Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.05.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 20.05.1999, Blaðsíða 11
Háseyla 11 í Innri Njarðvík. Guðmundur Eeorg Jónsson svaraði auglýsingu í Víkurfréttum í lok mars á þessu ári. Hann leigði Róbert Guðmundssyni og Svölu Breiðfjörð Arnardóttur íbúðina. Fljótlega eftir að þau fluttu inn hófst atburðarás sem annars vegar Guðmundur Georg lýsir í viðtali hér í opnunni og Róbertog Svala Breiðfjörð lýsa sinni hlið hinsvegar. Heilbrigðisstofn un Suðurnesja Atvinna Róbert Guðmundsson, leigjandi að Haseylu 11: „Stöndum í skilum ng höfum ehkert gert af nkkur" Hin hliðin á húsaieigu- málinu að Hásevlu 11 hefur ekki verið sögð enn. Þar býr Svala lireiðfjörð Arnardóttir, börn hennar Leifur (9 ára) og Eva Rut (7 ára), ásamt sambýlis- manni sínum Róberti Guð- mundssyni. Róbert sagði farir sinar ekki sléttar af við- skiptunum við luiseigand- ann, Guðmund Georg. „Við auglýstum eftir húsnæði í VF og á fleiri stöðum þegar við sáum fram á að missa Gmnd í Garðinum. Guðmund- ur hringdi og við fórum og hittum hann. Honum leyst ágætlega á og gaf okkur leyfi til að flytja samstundis inn í húsið. Við greiddum 180 þús- und fyrirfram og gerður var húsaleigusamningur og munn- legt leyfi fengið fyrir hundun- um okkar. Guðmundur vildi ekki gefa okkur nótu. Síðan fer hann að ofsækja okkur með offorsi og vill koma okk- ur út. Við emm með samning, stöndum í skilum, og höfum ekkert gert af okkur.“ Reyndi að éta húsaleigusamninginn Nokkmm dögum síðar þá kom Guðmundur alveg óður og vildi fá okkur út úr húsinu. Honum höfðu þá borist til eyma einhverjar Ijótar kjafta- sögur um okkur og sagði mig vera dópsala og versta fúl- menni. Þegar Svala sýndi hon- um gerðan húsaleigusamning þá reif hann samninginn úr höndum hennar og byrjaði að rífa hann niður og éta hann. Eg stökk til og greip í hendina á honum og Svala náði samn- ingnum, rifnum og tættum af honum aftur.“ Sigaði á okkur tveimur vopn- uðum mönnum og löggan hló „Næst sendir hann til okkar tvo menn og var annar bróðir Guðmundar. Þeir höfðu í hót- unum og sögðu okkur á leið út úr húsinu, strax. Þegar ég reyndi að loka dyrunum setti annar þeirra fótinn í dyrastaf- inn en hinn sýndi mér Stun- Gun (raflostsbyssu) sem hann var með. Okkur stórbrá enda stórhættulegt vopn á ferð. Svala hringdi [regar á lögregl- una. Við óttuðumst um heilsu og h'f tjölskyldunnar en bæði bömin voru heima. Þegar lög- réglan loks kom á staðinn gerðu þeir ekkert og leyfðu mönnunum að fara með byss- una eftir að hafa rætt lengi við þá. Lögreglumennirnir fóru síðan hlæjandi burt.“ Verndari fjölskyldunnar og sveðjan „Svala varð svo hrædd að hún fékk mann úr Reykjavík til að koma og gista hjá okkur í nokkra daga. Hann sýndi Guð- mundi japanskt Samurai sverð sem hékk hér upp á vegg. Þessi maður er ekki árennileg- ur og þeir Guðmundur sömdu um að Svölu yrði gefinn ein- hver tími til að leita að öðnt húsnæði en ég yrði að fara strax. Sverðið hvarf síðan um leið og lögreglan fór að spyrj- ast fyrir um það.“ Fjölskvldan í upplausn „Þetta hefur haft mikil áhrif á Svölu en hún er fædd með hjartagalla og er 75% öry'rki. Eg er sjálfur 75% öryrki vegna bakmeiðsla í æsku. Eg elska Svölu, hún er eina konan sem ég hef átt í raunverulegu sam- bandi við og þetta fyrstu kynni mt'n af fjölskyldunlífi. Þegar upplausn komst á sambandið varð allt svart í mínum augum. Eg kvaddi mömmu og fór stefnulaust út að ganga. Mamnia hlýtur að hafa hringt á lögregluna því allt í einu var ég umktingdur Iögreglumönn- um úti í móa sunnan Reykj- ansbrautar, skammt frá Ramma hf. í Njarðvík.“ Mun kæra lögregluna fyrir ofbeldi „Lögreglan hélt mér í fang- elsisklefa án matar í meira en einn og hálfan sólarhring. Ég fékk með herkjum vatnssopa og það var ekki tekin af mér skýrsla. Þegar þeir opnuðu eitt sinn klefann sá ég móður rnína út um dymar og hljóp til henn- ar og bað hana að fara með mig þaðan. Þá réðust 4 lög- reglumenn á mig og köstuðu mér aftur inn í klefa þar sem þeir börðu mig með kylfum. Þegar ég losnaði fór ég strax á Heilbrigðisstofnun Suðumesja og varð mér úti um áverka- vottorð og liyggst ég kæra lög- regluna vegna þessa atburða.“ Syört fortíð fjötur um fót „Ég neita því ekki að ég var í mgli þegar ég var ungur. var dópsali frá 1982 til 1992, og hef gist á Litla-Hrauni hluta af lífí mínu. Ég sat þrisvar í fang- elsi í u.þ.b 2 ár. Ég hef þó aldrei verið dæmdur fyrir of- beldis- eða fíkniefnabrot held- ur auðgunarbrot. Þann 16. mars 1996, fyrir þremur ámm síðan, fór ég í meðferð og hef verið þurr síðan. Ég tel að jressi fortíð mín sé ástæða allra vandræðanna." A leið burt „Við erum á leiðinn burt af svæðinu og hef ég þegar eytt 70 þúsund krónum í auglýs- ingar hjá DV í leit að öðru húsnæði. Það er búið að gera okkur ókleyft að lifa eðlilegu lífi hér. Svala fluttist hingað suður til að komast úr óregl- unni á Reykjavíkursvæðinu og allt gekk vel upp þar til ég kom í spilið. Ég vona bara að sambandið þoli álagið því þessi fjölskylda er mér allt.“ Róbert og Svala féllust ekki á að mynd af þeim birtist með frásögninni. Laus er 60% staða vegna afleysinga vid býtibúr Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja nú þegar. Laun samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir mat- reiðslumaður í síma 422 0500. Reykjanesbæ 19. maí 1999. Framkvæmdastjóri. A tvinna Starfsfólk óskast í flökun, snyrtingu og pökkun. Áhugasamir vinsamlegast sendið inn nöfn og símanúmer ásamt upplýsingum um fyrri störf, á skrif- stofu Víkurfrétta merkt: „Flökun" Atvinna Matvælafyrirtæki ó Suðurnesjum óskar eftir sölumanni til sölu og dreifingar ó Stór- Reykjavíkursvæðinu ósamt Suðurnesjum. Þarfað hafa meirapróf og geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um fyrri störf og meðmæli berist ó skrifstofu Víkurfrétta merkt: „Matvælafyrirtæki" Atvinna Starfsfólk óskast á vaktir frá 14-18 virka daga og kvöld- og helgarvaktir. Upplýsingar á staðnum virka daga fyrir hádegi Pulsuvagninn Tjarnagötu 9 Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.