Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 19
Til leigu Húsnæði Félogsbíó sem tekur um 400 monns í sæti, er til leigu fyrir stærri,sem smærri mannfagnaði. Hentugt fyrir fundarhöld, leiksýningar, söngleiki, myndlistarsýningar og margt fleira Upplýsingar gefnar / síma 896 0015 og 896 1766 Einsetningu lokið haustiö 2000 Nú í upphafi skólaárs hefur verið nokkuð um að fólk hringi í Ellert Eiríksson bæj- arstjóra Revkjanesbæjar til að spyrja út í yfirstandandi breytingar á skólum bæjar- ins. Eru skólarnir allir fullbún- ir? „Nei, það er verið að vinna í þeim öllum ennþá, en þeir em allir kennsluhæfir. Verið er að byggja við Myllubakkaskóla, í Holtaskóla er verið að ganga frá innandyra og nýtt nem- endamötuneyti í Njarðvíkur- skóla er að verða tilbúið. A næstunni verður jafnframt boðin út viðbygging við Njarðvíkurskóla. Lokafrá- gangur við nýja skólann okk- ar, Heiðarskóla, stendur yfir og það er veriða að endurbæta skólalóðir við alla skólana.” Hvenær lýkur þessuni framkvæmdum ? „Fyrsta semptember árið 2000 eiga allir grunnskólar Reykjanesbæjar að vera full- frágengnir og einsetnir. Það er stefna bæjaryfirvalda að þá verði þeir sambærilegir að gæðum en þeir verða aldrei allir eins. Eg bið foreldra, staifsmenn og nemendur að sýna þolinmæði og skilning þar til skólamir verða fullbún- ir.” Eru einhverjar sérstakar nýjungar á döfinni? „Þetta er í fyrsta skipti sem nemendamötuneyti er í öllum grunnskólum bæjarins og munu þau taka til starfa á næstu dögum.” Hvernig hefur gengið að fá iðnaðarmenn til starfa við skólana í sumar? „Það hefur gengið ótrúlega vel. Öll þau fyrirtæki og starfsmenn sem liafa komið að verki hafa lagt metnað sinn í vönduð vinnubrögð og að allar tímasetningar standist til að skólamir geti hafist á rétt- um tíma. Hið sama má segja um starfsmenn skólanna sem hafa lagt sig í framkróka til að þessi stóra breyting fari sem best fram. Eg vil nota tæki- færið og koma bestu þökkum á framfæri til þeirra aðila sem að þessum málum hafa kom- ið.” Atvinna Verslunin Miðbær óskar eftir starfskrafti eftir hádegi og á kvöldin. Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum Til leigu Húsnæðisnefnd Gerðahrepps auglýsir til leigu Eyjaholt 20 í Garði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps. Umsóknarfrestur ertil 73. september n.k. Húsnæðisnefnd Gerðahrepps Atvinna Starfsstúlka óskast í heilsdagsstarf í Veisluþjónustu Matarlystar. Upplýsingar gefnar á staðnum eftirhádegi MATARLYST SFjölbrautaskóli Suðurnesja Fundur með foreldrum/ forráðamönnum Fundur með foreldrum/ for- ráðamönnum nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður haldinn á sal skólans þriðjudaginn 7. september frá kl. 20:00 til 21:30. Fundinum er ætlað að veita upplýsingar til foreldra um starfsemi og skipulag skólans og svara spurningum sem kunna að vakna. Foreldrar/ forráðamenn nýnema eru sérstaklega hvattir til að mæta. Skólameistari. Skólastarfið í Reykjanesbæ: Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.