Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 10
Gerðahreppur Atvinna Gerdahreppur óskar eftir ad ráða til starfa flokkstjóra hjá Vinnuskóla Gerðahrepps í sumar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á skrifstofu Gerðahrepps. Umsóknarfrestur er til 5. maí 1999. Sveitarstjóri Atvinna Starfskraftur óskast til afgreiðslu- starfa. Vinnutími frá kl. 13-18. Á sama stað óskast lærlingur til starfa. Upplýsingar gefur Eyjólfur í Nýja Bakaríi. Atvinna Trésmiðjan Víkurás ehf. óskar eftir að ráða menn til starfa sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar að Iðavöllum 6. Upplýsingar í síma 421 4700 H/ Atvinna r Ahugamaður um víngerð óskast til starfa sem fyrst í Plútó. Vinnutími frá kl. 13-18 Nafn og símanúmer leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta merkt „Víngerð" Háskólanám á Suðurnesjum Menntun á háskólastigi, gamall draumur margra Suðurnesjamanna, verður að raunveruleika á haustönn 1999 takist MOA að fjármagna verkefnið. Háskólinn á Akureyri og Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar liafa undirritað viljayfirlýs- ingu um fjarkennslunám í lijúkrunarfræðum. Síðar er röðin komið að rekstrarfræð- um og kennaranámi. Háskól- inn á Akureyri sér um kennsl- una en nemendur á Suður- nesjum sækja námið um fjar- búnað M.O.A og á internet- inu. Málið hefur lengi verið í undirbúningi og höfðu þeir Hjálmar Árnason alþingis- maður og Friðjón Einarsson formaður MOA forgöngu um það í samstarfi við Jóhann Einvarðsson framkvæmda- stjóra HS og Skúla Thorodd- sen hjá miðstöð símenntunar á Suðumesjum. Áhugi á hjúkr- unamámi á Suðumesjum hef- ur aukist mikið síðan Fjöl- brautarskóli Suðurnesja tók upp sjúkraliðanám og vonandi verða auknir menntunar- möguleikar Suðumesjamanna til að bæta úr skorti á hjúkrun- arfræðingum í framtíðinni. Fyrirhugað kennaranám á Há- skólastigi bætir vonandi skort á menntuðum kennurum við grunnskóla svæðisins en jafn- framt er fyrirhugað rekstrar- fræðinám vinsæl menntun í dag. Háskólinn á Akureyri liefur með þessu tengst öllum lands- homum um fjamám. Sandgerðisbær Sumarstörf Sandgerðisbær auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: 1. Leidbeinendur í Vinnuskóla Umsækendur verða að vera orðnir 20. ára gamlir og hafa einhverja reynslu af almennum vinnumarkaði. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. 2. Leiðbeinendur í skólagarða og kofabyggð. Umsækjendur verða að vera orðnir 20. ára gamlir og er reynsla í garðyrkju æskileg. Skólagarða og kofabyggð er reyklaus vinnustaður. 3. Starfsmaður á gæsluvelli, 50% staða. Gæsluvöllur er reyklaus vinnustaður. 4. Starfsmaður með vinnuvélaréttindi til sumarafleysinga í Áhaldahúsi. 5. Almennir starfsmenn í sumarafleysingum í Áhaldahúsi. Nánari upplýsingar veita íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 423 7966 og bæjarstjóri í síma 423 7555 Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar og þangað skal skila umsóknum. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Bæjarstjóri íþrótta- og tómstundafulltrúi 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.