Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.04.1999, Blaðsíða 15
„Nú er kjöt á borðum og þá koma karlmenn að borð- Sigurður Ingi- mundarson þjálf- ari Keflvíkinga „Við töpuðum leiknum og það verður að hafa það. Við náðum aldrei takti í leiknum og því fór sem fór en tap á útivelli er ekki óalgengt f úrslitakeppni og þau eiga eftir að verða fleiri. Síðustu vill- umar á Damon voru mjög vafasamar þótt ekki sé meira sagt en dómaramir töpuðu ekki leiknum . Nú er karl- mannsslagur framundan, kjöt á borðum og þá koma karl- menn að borðum. Körfuknatt- leiksunnendur Reykjanesbæj- ar eiga tvö bestu lið landsins og fá nú úr því skorið hvort liðið er betra.“ „Nú ríður á stuðningi úr stúkunni“ Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvík- inga sagði sig og sína slaka að þessu sinni eins og Njarðvíkinga í síðasta leik. „Við gerðum ekki það sem við eigum að gera og fyrir okkur var lagt em tap er bara tap hvort sem stigin eru mörg eða fá sem skilja liðin að. Nú er spennan í hámarki og getur ekki orðið meiri.Nú ríður á stuðningi úr stúkunni og við komum ekki til með að valda þeim vonbrigðum.11 „Ekkert annað í spilunum en Islandsmeistaratitill" Friðrik Rúnars- son þjálfari Njarðvíkinga var ánægður í leiks- lok þótt röddin væri farin að gefa sig. „Menn voru allt ann- að en sáttir eftir sfðasta leik og skoðuðu sjálfan sig niður í kjölinn. Sjálfsskoðunin gerði leikmönnum gott og uppsker- an eftir því. Nú er ekkert ann- að í spilunum en að við ætlum að verða Islandsmeistarar á fimmtudaginn. Innrásin er frá Njarðvík og henni er ekki lok- ið.“ „Skömmin frá síðasta leik í Keflavík ekki endurtekin Frikki Ragnars- son fyrirliði sagði Njarðvík- inga koma til sigra á fimmtu- daginn. „Við ætum tilbúnir til leiks og það verður engin endurtekn- ing á skömminni um daginn. I kvöld mættum við tilbúnir enda með bakið upp við vegg og sigurinn verðskuldaður. Staðan hefur ekkert breyst og nú er þetta er spuming um allt eða ekkert fyrir bæði liðin. Fermingarbörn 1959 Takið eftir Vegna ófyrirsjáanlegra atvika hefur dagskrá 40 ára fermingarhátíðar 1945 kynslódarinnar tekið eftir- farandi breytingum. Að lokinni helgi- stund í Keflavíkurkirkju verður haldið f Safnaðarheimilið í Innri-Njardvík í stað golfskálans í Leiru og þar fag- nað þessum tímamótum. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Oddnýju Mattadóttur í síma 421 2474. Atvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk til sumarafleysinga (með möguleika á áframhaldandi vinnu) hjá Kynnisferðum í Leifsstöð, undir 20 ára kemur ekki til greina. Viðkomandi þarf að hafa góða samkiptahæfileika og þjónustulund ásamt góðri tungumálakunnáttu. Umsóknir sem tilgreina aldur, tungumálakunnáttu og fyrri störf leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta fyrir 28. apríl merkt „Kynnisferðir" íþrottahúsið í Keflavík? Hreinn úrslitaleikur um íslandsbikarinn á morgun uppáhellingarskylda vinnustaðarins verður lögð á vogarskálarnar því aðeins eitt lið stendur uppi sem sig- urvegari, aöeins eitt lið stendur eftir sem sigurvegari. Bestu liðum landsins í körfuknatt- leik hefur nú tekist að skapa aðstæð- ur fyrir eftirminnilegasta úrslitaleik Islandsmóts í langan tíma. Bæði lið unnu stórsigra á heimavelli í vik- unni og annað kvöld kemur í Ijós hvort liðið verður skráð í sögubæk- urnar við ártalið 2000. Staðan í ein- víginu er nú 2-2 og ekkert svigrúm til einbeitingarleysis og taugaó- styrks. Nú veröur engum stætt í skugganum lengur og yfirlýsingum um að aðalatriðið sé að titillinn endi í Reykjanesbæ tekið sem hugleysi til afstöðu. íbúar bæjarins mæta loks til leiks með hjartað á réttum stað og skal þakinu lyft af íþróttahúsinu á Sunnubraut með ópum, öskrum og fagnaðarlátum. Innanbæjargor- geirinn, sigurvissan fyrir hönd síns liðs, montréttur sumarsins og kaffi- Leikirnir í hnotskurn Leikur 1: Bæði lið tilbúin til leiks en einbeiting Njarðvík- inga í allar 40 mínúturnar tryggði 79-89 sigur á útivelli. Ovænt forysta fengin á úti- velli 0-1 Leikur 2: Mest spennandi leikur úrslitanna hingað til. Keflvíkingar höfðu undirtök- in en þrautseigja Njarðvík- inga fleytti leiknum í fram- lengingu en þar stöðvuðu Keflvíkingar þá og jöfnuðu metin 1-1 með 90-98 sigri. Leikur 3: Keflvíkingar rass- skelltu Njarðvíkinga frá fyrstu mínútu til þeirra síð- ustu og margir töldu Keflvík- inga hafa brotið vilja Njarð- víkinga á bak aftur 108-90. Staðan 2-1. Leikur 4: Vangaveltur um hjarta Njarðvíkingar settar upp í hillu því þeir svöruðu rassskellinum með öruggum sigri 91-72 fyrir gjörsamlega yfirfullu húsi í Njarðvíkun- um. Jafnt 2-2. Y íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.