingu
þess.
Lágt leigugjald
Leiga sveitarfélaga á hús-
næði er ekki óalgeng.
Reykjanesbær leigir meðal
annars Tjamargötu 12 undir
bæjarskrifstofu og Hafnar-
götu 57 undir skólaskrif-
stofu, markaðsskrifstofu,
bókasafn o.fl. Leigusamn-
ingur um fjölnota íþróttahús
sem samþykktur var s.l.
þriðjudag er nán-
ast að öllu leyti í
samræmi aðra
leigusamninga
Reykjanesbæjar -
nema hvað leigan
er mun lægri í
fjölnota húsinu.
Leiga á hvem fer-
metra í fjölnota
íþróttahúsi verður
um 270 kr. Til
samanburðar er algeng leiga
á iðnaðarhúsnæði um 300-
400 kr. á fermetra og á skrif-
stofu og verslunarhúsnæði
um 500-1000 kr. á fermetra.
Leigugjald fyrir fjölnota
íþróttahús er því verulega
hagstættí hvaða samanburði
sem er.
Jafnframt
í skoðanakönnun Víkurfrétta
sem birt var í maí 1998 kom
í Ijós að 75% íbúa Reykanes-
bæjar vildu sjá fjölnota
íþróttahús rísa í Reykjanes-
bæ. Sá draumur varð að
vemleika á þriðjudag. íbúum
Reykjanesbæjar óska ég til
hamingju með málið.
Böð\ar Jónsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins
A tvinna
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Sandgerði
Starf læknaritara hjá Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, Sandgerði er
laust til umsóknar. Hér er um 50%
stöðuhlutfall að ræða. Æskilegt er
að umsækjandi hafi löggildingu sem
læknaritari og sé vanur ritvinnslu
með tölvu. Um laun og kjör fer
samkvæmt kjarasamningi fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs og
Starfsmannsfélags Reykjanesbæjar.
Frekari upplýsingar veitir undir-
ritaður í síma 422 0580.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs
fyrir 1. apríl n.k.
Keflavík 2. mars 1999
Framkvæmdastjóri
Aðalfundur
verdur haldinn í sal
Njarðvíkurskóla fimmtudaginn
11. mars n.k. kl. 20.30
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Onnur mál.
Kaffiveitingar
Félagsmenn og velunnarar eru
hvattir til að mæta
Stjórn Þ.S
Sýslumaðurinn í Keflavík
Vatnsnesvegi 33,230
Keflavík, s: 4214411
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Vatnsnesvegi
33, Keflavík fimmtudaginn
ll.mars 1999 kl. 10:00 á eftir-
farandi eignum:
Baðsvellir 4, Grindavík. þingl.
eig. Sigurður Grétar Sigurðs-
son, gerðarbeiðandi Ibúða-
lánasjóður.
Básvegur 5, Keflavík, ásamt
tilh. lóðarréttindum, vélum,
tækjum og áhöldum til-
heyrandi eigninni. ásamt síðari
endumýjunum og viðaukum,
þingl. eig. Nanna Jónasar ehf,
gerðarbeiðendur Fjárfestingar-
banki atvinnul hf og Vá-
tryggingafélag Islands hf.
Brekkustígur 1, 0101, Sand-
gerði. þingl. eig. Bjöm Dúason,
gerðarbeiðandi Ibúða-
lánasjóður
Eyjaholt 15. Garði. þingl. eig.
Ólafur Einarsson, gerðar-
beiðandi Pétur G Pétursson.
Faxabraut 38d, neðri hæð,
Keflavík, þingl. eig. Ómar
Astþórsson, gerðarbeiðendur
Ibúðalánasjóður og Vá-
tryggingafélag Islands hf.
Fiskeldisstöð Atlantslax hf
staðs. á 40ha leigulóð í landi
Staðar í Grindavík. Véla-og
fóðurgeymsluh. með áf.
norskum vinnusk. 10. borh.
m/rafmagnsd. st. vatnst. þríh. 6
jarðf. eldisk. úr stáli og 6 st.
undirst. f. eldisker, þingl. eig.
þb. Atlantslax hf., gerðar-
beiðandi Grindavíkurkaup-
staður.
Gullfaxi GK-14 (áður Eld-
hamar GK-13 0297), þingl.
eig. Útgerðarfélagið Hlín ehf,
gerðarbeiðendur Fjárfestingar-
banki atvinnul hf. Lífeyris-
sjóður sjómanna, Sparisjóður
Vestmannaeyja og Þróunar-
sjóður sjávarútvegsins.
Hafnargata 34,0101, Keflavík,
þingl. eig. Baldur Baldursson.
Iða Brá Vilhjálmsdóttir og
Anna Jónína Guðmundsdóttir.
gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn
í Keflavfk.
Heiðarbraut 29 0201. Keflavík,
þingl. eig. Húsnæðisnefnd
Reykjanessjbæjar, gerðar-
beiðendur Ibúðalánasjóður,
Reykjanesbær og Vátrygginga-
félag fslands hf.
Hjallavegur 3e, íbúð 0201,
Njarðvík, þingl. eig. Sigrún
Ellertsdóttir, gerðarbeiðandi
Ingvar Helgason hf.
Islandía GK-101 skipaskrárnr.
0062, þingl. eig. Kristinn
Þórhallsson, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Lyngbraut 13, Garði, þingl. eig.
Brynja Kristjánsdóttir og
Gunnar Hámundarson Haesler,
gerðabeiðandi fbúðalánasjóður.
Sólbakki. Grindavík, þingl. eig.
Sigurður Óli Sigurðsson.
gerðarbeiðendur íbúðalána-
sjóður oa Sýslumaðurinn í
Keflavík.
Stafnesvegur 6, 0201, Sand-
gerði, þingl. eig. Eðvarð Ólafs-
son, gerðarbeiðendur Ibúða-
lánasjóður og Lífeyrissjóður
sjómanna.
Suðurgata 28, efri hæð,
Keflavík, þingl. eig. Asmundur
Sigurðsson, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Túngata 14, Grindavík, þingl.
eig. Jón Guðmundsson, gerðar-
beiðandi Trygging hf.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
1. mars 1999.
Jón Eysteinsson
Víkurfréttir
19