Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 7
Grindavíkurskóli: Auhln áhersla á skála og menntunarmál Holtaskóli: ðtrúlegt hve miklu hefur ver- ið áorkað Holtaskóli tók á þriðju- dagsmorgun í fyrsta sinn á móti nemendum yngri en 12 ára. Skólinn er einsetinn þrátt fyrir að ekki sé frantkvæmdum að fullu lokið. Nemendur í ár eru 406 talsins, kennarar 35, og nem- endur í fyrsta bekk 49. Jónína Guðmundsdóttir, að- stoðarskólastjóri, sagði Holta- skóla í raun heppilega hann- aðan fyrir nýtt hlutverk. „Holtaskóli hefur stundum verið stærri en þörf var á og er það heppilegt á þessum tíma- mótum. Enn er þó ýmsu ólok- ið og vantar t.d. heilmikinn stofnbúnað fyrir yngri nem- endur en eftir stendur að ótrú- legt er hve miklu hefur verið áorkað í sumar á stuttum tíma til breytingar á skólanum en ýmsu er þó ólokið enn og vantar t.d stofnbúnað fyrir yngri nemendur. Skipulag hússins veldur því að hægt er að aldurskipta nemendum í álmum skólans og byggðir hafa verið 2 nýir útgangar fyr- ir yngstu nemenduma, beint út á skólalóð þeirra. Þá er í skólanum mjög góð aðstaða til tónlistarkennslu.“ Hvernig hefur gengið að fá kennara til starfa? „Skólinn er að fullu mannaðar og eru nýir kennarar og leið- beinendur sjö talsins en auk þess kemur Álfheiður K. Jónsdóttir inn aftur eftir hlé. Nýju kennaramir eru Biyndís Björk Guðmundsdóttir, Fann- ar Ólafsson, Henning Magn- ússon, Hafdís Friðriksdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Lóa Geirsdóttir og Sigfríður Sig- urðardóttir, Vigdís Jóhanns- dóttir.“ Finnur þú fyrir viðhorfsbreyt- ingu gagnvart menntamálum hjá bæjaryfirvöldum og bæj- arbúum? „Mér finnst áhugi fólks hafi aukist og bæjaryfirvöld hafa sýnt metnað í gera aðbúnað skóla vel úr garði. Tilkoma Heiðarskóla hefur leitt til breyttra viðmiða í skólamál- um. Nú em starfandi 4 sams konar skólar í Reykjanesbæ. Það veldur samanburði á rek- stri og árangri hvers skóla fyr- ir sig, nokkuð sem ég tel vera af hinu góða. Starfsfólkið hér í Holtaskóla er mjög bjartsýnt og tilbúið til að takast á við ný verkefni.“ f Grunnskólanum í Grinda- vík verða um 385 nemend- ur í vetur, þar af 40 sem em að hefja skólagöngu í fyrs- ta skipti. Að sögn Gunnlaugs Dan Ölafssonar, skólastjóra, munu fimm af 20 bekkja- deildum skólans hefja nám eftir hádegi. „Á næsta skólaári er möguleiki á að skólinn verði einsetinn með því að tekin verði í notkun efri hæð nýrrar byggingar við skólann“ sagði Gunnlaugur. „Ráðnir voru fjórir nýir grunnskóla- kennarar, Dagný Erla Vil- bergsdóttir, Ema Lind Rögn- valdsdóttir, Kristín Björk Guðbjörnsdóttir, og Páll Er- lingsson og tveir leiðbeinend- ur, Sigríður Fjóla Benónýs- dóttir og Guðrún Guðrúnar- dóttir. Eg er bjartsýnn á næsta skólaár, skólinn hefur verið að eflast með markvissara starfl og aukin áhersla hefur verið lögð á skóla og menntunar- mál af hálfu bæjaryfirvalda. Fyrir þetta skólaár hefur námsráðgjafi verið ráðinn að skólanum í 50 % starf. og kennsluráðgjafi einnig í hluta- starf.“ Víkurfréttir 7 j

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.