Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 15.04.1999, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 15.04.1999, Qupperneq 2
Sparisjoðurinn hefur tengst Verðbréfabingi Sparisjóðurinn í Keflavík er orðinn aðili að Veröbréfa- þingi Islands og getur þar með átt bein viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf. Er þetta í fyrsta skipti sem boðið er upp á þessa þjón- ustu hér á Suðurnesjum. Þessi þjónusta fer vel af stað að sögn Þrastar Leóssonar, forstöðumanns hagdeildar og fjárstýringar hjá Sparisjóðn- um, en hann hefur umsjón með þessari starfsemi af hálfu Sparisjóðsins. „Við erum nú með beina tengingu við Verðbréfaþing íslands og þurf- um ekki lengur að fara í geg- num aðra aðila”. Þröstur sagði að töluverð viðskipti með hlutabréf haft átt sér stað þann tíma sem boðið hefur verið upp á þessa þjónustu. „Með þessu erum við komnir með vísi að viðskiptastofu og er ætlunin að í framtíðinni verði boðið upp á alla þá þjónustu sem viðskiptastofa býður upp á. Meðal annars skuldabréfaút- boð, afleiðuviðskipti, skráning hlutafélaga á V.Þ.I., ráðgjöf og fl.”. Auk þess að bjóða upp á kaup og sölu verðbréfa á verðbréfaþinginu getur Spari- sjóðurinn haft milligöngu um viðskipti með hlutabréf í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á þinginu s.s. OZ og Islensk eríðagreining. Fasteimasalan HAFNARGÓTU 27 • KEFLAVÍK O SÍMAR 421 1420 OG 4214288 Baðsvellir 13, Grindavík. 107m2 einbýli með 45m! bíl- skúr. Ymis skipti koma til greina. Tilboð. Grænás 3a,Njarðvík. 125m; íbúð á efri hæð í fjöl- býli. íbúð í góðu ástandi, 3 svefnherbergi. Tilboð. Suðurgata 26, Keflavík. 122m: efri hæð í tvíbýli. Glæsileg eign í góðu ástandi. Laus fljótlega. Tilboð. Mávabraut 4, Keflavík. 96m! íbúð á 2. hæð í fjölbýli, 4 svefnherbergi. Ibúð í góðu ástandi. Laus strax. Tilboð. Eyjaholt 8a, Garði. 70m: parhús með 20m: risi.Húsið er ailt ný tekið í gegn að innan. Laust strax. 4.500.000,- Gerðavegur 25, Garöi. 182m: neðri hæð í tvíbýli. 3 svefnherbergi og geymsla í kjallara. 4.900.000.- Mávabraut 4, Keflavík. 96m: íbúð á 2. hæð í fjölbýli, 4 svefnh. íbúð í góðu ástandi Laus strax. Tilboð. Faxabraut 5, Keflavík. 61m: íbúð á 1. hæð í fjórbýli. Húsið er allt nýtekið í gegn að utan. 4.(KM).(KM)- Sjávargata 30, Njarðvík. Eldra einbýli á 3 hæðum, hús sem er mikið búið að endurnýja, 3 svefnherbergi. 9.200.000,- Kirkjuvegur 34,Keflavík. 3ja herbergja íbúð á efri hæð í fjórbýli. Ymsir greiðslu- möguleikar. 3.600.000.- Skemmdarvargar á ferð í Rockville Talsverðar skemmdir hafa verið unnar í Rockville, sem áður var ratsjárstöð hers- ins á Keflavíkurflugvelli. Eins og kunnugt er mun m.a. endurhæfingastööin Byrgið fá inni í Rockville og er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist á næstu mánuöum. Svæðið er ekki vaktað og hafa óprúttnir skemmdar- vargar klippt stórt gat á girðinguna og framið frekari skemmdir á hús- næði. Hjálmar Arnason, þingmaður sem hafði milli- göngu með því að Byrgið fengi aðstöðu í Rockville sagði þetta sorglega stað- reynd en vonaðist til að svæðið fengi að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Reynt verður að koma upp gæslu tímabundið á svæð- inu. Eins og komið hefur fram mun starfsemi einangr- unarstöðvar fyrir gæludýr einnig hefjast í Rockville á haustmánuðum. Þá hafa fleiri fyrirtækið sýnt áhuga á Rockville og vitað er um eitt erlent sem er að skoða þau mál þessa dagana. Flugeldhúsið á Keflavíkurflugvelli Atvinna Óskum eftir starfsfólki nú þegar eða fijótiega og fram í október. Unnið skv. 2-2-3 vaktakerfi. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 425 0286. Kálfatjarnarsókn Aðalsafnaðarfundur verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl n.k. í Lionshúsinu Vogum kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla sóknarnefndar. 2. Skýrsla sóknarprests. 3. Bygging þjónustuhúss við kirkjuna. 4. Önnur mál. 5. Kosning sóknarnefndar Gott kaffi og meðlæti. Sóknarnefnd Hótel lögregla? Gistiþjónusta lögregl- unnar átti rólega helgi en þó þurftu tvö gist- ingu. Þannig vildi til að lögreglan var kölluð í gleðskap þar sem fjarlægja þurfti gestkomandi karl- mann og vista hann í fanga- klefa. Undir morgunn inætti „betri helmingurinn“ á lögreglustöðina ölvuð og æst og linnti ekki látum fyrr en dyrnar lokuðust á klef- anunt við hlið karlsins. Varalyklarnir týndir? Tilkynnt var um bílþjófnað í Garði sl. föstudagskvöld. Ekki var um kæruleysi að ræða og bifreiðin sögð læst. Bifreiðin fannst síðdegis á laugardegi við Baldursgarð í Keflavík. Lokuð, læst og án kveikjuláslykla. Vill svo til að gleðskapur var í húsi bíl- eigandans á föstudegi og varalyklamir hurfu. Ferming í Kálfa- tjarnarkirkju 18. apríl Ándri Þór Halldórsson, Brekkugata 19. Björgvin Viktor Þórðarson, Akurgerði 15. Daníel Magnússon, Aragerði 13. íris Dögg Gísladóttir, Fagradal 4. Kristín H. Patterson, Ægisgata 42. María Stefánsdóttir, Ægisgata 33. Saitdra Dögg, Fagradal 8. Snorri Freyr Fairweatlier, Vogagerði 22. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.