Víkurfréttir - 20.05.1999, Blaðsíða 18
Grindvíkingar þurf'tu 77
mínútur til að brjóta vörn
Njarðvíkinga á bak aftur og
trvggja sér Suðurnesjatitil-
inn í knattspvrnu 1999.
Grindvíkingum, seni voru
sterkari aðilinn í leiknum.
gekk erfiðlega að eiga við
þétta vörn heimamanna þar
til Sinisa Kecic skallaði bolt-
ann létt í möskvana 1-0.
Hæði lið hefja þátttöku sína
í íslandsmótinu í vikunni,
Grindvíkingar gegn Safa-
mýrarpiltum í kvöld og
Njarðvíkingar gegn GG
annað kvöld á Njarðvíkur-
vellinum.
Hart barist á grasinu í Njarövík!
ýM§Éj' *.s
400
Á myndinni til vinstri má sjá Óia Þór Magnússon, fyrrverandi Keflvíking, nú íNjarðvíkurbúning í
baráttu við einn Brindvíking. Á hinni myndinni vinna Grindvikingar boltann eftir sókn UMFN.
Hjálmar Hallgrímsson, fyrirlidi Grindvíkinga tók við
Suðurnesjabikarnum úr hendi Leifs Gunnlaugssonar, for-
manns knattspyrnudeildar Njarðvíkur.
Myndlistarsýning
að Hafnargötu 2
Ormur Guðjón Ormsson opnar
myndverkasýningu að Hafnar-
götu 2 nk. föstudag kl. 14. Um
óvenjulega sýningu er að ræða
því Guöjón hefur fegnist við
uppfinningar í fjölda ára og á
því í fórum sínum ógrynni
teikninga sem lokaðar höfðu
verið ofan í skúffum en koma
nú almenningi fyrir sjónir, inn-
rammaðar uppi á vegg. Þetta
mun ekki hafa verið gert áður
og því nú kjörið tækifæri til að
skyggnast inn í hugarheim hug-
vitsmanns og berja augum það
sem hann hefur dundað við um
dagana. Þarna verða einnig til
sýnis olíumálverk, pastel- og
vatnslitamyndir eftir Guðjón.
Guðjón var nýlega gerður að
heiðursfélaga Landsambands
Islenskra Hugvitsmanna ásamt
félaga sínum Jóhannesi Páls-
syni. Fulltrúar úr stjóm Lands-
sambandsins mæta við opnun-
ina og að sjálfsögðu eru allir
sem áhuga hafa á að lieiðra ís-
lenskt hugvit með nærveru
sinni mjög velkontnir.
Sýningin verður opin frá kl. 14
til kl. 22 alla daga, nema Hvíta-
sunnudag, til 1. júní nk.
Falur og Helgi Jónas stiga-
hæstir í sigri íslands
Islenska landsliðið t
körfuknattleik lagði Kýpur
74-69 í fyrsta leik und-
ankeppni EM í borginni
Spisska Nova Ves í Slóveníu.
Okkar menn náðu undirtök-
unum um miðjan fyrri hálf-
leik og gengu til leikhlés með
8 stiga forystu 38-30. Stiga-
hæstir voru Helgi Jónas Guð-
finnsson og Falur Harðarson
nteðl8 stig hvor og Herbert
Amarson skoraði 16. í kvöld
er leikið gegn Wales, á morg-
un gegn Hvít-Rússum, á laug-
ardag gegn Slóvakíu og á
sunnudag gegn Rúmenum.
Forvitnum er bent á netfang
FIBA (http://www.fiba.com)
Iþrótta og leikjaskóli
KEFLAVÍKUR
Óskum eftir starfsfólki frá 31. maí
til 16. júlí í hálft starf eftir hádegi.
Leitað er að hressu fólki í góðu
formi sem á auðvelt með að umgan-
gast börn, helst eldri en
20. ára. Nánari upplýsingar veitir
Einar í síma 421 3044 og 897 5204
BURflfi
önn fædd í maí
Það hefur veriö rólegt á
fæðinardeild Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja að
undanförnu en sjö börn
hafa fæðst í maímánuði.
■ Angela Marina Barbedo
Amaro og Sigmar Rafnsson,
Brekkustíg 29, Njarðvík
eignuðust son 4. maí sl. Hann
var 3300 gr. og 54 sm.
■ Ragna Dögg Ólafsdóttir og
Óli Stefán Floventsson,
Heiðarhrauni 30, Grindavík
eignuðust son 4. maí sl. Hann
var 4460 gr. og 54 sm.
■ Kolbrún Svala Júlíusdóttir
og Friðrik Þór Konráðsson,
Vesturbraut 6, Keflavík
eignuðust son 5. mai sl. Hann
var 3100 gr. og 49 sm.
■ Zorica Janicijevic Cherif
og Abderaouf Cherif, Víkur-
braut 36, Grindavík, eignuð-
ust son 8. maí sl. Hann var
3020 gr. og 46 sm.
■ Steinunn Aðalsteinsdóttir
og Vikar Karl Sigurjónsson,
Vatnsholti 3, Keflavík,
eignuðust dóttur 8. maí sl.
Hún var 3480 gr. og 52 sm.
■ Halldóra Björk Guðmunds-
dóttir og Sveinn Ingi Þórar-
insson, Vatnsholti 3, Keflavík,
eignuðust stúlkubam 8. maí
sl. Hún var 3890 gr. og 54 sm.
■ Helga Jónína
Guðmundsdóttir og Magnús
Ingi Jónsson, Garðbraut 70,
Garði eignuðust son 10. maí.
Hann var 2740 gr. og 48 sm.
Grindvíkingar Suðurnesjameistarar
18
Víkurfréttir