Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.04.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 29.04.1999, Blaðsíða 10
Guðmundur Kjartansson Alvönu lesning! Blaðinu hefur borist eintak af bókinni „Allt sem karlnicnn vita um konur“ eftir (luðmund Kjartansson endurskoðanda. I bók- inni miðlar (iuðmundur af áralangri reynslu sinni. Gagnrýnendur fara lof- samlegum orðum um bókin ni.a. segir Hall- grímur T „Hókin var bók- staflega límd við mig, gat ekki með nokkru móti fcu'liíienn vitn iuii koiHir lagt hana frá mér“ og Jónína sjálf segir uin bók- ina „Kvennafræðari fyrir karla". Hér er greinilega á ferö- inni bók sem engin sann- ur karlmaöur ætti að láta ólesna. Höfundur mun gcfa eign handar áritun í safnaðarhcimilinu Innri Njarðvík föstudaginn 30 apríl eftir kl 20:00. Útgáfan KI’. REYKJANESBÆR Leikskólafulltrúi Stada leikskólafulltrúa Reykjanes- bæjar er laus til umsóknar sbr. 7 7. gr. laga nr. 78/1994. Starfssvið: Leikskólafulltrúi hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi og rekstri leikskóla, sinnir ráðgjöf og stuðlar að samstarfi leikskóla bæjarins innbyrðis. Menntun: Leikskólafulltrúi skal hafa leikskólakennaramenntun. Stjórnsýsla: Leikskólafulltrúi starfar á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar og næsti yfirmaður er skólamála- stjóri. Laun eru skv. kjarasamningi Félags ísl. Leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. • • • Allar nánari upplýsingar veitir skólamálastjóri Eiríkur Hermanns- son í síma 421 6700. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu bæjar- stjóra eigi síðar en mánudaginn 17. maí 1999, póstáritun: Tjarnargata 12, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Bæjarstjóri r TONLEIKAR KARLA- KÓRS KEFLAVÍKUR Karlakór Keflavíkur, sem verður 45 ára á ár- inu, hefur tónleikahald ársins í Grindavíkur- kirkju 2. maí kl. 20:30. Tónleikar verða síðan í Njarðvíkurkirkju 4, 6 og 11. maí kl. 20:30 og í Fella og Hólakirkju þann 9. maí kl. 17:30. Flutt verða hefðbundin karlakóralög, óperukóralög og dægurlög, íslensk sem er- lend, undir stjóm Vilbergs Viggósonar. Und- irleikarar em Agota Joó, Asgeir Gunnarsson á harmonikku og Þórólfur Þórsson á bassa. Einsöngvarar eru Steinn Erlingsson barinton og Guðbjörn Guðbjömsson tenór en hann hefur raddæft kórinn á þessu ári. VERÐIIR KUOTfl- KERFINU BREYTT? Hér fyrrum tengdu kjósendur Framsókn- arflokkinn einkum troðjúgra kúm er fetuðu traðirnar heim til bæja þar sem fornar hetju- sögur af Hriflu-Jónasi runnu ofaní bændur og búalið með spenvolgri nýmjólkinni. En nú er kveðinn annar óður. Engir ku nú draga þorska úr sjó með hagkvæmari hætti en Framsóknarmenn enda trúa þeir þvf að árgæska fyrir tilstilli kvótakerfisins sé nú meiri til lands og sjávar en áður hafi þekkst. Því er það að mér finnst að höggvi nú sá er hlífa skyldi er Hjálmar Amason skrifar grein í Suðumesjafréttum undir fyrirsögninni “Kvótakerfinu verður breytt.” Að vísu finnst lesanda að fyrirsögnin boði kannski ekki stórtíðindi því höfundur segir í upphafi að á kvótakerfmu hafi þegar verið gerður tugur breytinga. Hitt er öllu merkilegra að samkvæmt skoðun Hjálmars hefur umræddur tugur breyt- inga allur verið til þess gerður að skapa um kvótakerfið sátt. Afleiðingar þessarar sátta- gerðar em þær að í öllum kjördæmum landsins kraumar óánægja og nú hefur verið stofnaður flokkur til höfuðs þessari kvótakerfisómynd. En sem betur fer er það svo að þegar gjörvallur landslýður liggur meinvilltur myrkrunum í er ennþá von spámanna. Og Hjálmar segir í grein sinni: Kjami málsins er sá að ríkissjóður, fólkið í landinu, fái hagnaðinn af verslun með heimildimar einar og sér.” Nú var það svo að þegar kvótakerfið var sett var tilgangurinn ekki sá að skapa tekjustofn fyrir ríkið heldur að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna. Framkvæmd kerf- isins hefur hinsvegar klúðrast með þeim hætti að menn hafa neyðst til þess að kasta sífellt stærri hluta af veiddum þorski. Allir þeir er til þekkja vita að fiski sem drepst í netum er kastað, þorski sem er undir þrem til fjórum kílóum er kastað, sé þorskvóti uppurinn er öllum þorski kast- að. Brottkast afla leiðir augljóslega til jress að lan- daður afli, sem er grundvöllur útreikninga, er önnur stærð en veiddur fiskur. Brottkast afia skekkir því ekki aðeins alla útreikninga heldu er hann einnig siðlaus sóun verðmæta. Þessi sóun hverfur ekki þótt nú, kortéri fyrir kosningar, sé boðuð skattheimta af þeim milljarðahagnaði sem kvóta- eigendum hefur verið gefinn undanfarin ár. Hjálmar Amason segir um Samfylkinguna að erfitt sé að vita hver ræður för tals- maðurinn Margrét eða stjóm- armaður Granda, Agúst Einarsson.” Um hitt blandast engum hugur liver ræður för í Framsóknarflokknum Halldór Asgrímsson formaður og kvótaeigandi eða Hjálmar Ámason. Sigríður Jöhannesdóttir alþingismaður. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.