Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 9
Stæltir stóðhestar: Vísíp hf. kaupir Arnbór EA Amþór EA 116 er 395 brúttó- tonna skip sem Vísir hf. kaupir, án kvóta, af BGB hf. Gert er ráð fyrir að Arnþór fari til síldveiða hjá Vísi hf. en skipið, sem er útbúið til veiða á uppsjávarfiski, verður afhent 23. apríl nk. Gleðilegt sumar! Karaokekeppni Suðurnesja 1999 í Stapanum: Þessi Ijósmynd er lýsandi fyrir stemmninguna i húsinu á karaokekvöldinu. Hvað er það sem æsir konur? Skyldi það vera skírlífur munkur, bassagítarleikari eða kannski læknir? Vinimir Barði, Hermann, Geir, Leifur og Ævar velta slíkum spumingum fyrir sér þegar til stendur að vinna sér inn auðfengið fé með því að fækka fötum fyrir dömur bæjarins. Þeir félagar em heldur týndir, flestir atvinnulausir og lífið virðist ekki hafa neina sérstaka stefnu, nema að vera skyldi á næsta bar. Líf þeirra tekur þó nýja stefnu þegar sýning er ákveðin og undirbúningur að fatafelluskemmtan þeirra hefst. Gaman er að fylgjast með þeim félögum og tilburðum þeirra í byrjun sem em frekar vandræðalegir enda erfítt að sjá hvað Hómer og kynhvatir eiga sameiginlegt. Með tilkomu dansarans Brendu sem leið- beinir piltunum ungu harðri hendi fer að komast mynd á sýningu vinanna en vinnan reynir um margt á samband þeirra auk þess sem þeir hafa ýmsar efasemdir um eigin getu til þess að kveikja í konum. En þetta snýst allt saman um kjark og sjálfstraust og sigur þeirra félaga er að stíga á svið þegar stundin rennur upp. Afgangurinn var hrein skemmtan en annars auka- atriði. Þeir félagar í Leik- félagi Keflavíkur sýna mikinn kjark með þessari uppfærslu sem er metnaðarfull og skemmtileg. Sviðsmynd var frekar einföld en lýsing mjög vönduð. Velti undirrituð því þó fyrir sér hvort ekki hefði mátt mála aðstæður piltanna og það sem knýr þá til slíkra örþrifa- ráða sterkari litum í hlutverkum félaganna fimm sem reyna fyrir sér í fatafeilu- bransanum eru [jeir Jón Marínó Sigurðsson í hlutverki Barða, Sigurður Amar Sigurþórsson í hlutverki Geirs, Amar Fells Gunnarsson í liiutverki Her- manns, Alexander Olafsson í hlutverki Leifs og Davíð Guðbrands- son í hlutverki Ævars. Hulda Guðrún Kristj- ánsdóttir ieikur þjálfarann Brendu og Öm Ingi Hrafnsson leikur hinn háðska Garðar. Þótti mér allir standa sig með prýði og sérlega gaman var að fylgjast með Amari Fells Gunnarssyni sem fór á kostum sem “looserinn” Hermann og átti salinn allan. Það er enginn skortur á góðurn leikurum hjá L.K. og óska ég þeim sern fóru alla leið til hamingju með frábæra sýningu. Dagný Gísladóttir REYKJANESBÆR Reykjanesbær leitar að hæfum og metnaðarfullum starfsmanni sem er reiðubúinn að leggja sitt að mörkum ásamt öðru starfsfólki til að stuðla að frekari vexti og viðgangi bæjarfélagsins á nýrri öld. Reykjanesbær er framsækið 10.500 ibúa sveitarfélag með 540 starlsmenn sem leggja metnað sinn í að veita íbúum laglega og góða þjónustu. Byggingarfulltrúi Laus staða Starfssvid: Framkvæmdastjóri byggingamefndar. Yfirferö uppdrátta. Otgáfa byggingarleyfa. Eftirlit meö byggingarffamkvæmdum. Varöveisla gagna. Skráning fasteigna. Staöfesting eignaskipta- yfirlýsinga. Hæfniskriifur: - Menntun sem byggingarverk- fræðingur, byggingartækni- fræðingur eða arkitekt. - Þarf aö uppfylla skilyröi 48. og 49. gr. skipulags- ogbyggingarlaganr. 73/1997.) - Nákvæm og öguö vinnubrögó., - Gott vald á íslcnskri tungu. Frekari upplýsingar um Reykjanesbæ em á veraldarvefnum www.mb.is. Hafið samband vió bæjarstjóra Ellert Eiríksson í síma 421 6700 / netfang: elIert.eiriksson@mb.is Umsóknarfrestur er til og meó 26. apríl n.k. Vakln erathygliá að starfið hentar jafnt konuin scm körlum. Bæjarstjóri REYKJANESBÆR TJARNARGÖTU 12 - 230 KEFLAVÍK V íkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.