Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 24.06.1999, Page 10

Víkurfréttir - 24.06.1999, Page 10
Raðauglýsingar KEFLAVIK Ifrióttar oy untfMetufaúéíay Sundnámskeið Innritun á seinna sundnámskeið Sunddeildar Keflavíkur sem hefst 28. júní - 16. júlí fer fram fimmtudaginn 24. júní og föstu- daginn 25. júní frá kl. 18-20 í K - húsinu, Sunnubraut 32. Upplýsingar í síma 893 1895 allan daginn og 421 4389 eftir kl. 19. Stjórnin A tvinna Vanir byggingaverkamenn óskast til starfa á Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar gefnar í síma 425 7801. Istak hf. Keflavíkurflugvelli REYKJ ANESBÆR Atvinna Vantar starfskrafta í tímabundið starf við Upplýsingamiðstöð ferða- manna í Leifsstöð. Vinnutími frá 06.00 til 10.00 fimm daga í viku og einnig f vaktavinnu vegna sumarafleysinga Góð enskukunnátta og norður- landamál skilyrði. Önnur tungumál til viðbótar er kostur. Upplýsingar á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu, Johan D. Hafnargötu 57 eða í síma 421 6760 Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar Hafnargötu 57 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Framkvæmdir í Reykjanesbæ fyrir Framkvæmdir við Heiðarskðla ganga vél og er áætiað að hann opni á tilsettum tíma síðustu vikuna í ágúst. 2,3 milljarða Gríðarleg framkvæmdagleði einkennir Reykjanesbæ á þessa dagana og er Reykjanesbær sjálfur einn stærsti framkvæmdaaöilinn. VF tóku púlsinn á stöðu mála og ræddu við for- svarsmenn hinna ýmsu framkvæmda um áætlaðar kostnaðartölur. Reykjanesbær einn og sér stendur að framkvæmdum fyrir u.þ.b. einn milljarð sex hundruð sextíu og þrjár millj- ónir, Keflavíkurkirkja 220 milljónir og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 382 inilljónir. Revkjanesbær stendur sannarlega ekki með hend- ur í vösuin í framkvæmda- niálum þessa dagana. Hver stórframkvæmdin rekur aðra og bera Heiðarskóli og Fjölnota íþróttahús hæst. Auk Heiðarskóla er verið að semja um endurbætur á Myllubakkaskóla, Holta- skóla og Njarðvíkurskóla vegna einsetningar grunn- skólanna. Skúli Skúlason, formaður Stýrihóps um einsetningu grunnskóla Reykjanesbæj- ar, sagði að áætla mætti að um 1,2 milljörðum yrði var- ið til skólamál vegna ein- setningarinnar. „Það er alltaf vandasamt að stilla af verkefni hins opinbera og skynsamlegt getur verið að halda að sér höndum á meðan þensla er á almennum mark- að. Fyrir rúmu ári síðan var stefnan sett á að ljúka fram- kvæmdum vegna einsetning- arinnar á tveimur árum. Þetta viðamiklum framkvæmdum er ekki auðvelt að fresta þrátt fyrir mikla spennu á verktaka- markaðnum nú í sumar. Þá er viðbúið að strax 1. september dragi úr þessari spennu því þá lýkur ýmsum stórum verkefn- um. lnnan þessarar áætluðu heildartölu (1,2 milljarða) er fleira en byggingarkostnaður því einnig er um töluvert magn búnaðar að ræða, t.a.m. er gert ráð fyrir tölvu í flestar skólastofur auk lóðarfram- kvæmda. Einnig er áætlað u.þ.b. 10 milljónum til að bæta aðgengi fatlaðra að íþróttahúsi Njarðvíkurskóla. Þegar upp er staðið er æski- legt að skólamir fjórir verði sambærilegir, annað væri ósanngjarnt gagnvart fbúum bæjarins. Vegna langskipting- ar fara líka yngri nemendur í Holtaskóla og eldri í Myllu- bakkaskóla. Því fylgja eðli- lega kvaðir um um aðbúnað.“ Nú er þenslan í þjóðfélaginu mál málanna í dag. Hefði ekki verið ráð að fresta ein- setningu grunnskólanna þar til aðstæður breytast? „Skólamál eru, til lengri tíma litið, homsteinn hvers samfé- lags og það er mikilvægt að við séum með ömgg og metn- aðarfull áform í skólamálum. Það em mikilsvert þeim sem hér búa sem og þungviktar- mál í huga þeirra sem hingað vilja flytja. Án nokkurrar sér- stakrar spennu á vinnumark- aði stefiiir í að skortur verði á vinnuafli í Reykjanesbæ og staða skólamála hefur mikil áhrif á vilja fólks til að koma og búa hér. Þar að auki ber Reykjanesbæ lagaskylda til að ljúka einsetningu grunnskól- anna“ sagði Skúli Þ. Skúla- son. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.