Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 10
Landsbankinn og íslandspóstur í samstarf í Sandgerði Akveðið liefur verið að Landsbankinn og Islandspóstur hefji samstarf í nýju húsnæði Landsbankans í Sandgerði þegar líður á nóvembermánuð. Hið nýja húsnæði er staðsett að Suðurgötu 2-4 þar sem íslandspóstur er nú til húsa. Núverandi húsnæði Landsbankans er orðið gamalt og hentar illa iýrir nútí- ma bankastarfsemi auk þess sent húsið er á tveimur r hæðum. Miklar breytingarverða gerðar á hinu nýja húsnæði og verður húsnæðið hið glæsilegasta eftir breytingar, m.a. verður komið fyrir nýju afgreiðslu- kerfi, starfsmenn fá nýjan tölvubúnað auk þess sem allar innréttingar verða endumýjaðar. Með nýju at'greiðslu- kerfi minnkar pappírsnotkun, afgreiðsluhraði eykst og á sama tíma verður öryggið meira. Vegna endurbóta á hinu nýja húsnæði mun starfssemi íslandspóst flytjast tímabundið í núverandi húsnæði Landsbankans. Þetta mun gerast frá og með mánudeginum 25. október n.k. þar til að flutt verður í hið nýja húsnæði sem er áætlað mánudaginn 22. nóvember n.k. Viðskiptavinir beggja fyrirtækja eru beðnir velvirðin- gai' á jteiin óþægindum sem hugsanle- ga geta orðið vegna þess tímabundna ástands. Samstarf Landsbankans og Island- spósts verður með þeim hætti að öll almenn bankaþjónusta og póst- þjónusta verða á einum og sama stað. Landsbankinn og Islandspóstur vilja leggja áherslu á að enginn skerðing verður á þjónustu til viðskiptavina Landsbankans og Islandspósts. I I 1 I Bankaráðsfundur hjá Landsbankanum haldinn á Suðurnesjum: Landsbankinn í sókn Nýtt eignarhaldsfélag stofnað. Sérhæfir sig í hlutabréfaviðskiptum vegna skráningar lokaðra hlutafélaga á markaði eða samruna félaga Markaðshlutdeild Lands- bankans í innlánum hefur aukist úr 31 % í 34% undan- farin 3 ár eða um 1,6 milljarð króna og á sama tímabili hefur markaðshlutdeild Landsbankans í útlánum aukist úr 29% í 39%, á sama tíma og markaðshlutdeild helstu samkeppnisaðila í út- lánum hefur minnkað. „Landsbankinn á Suður- nesjumgegnir lykilhlutverki við íjármögnun atvinnulífs á svæðinu, enda em um 77% af útlánum til fyrirtækja”, sagði Viðar og benti á að styrkur Landsbankans á Suður- nesjum væri meiri íviðskip- tum við fyrirtæki en einstak- linga. En undanfarin misseri hefur bankinn unnið mark- visst að því að bæta þjónustu sína við einstaklinga og bjóða heildarlausnir í fjármála- þjónustu. A síðasta ári var kynnt heildarþjónusta fyrir einstaklinga, Vörðu- klúbburinn, skemmst er frá því að segja að þessi þjónusta hefur hitt í mark á Suður- nesjum sem og annars staðar.„Það sem viðskip- tavinum okkar hefur líkað hvað best við þessa þjónustu er að hún byggir á gagnkvæ- mu trausti, þar sem viðskipta- maðurinn veitir bankanum upplýsingar um tjárhagsstöðu sína og á móti byggir bank- inn lánaákvarðanir sínar á þeim, en ekki á tryggingum eins og ábyrgðarmönnum”, sagði Viðar. greinar á Suðurnesjum og möguleika Landsbankans til að taka þátt í atvinnuupp- byggingu á svæðinu. Lands- bankinn er þegar mikilvægur bakhjarl í atvinnulífinu á Suðurnesjum og viðskipta- banki margra sjávarútvegs- fyrirtækja á svæðinu, en Halldór kvað bankann reiðubúinn að koma að fjár- mögnun nýrra atvinnugreina. Þannig hefur bankinn stofnað sérstakt dótturfélag, Lands- bankann - Framtak hf„ sem mun sérhæfa sig í fjármögn- un nýrra atvinnugreina sem í mörgum tilvikum fellur ekki innan ramma hefðbundinnar tjármögnunar banka. Meðal annars vill Landsbankinn taka þátt í uppbyggingu á sviði