Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 04.03.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.03.1999, Blaðsíða 6
ÍSLA NDSBA NKA MÁ LID ,‘Cft' ^<4 .. Reiki - Heilun, ' Aromatherapy. 'Nudd. Næringarraðgjöf. Electric City Sexwear. Sjálfstæöur dreifingarabili á Herbalife og Dermajetics Ymis tilbod i gangi 'Visa - Euro - Póstlcrafa Ingibjörg Þorsteinsdóttir híraunsvegur 25 - 260 Niarðvík Sími 421 5989-861 2089 A.T.H. Ballið sem átti að veral3. mars verður haldið 24. apríl í K.K. sal. Hljómsveitin Grænir vinir leikur fyrir dansi. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Garðbraut22 Garði Fallegt hús í rólegu umhverfi. Mikið endurnýjað tvílyft um 215 fm einbýiishús ásamt 38 fm bílskúr. Á 1. hæð eru tværsaml. stofur, stórteldhús,2herb. þvottahús o.fl. Á efri hæðinni eru 5 herb. o.fl. Húsið er allt í mjög ástandi bæði að innan sem utan. Falleg um 1800 fm lóð m. miklum gróðri. Upplýsingar gefur ÞorleifurSt. Guðmundsson. Eignamidlunin Sídumúla 21 - 108 Reykjavík S. 588-9090 Sýslumaðurinn í Kefíavík Sýslumaður hefur ákvedið að hafa fasta viðtalstíma vikulega á lögreglustöðinni í Grindavík á mánudögum frá 11.00 til 12.00 fyrsta sinn mánudaginn 8. mars 1999. Jón Eysteinsson sýslumadur Hengja bakara fyrir smið Tékkafals í síðustu viku bárust fréttir af því að útlendingi einum hefði tekizt að leysa út tvær falsaðar ávísanir með stuttu millibili hjá Islandsbanka. Við sömu iðju hefði viðkomandi útlendingur síðan verið stöðv- aður hjá Landsbankanum. Látið var að því liggja að starfsmenn Islandsbanka hefðu ekki staðið sig í stykkinu eins og það var orðað. En starfsmenn í Lands- bankanum að sama skapi sýnt árvekni I starfi. Þannig snéri fréttin að okkur sem voru tjarri vettvangi. Ekki benda á mig segir... Framkvæmdastjóri Islands- banka, kemur síðan fram fyrir alþjóð í ljósvakamiðlum sem og dagblöðum til að vekja athygli á því að starfsreglur bankans hafi verið brotnar. A sama hátt sagði hann reglur mjög skýrar um hvernig svona mál væru meðhöndluð. Til væru undantekningar um kaup á erlendum ávísunum af traustum viðskiptamönnum. I framhaldi lét hann þess einnig getið að viðkomandi starfs- maður íslandsbanka sem leysti ávísanimar út, hefði að eigin ósk látið að störfum. Þannig mun fréttin af þessu máli eflaust standa stutt í minni okkar. Mistök hverra ? Eftir stendur að aðeins einum starfsmanna Islandsbanka hafi orðið á mistök í starfi. En samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild Ríkis- lögregiustjóra var sagt berum orðum að það hefði átt að vekja grun hjá Islandsbanka í Keflavík að einhver kæmi með slíkar fjárhæðir inn á gjaldeyrisreikning fyrirtækis. Hefðu starfsmenn bankans sinnt skyldu sinni samkvæmt lögum um varnir gegn peningaþvætti og gert aðvart um færslur sem gætu verið varasamar, hefði e.t.v. mátt stöðva viðskiptin og sannrey- na að þau byggðust á því að innleysa falsaða tékka. Síðar kemur fram að sami útlendin- gur hafi reynt að leysa út skömmu síðar en þessir umræddu atburðir gerðust, mun hærri upphæð í Islands- banka í Reykjavík. Þá liafi fyrst vaknað grunur að ávísanirnar tvær sem málið snýst um hafi verið falsaðar. Það hafði þá ekki verið kann- að í Islandbanka. En stað- festinguna um falsaða tékka þurftu þeir að fá frá Banda- ríkjunum. Þannig fengum við fréttimar og áttum erfitt með að skilja. Leitað að blóraböggli Islandsbanki gat ekki staðið frammi fyrir alþjóð og viðurkennt að mannleg mis- tök væm gerð innan bankans, þau einfaldlega hafa aldrei verið gerð þar. íslandsbanki hefur aldrei tapað peningum í viðskiptum, þar hefur alltaf verið gróði, þar hafa allir bankastjórar borið fulla ábyrgð á gerðum sínum og aldrei gert mistök. Keppinauturinn Landshanki ...