Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 14
Tveir valkostir fyrir auglýsendur! - tvö blöð í næstu viku, miðvikudag og föstudag. Atvinna Sjúkraliðar - starfsfólk með reynlu í umönnun aldraðra Á sjúkradeild í Keflavík vantar sjúkraliða til afleysingastarfa. Á hjúkrunardeild aldraðra í Grindavík er laus föst staða og afleysingastöður í janúar 2000. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir í síma 422 0500, netfang erna@hss.is og Edda Bára Sigurbjörnsdóttir í síma 426 7600, netfang edda@hss.is (laun eru samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttafélags. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu H.S.S.) A tvinna Óskum eftir að ráða bókara. Um er að ræða fullt starfá skrifstofum fyrirtækisins í Njarðvík. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af bók- haldsstörfum. Góð vinnuaðstaða. Umsóknir sendist á skrifstofur Bakkavarar hf, Brekkustíg 22, Njarðvík, fyrir 26. október n.k. Bakkavör Atvinna Rafvirkja og nema vantar, mikil vinna. Æskilegt að nemi sé búin að Ijúka grunndeild rafiðnaðar. Upplýsingar í síma 421 5136 eða 863 3416 og 893 4023. Rafverkstæði IB, ehf. Forvarnir ofarlega á baugi Sveitarstjómarmenn á Suður- nesjum leggja áherslu á að halda áfram og auka samstarf á sviði forvama. Þetta kom fram í ályktun sem lögð var fram á aðalfundi SSS um síð- ustu helgi. Annars vegar fór fundurinn fram á að fá fjárveitingu fyrir 100% stöðugildi fíkniefna- lögreglumanns við Sýslu- mannsembættið í Keflavík og hins vegar fyrir 50% stöðu- gildi tollvarðar hjá Tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvelli. Vonandi eiga sveitarstjómar- menn á Suðumesjum eftir að fylgja þessu máli eftir. Hing- að til hafa sumir stjómmála- menn verið iðnir við að ræða um fíkniefnavandann, en á sama tíma er verið að skera niður fjármagn til löggæslu. Hvernig getur þetta tvennt farið saman? Ölvaður ökumaður á stolnum bíl Lögreglan í Keflavík fékk til- kynningu um ölvaðan öku- mann í Sandgerði s.l. föstu- dag. Maðurinn var fannst eft- ir nokkra leit og fór yfir í lög- reglubifreiðina til viðtals. Á meðan rann jeppinn, sem hann hafði ekið. mannlaus á stóra hurð hjá Haraldi Böðv- arssyni. Að upplýsingatöku lokinni kom í ljós að öku- maðurinn hafði tekið bifreið- ina ófrjálsri hendi og sjálfur var hann ökuréttindalaus, enda aðeins 16 ára gamall. Haft var samband við bama- verndaryfirvöld og eiganda bifreiðarinnar, sem kom að vörmu spori og sótti ökutæk- ið. Fleiri Grindvíkingar Það sem af er þessu ári hefur íbúum Grindavíkur fjölgað mikið. Aðfluttir umfram brottflutta eru 21 og með fæðingum og dauðsföllum nemur fjölgunin a.m.k. 40 manns. Þá hafa Grindvíking- ar í fyrsta skipti náð yfir 2200 manns, en í desember 1998 voru þeir 2172. Halla Har opnar sýn- ingu á Akranesi Halla Haraldsdóttir opnar sýn- ingu á mynd- og glerverkunt á Listasetrinu Kirkjuhvoli, Merkigerði 7 á Akranesi, þann 23.október. Sýningin verður opin alla daga, nema mánu- daga, til 7.nóvember, frá klukkan 15 til 18. Á sýningunni eru olíu-. akrýl- og vatnslitamyndir ásamt steindum glerverkum. Form verkanna eru bæði figurativ og fantasíur. Halla sækir við- fangsefni sín í náttúru Islands og fólk. Hörður Torfa heldur tónleika í Keflavík Næstkomandi laugardags- kvöld 23. október, verður Hörður Torfa með tónleika í sal Leikfélags Keflavíkur, Frumleikhúsinu að Vestur- braut 17. Tónleikamir hefjast klukkan 21:00. SECURITAS © Oryggisdcikl © Ræstinuardeild ©Tæknideild Atvinna Securitas tekur við þjónustu vegna farangurskerra í flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með 7. nóv. 1999. Þjónustustarf I boði er: Störf við umsjón með kerruskilum. Eftirlit með búnaði, minni háttar viðhald og umhirða. ýmis verkefni tengd aðkomu og þjónustu við flugstöðvargesti. Unnið verður á vöktum. Vinnutími frá kl. 06 til 7 7 og 15:30 til 19:30. Unnið í viku og frí í viku. Kröfur: Umsækjendur þurfa að geta axlað ábyrgð, unnið sjálf- stætt, vera vel agaðir og skipu- lagðir. áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, snyrti- mennsku og ríka þjónustulund. Hreint sakavottorð, bílpróf og almennt flekklaus ferill er skilyrði. Umsóknir: Ráðið verður í störfin sem fyrst. Upplýsingar eru veittar hjá starfsmannahaldi öryggisgæsludeildar, Síðumúla 23, sími 580 7000. Netfang: arie@securitas.is Hjá öryggisgæsludeild starfa um 100 starfsmerm við öryggisgæslu. Starfsmenn deildarinnar sinna staðbundinni gæslu, farandgæslu, verðmætaflutningum og rýrnunareftirliti ásamt margvíslegum sérverkefnum. Þeir eru sérþjálfaðir í fyrirbyggjandi eftirliti og að bregðast við hvers konar neyðartilvikum. Securitas er leiðandi fyrirtæki á sviði öryggisgæslu og öryggiskerfa, með alls um 150 starfsmenn 14 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.