orkunýtingar og heilsutengdrar ferðaþjónustu á Suðumesjum. Landsbankinn í sókn A kynningarfund- inum fór Viðar Þorkelsson Svæð- isstjóri á Suð- urnesjum yfir stöðu bankans og framtíðarhorfur. I máli hans kom fram að bankinn er í mikilli sókn á Suðurnesjum og máli sínu til stuðnings fór Viðar yfir mark- aðshlutdeild bankans í inn- og ú t 1 á n u m . Bankaráð Landsbanka ísl- ands hf. samþykkti á fundi sínum sem haldinn var á Suðurnesjum nýlega að stofna sérstakt dótturfélag, Landsbankann -Fjárfestingu hf. Félaginu er ætlað að hasla sér völl á sviði við- skipta með hlutabréf eða eignarhluta í lokuðum félögum, m.a. í tengslum við samruna fyrirtækja eða skráningu fyrirtækja á markað. A kynningarfundi bankans sem haldinn var í Stapanum í framhaldi af bankaráðsfundinum kom fram að ýmsir möguleikar eru taldir vera á þátttöku í slíkum verkefnum á Suður- nesjum, þar sem í hlut eiga lokuð fjölskyldufyrirtæki m.a. í sjávarútvegi sem gætu elfst mjög við skráningu á markaði. Bankaráðsmenn, bankastjóri og nokkrir af framkvæmda- stjórum bankans heimsóttu eftir bankaráðsfundinn ýmis fyrirtæki og skrifstofur sveitarfélaga á Suðumesjum. Meðal annars skoðaði Hall- dór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, fjölnota íþróttahúsið í fylgd með Ellerti Eiríkssyni bæjarstjóra og lagði einnig leið sína til Hitaveitu Suðumesja. Halldór J. Kristjánsson rakti í erindi sínu á kynningarfundi bankans í Stapanum þróun á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum jafnframt því sem hann gerði grein fyrir stöðu Landsbankans í ljósi hennar. Þá fjallaði hann enn- fremur um helstu atvinnu- Frá fundi Landsbankans íStapa. Nýr framkvæmdastjóri Bílabúðarinnar: Alhliða þjónusta fyrip bifpeiðaeigendup Bfiabúðin í Grófinni 8, keypti nýlega bifreiðaverkstæðið sem er í sama húsi og var áður í eigu Birgis Guðnasonar. Eig- endur þessa nýja hlutafélags, sem stofnað var f aprfi á þessu ári, eru Birgir Guðnason, Stapafell, Orka og Snorri Guðmundsson. Benjamín Is- aksson er nýráðinn fram- kvæmdastjóri verslunar og verkstæðis Bílabúðarinnar. Hann starfaði í mörg ár sem verslunarstjóri hjá KRAFT hf. sem er með umboð fyrir MAN vörubfia. Hraðari þjónusta Benjamín sagði að með því að kaupa verkstæðið þá gæti fyr- irtækið boðið upp á mun betri og hraðari þjónustu en áður. „Við erum með stóran og góðan lager og einnig getum við sérpantað varahluti úr bænum. Ef fólk kemur fyrir hádegi þá fær það hlutinn samdægurs”, sagði Benjamín og bætti við að þeir myndu leggja áherslu á bremsuvið- gerðir. Allt á sania stað Hann sagði að þjónustan væri einnig mun víðtækari heldur en áður því nú fengi fólk allt á sama stað; smurningu, vara- hluti og ýmislegt annað í bfi- inn auk þess sæju þeir um all- ar almennar bílaviðgerðir. „Við emm komnir með þjón- ustuumboð fyrir Suzuki, Bif- reiðar og Landbúnaðarvélar, Hondu og frá Bílabúð Benna”, sagði Benjamín. Fullkomið málningaborð I versluninnni er einnig full- komið málningaborð, og þar er hægt að láta blanda fyrir sig lökk í öllurn regnbogans lit- urn. Ef þess er óskað láta starfsmenn verslunarinnar lökkin á úðabrúsa fyrir við- skiptavini. Benjamín segir að bæjarbúa hafi tekið þessum breytingum vel og að fyrir- tækið sé á uppleið. Benjamin Isaksson, nýráðinn framkvæmdastjóri verslunar og verkstæðis Bíiabúðarinnar ásamt Guðna Pálssyni og Guðbjarti „Badda" Björnssyni íBílabúð. Að neðan eru startsmenn verk- tæðis, Bjarki Jónsson og Tómas Þórarinsson. H) Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.