íslandsbanki gat ekki staðið frammi fyrir alþjðð og viðurkennt að mannleg mistök væru gerð innan bankans, þau einfaldlega hafa aldrei verið gerð þar. íslandsbanki hefur aldrei tapað peningum í viðskip- tum, þar hefur alltaf verið gróði, þar hafa allir bankastjórar borið fulla ábyrgð á gerðum sínum og aldrei gert mistök... mátti með engu móti græða á óláni íslandsbanka vegna áfellisdómisins sem af hlytist, með skjótum hætti varð að finna blóraböggul. Þannig fær alþjóð að sjá hvernig reka skuli banka. Hver er staða starfsmanna Islandsbanka? Hver er ábyrgur innan bankans, þegar mistök verða við hin ólíkustu mál? Til hvers eru tryggingar keyptar fyrir bankann? Verða í'leiri starfsmenn bankans látnir taka pokann sinn? Allténd getur ffamkvæmdastjórinn þess að þeir. innan bankans. fari yfir málið eins og alltaf er gert þegar eitthvað fer úrskeiðis og leitast verði við að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Þannig sjáum við sem heyrum fréttirnar að málið er ekki alveg búið. Starfsmaður ársins Starfsmaðurinn sem lét af störfum málsins vegna, verður greinilega starfsmaður ársins öðru sinni. Hann verður öðrum minni spámönnum góð fyrirmynd, þegar þeim verða á mistök. Þeir niðri á gólfinu verða að sjá hvemig yfirstjóm bankans þjálfar fólk sitt í að taka ákvarðanir fljótt og vel. íslandsbanki mun ekki fara fram á uppsögn við mis- tök í starfi, en áskilur sér allan rétt til að verða við ósk starfs- manna þegar þeim verða eigin mistök ljós. Þannig er bank- inn vinur þinn og minn. Farsæll starfsferill Hverju og einu okkar verður einhvern tímann á að gera mistök. A þeim er tekið með misjöfnum hætti hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. í þessu máli er ljóst með augum leik- manns er hér tekið á starfs- manninum með ólíkindum. Um er að ræða starfsmann bankans með 15 ára farsælan starfsferil, nákvæman, sam- vizkusaman, tryggan, sam- vinnuþýðan, þjónustulipran. greiðvikinn og vinsælan jafnt j meðal starfsfólks sem við- skiptavina. Starfsmaður sem hefur óflekkað mannorð og má vamm sitt ekki vita. Hér situr hann eftir með áhyrgðina á bakinu, svert mannorð. van- sældina og sorgina sem fylgir því að vera sviptur ærunni með brottvikningu úr starfi. Fyrir mistök í starfi sem ekki einungis hann, heldur og íslandsbanki ber ábyrgð á. Stjórnendur íslandsbanka ættu að taka þetta mál upp og breyta afstöðu og afgreiðslu sinni með mannsæmandi hætti. Til þess að aðrir starfs- menn geti og vilji starfa innan fyrirtækisins án daglegarar áhættu um mistök, sem geta liaft alvarlegar afleiðingar og þeir einir beri ábyrgðina. Þannig lítum við á niður- stöðuna sem stöndum utan bankans og teljum okkur hala eitthvað til málanna að leggja. Vilhjálmur Ketilsson. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.