Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 8
/ Dúkkulísan í liöi hjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt kántrídönsurum. 400 manns á karaoke Árni Brynjar H jaltason frá Víkurási fór með sigur af hólnii í Karaokekeppni Suðurnesja 1999 sem lauk í Stapa sl. laugardagskvöld. Sólrún Steinarsdóttir frá Olís varð önnur og Sveinn Svcinsson frá áhöfninni á Enok varð þriðji. I fyrirtækjakeppninni varð hins vegar Olís í fyrsta sæti, Víkurás í öðru, RH innréttingar í því þriðja og Flugleiðir í fjórða sæti. Karaokekeppni Suðurnesja 1999 þótti takast með miklum ágætum en um 400 inanns voru á úrslitakvöldinu sem var allt hið glæsilegasta. Auk karaokesöngs komu skemmtikraftarnir Bjarni Arason og Kagnar Bjarnason fram. Þá var dansað fram undir morgun. Hilmar Bragi Ijósmyndari VF var í Stapa með myndavélina og fangaði stenmininguna á filmu. klÉfir É Mttr Tíundi Renault Eggerts! Bílasala Keflavíkur flutti starfsemi sína um síðustu helgi í nýtt glæsilegt húsnnæði á horni Njarðarbrautar og Bolafótar í Njarðvík. Einnig eru í nýja húsinu heildverslunin Hjördís Björk og bón- og ryðvamarstöðin Gamli Gljái. Fyrsta bifreiðin sem var afhent við opnun bílasölunnar í nýju húsi var Renault Classic sem Eggert Jónsson hafði fest kaup á. Eggert er traustur Renault-viðskiptavinur því þetta er tíundi Renaultinn í röð sem Eggert eignast. Á nteðfylgjandi mynd er það Ámi Gunnlaugsson sölumaður hjá Bílasölu Keflavíkur sent afhendir Eggerti lyklana að bifreiðinni. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi RF.NAUI.T Þeir Geirmundur Kristinsson (t.v.), Grétar Grétarsson (t.h.) frá Sparisjóðnum og Þorsteinn Erlingsson (í miðjunni) útgerðar- maður voru heillaðir af BMW Roadstar sem var sýndur hjá Bílasölu Keflavíkur um síð- ustu helgi. Þorsteinn, sem er mikill Kefl- víkingur, lagði til við Geirmund spari- sjóðsstjóra að ef Njarðvíkingar yrðu íslandsmeistarar í körfuknattleik þá ætti Geirmundur að fá sér eitt stk. Roadstar. - Verðið er 4,6 millur og bíllinn er lánshæfur hjá SP fjármögnun! 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.