Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.05.1999, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.05.1999, Blaðsíða 12
Aðalfundur S.v.d. Þorbjörns og björgunar- sveitarinnar Þorbjörns verdur haldinn í Björgunarstödinni ad Seljabót 10, Grindavík, miðvikudaginn 26. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar hvattir til ad mæta og efla starfið. Stjórnin Jesús Kristur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Barna og fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúd og hlýhug vid útför módur og fósturmódur okkar, tengdamódur, ömmu og langömmu Júlíönu Gudrúnar Þorleifsdóttur Gardvangi, Gardi áður til heimilis að Móhúsum Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Gardvangs, Gardi fyrir góda umönnun. Fyrir hönd ættingja Þorleifur Matthíasson Gudrún Gudmundsdóttir Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúd og hlýhug vid andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdafödur, afa og langafa Magnúsar A. Guðnasonar áður til heimilis ad Hafnargötu 47, Keflavík Jón Ólafur Jónsson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Gudrún B. Magnúsdóttir, Einar Jónatansson, Finnur V. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn Bokasafnið lanaði 108 þúsund bækup 1998 Bókasafn Reykjanes- bæjar lánaði á síðasta ári hverjum bæjarbúa að meðaltali 10,33 bækur, 108 þúsund stk. samtals. Sex þúsund og fimm hundruð aðilar nýttu sér þjónustu Bókasafns Reykjanesbæjar á síðasta ári og sinnti, þrátt fyrir fáa starfsmenn, safnið jafn- framt á síðasta ári margskonar þjónustu og tengdist menn- ingar- og félagslíft bæjarbúa á fjölbreytilegan hátt auk sam- skipta við bókasöfn vinabæja. Oddný G. Harðardóttir aðstoðarskólameistari Fjórir aðilar sóttu um stöðu aðstoðarskólameistara Fjöl- brautarskóla Suðumesja. Um- sækjendur voru Björgvin R. Leifsson, Borgþór Amgríms- son, Oddný G. Harðardóttir og Sævar Tjörvason. Skóla- nefnd mælti með því, á fundi þann 4. maí sl„ að Oddný G. Harðardóttir yrði ráðin í stöð- una til 5 ára. Hundaleyfis- gjöld hækkuð um 20% Bæjarráð hefur samþykkt er- indi Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja um 20% hækkun hundaleyfisgjalda 1999. Vel- megunarhundalíf. Bergið ekkert öðruvísi Bæjarráð Reykjanesbæjar er sammála Skipulags- og bygg- ingamefnd um að gatnagerða- gjöld vegna bygginga á Berg- inu verði þau sömu og annars staðar í bænum. Fyrir lá er- indi Hjartar Eiríkssonar og Ólafs Eyjólfssonar um lækk- un þessar gjalda vegna bygg- ingarframkvæmda á Berginu. STAÐARDAGSKRA 21-1. GREIN MAL MALANNA? Ert þú einn af þeim sem hefur ekki hugleitt umhverfismál mikið og álítur að þau séu aðeins fyrir sérfræðinga og sérvitringa? I næstu tölublöð- um Víkurfrétta mun undirrit- aður rita stuttar greinar sem ætlað er að fræða lesendur lítillega um verkefni sem Reykjanesbær er þátttakandi í og heitir Staðardagskrá 21 (Local Agenda). Forsenda fyrir því að verkefnið heppnist er að fá sem flesta til þess að byija hugsa um umhverfi sitt í nýju ljósi. I lok sfðasta árs hóf 31 ís- lenskt sveitarfélag þátttöku í samstarfsverkefni umhverfis- ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð slíkrar dagskrár fyrir sveitarfélögin. Reykjanesbær er eitt fteirra og á síðari hluta vetrar var skipaður vinnuhóp- ur á vegum bæjaryfirvalda til jjess að stýra þátttöku Reykja- nesbæjar í verkefninu. í hon- um sitja auk undirritaðs bæj- arfulltrúamir Björk Guð- jónsdóttir og ÓlafurThord- ersen. En hvað er Staðar- dagskrá 21 ? Hér sé um að ræða áætlun um hvemig fbúar í Reykjanebæ ætla að lifa í sem bestu sambandi við umhverfi sitt í breiðum skiln- ingi á næstu öld. Áætlunin á að vera forskrift að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. lýsing á því livemig samfélagið ætlar að tryggja komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði ájörð- inni. Áætlunin snýst um að í framtíðinni nái maðurinn að njóti ávaxta jarðarinnar án |>ess að skemma hana þ.e. að hirða gulleggin en slátra ekki Gullhænunni, svo vitnað sé í ævintýrin. Hér skipta þættir eins og endurvinnsla og tak- mörkun mengunar miklu máli. Staðardagskrá 21 snýstekki eingöngu um umhverfismál heldur er henni einnig ætlað að taka tillit til efnahágslegra og félagslegra þátta. Eitt aðalatriðið í hugmyndafræð- inni er að umhverfismál verða aldrei slitin úr samhengi við aðra málaflokka heldur ber að skoða áhrif mannsins á um- hverfi sitt í víðu samhengi. Það er ekki mjög langt síðan að joeir, sem töluðu um umhverfismál, t.d. á Alþingi, voru af þorra fólks taldir furðulegir sérvitringar. Þessi hugsanagangur er nú sem betur fer að breytast mjög hratt. Langstærsti hluti stjóm- málamanna og annarra Is- lendinga gerir sér grein fyrir því að umhverfismál eru að verða mál málanna og einn mikilvægasti málaflokkur samtíðarinnar. Ef við gætum ekki að okkur mun manninum ekki verða vært í margar aldir í viðbót á Móður jörð og hvað stoðar þá að tala um heil- brigðismál, atvinnumál, menningu og listir? I næsta pistli mun ég gera nánari grein fyrir íslenska Staðardagskrárverkefninu, hvemig það er til komið og hvemig það hefur farið af stað hér hjá okkur f Reykjanesbæ. Áhugasömum er bent á heimasíðu verkefnins en hún er: www.samband.is/ dagskra21 TIMARIT VIKURFRETTA - ó sölustoó nólægt þér... í lok næstu viku! 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.