Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 21.10.1999, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 21.10.1999, Qupperneq 18
Tölvumyndlist í Svarta pakkhúsinu Næstkoinandi laugardag opnar Ellert Grétarsson myndlis- tarsýningu í Svarta pakkhúsinu í Reykjanesbæ. Þar verða til sýnis myndverk sem Ellert hefur unnið með tölvutækni síðustu tvö árin. Hjónaball Hjónaklúbbur Suðurnesja verður með haustball í KK- sal, laugardaginn 23. október kl. 22. Grænir vinir leika fyrir dansi. Allir velkomnir. Miðar seldir við innganginn. Stjórnin. Iðnaðarhúsnæði til leigu Gott iðnaðarhúsnæði í Grófinni 6c til leigu. Mikil lofthæð. Laust strax. Langtímaleiga kemur til greina. Upplýsingar gefur Guðlaugur í Stuðlabergi, Hafnargötu 29 Keflavík. Karate Æfingar hefjast að nýju. Þjálfarar eru Gunnlaugur Sigurðsson og Þórarinn Ingi Ingason. Upplýsingar í síma 421 5578. 4 K ;W- Við erum með frábæra lausn sem virkar til að fækka aukakílóum fyrir aldamót. Bjóðum upp á einkastuðn- ing og hópa. Kynntu þér málið. Upplýsingar í síma 897 6304. Díana Keflavíkurverktakar hf.: 96% hluthafa á stolnfundi í gærhvöldi Stofnfundur Keflavíkur- verktaka hf. var hnldinn í veitingahúsinu Stapa í gærkvöldi. Mjög góð mæting var á fundinn, en 96% hluthafa mættu. Fundurinn er sögulegur í því tilliti að verið var að sameina fjögur aðildar- félög Keflavíkurverktaka í eitt ftórt fyrirtæki. Stjóm Keflavíkurverktaka hf. skipa þau Bragi Páls- son. Jóhann R. Benedikts- son, Einar Bjömsson, Guð- rún Jakobsdóttir og Sigurð- ur Guðmundsson. Þessir fimm einstaklingar fengu langflest atkvæði og var f raun önnur tveggja blokka sem bauð sig fram til stjómarkjörs. S'nngleiHurinn um Oliver , TtMisl í Kellavtk Missagt var í síðasta tölu- blaði að Elmar Eðvaldsson liafi fengið framfara- bikarinn hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Rétt er að Elmar prúðmennskuverð- launin en Rúnar Oli Einars- son fékk framfaraverð- launin en hann er á mynd hér að ofan. Söngleikurinn Óliver verður frumsýndur í Frumleikhús- inu í Keflavík þann 30.októ- ber nk. Verkið er byggt á sögu enska rithöfundarins, Charles Dickens, um ógæfu- piltinn Óliver Twist. Tinna Kristjánsdúttir, 15 ára gömul Keflavíkurniær, leikur aðal- hlutverkið, en hún hefur m.a. fórnað hárinu fyrir hlutverk- ið. Einar Órn Einarsson, org- anisti í Ketlavíkurkirkju, er tónlistarstjóri og spilar undir á píanó í sýningunni. Leikstjóri í tuttugu ár Þröstur Guðbjartsson, leikstjóri, hefur leikstýrt fjölda leikhópa víða um landið undanfarin tutt- ugu ár. Hann býr í Reykjavík og keyrir daglega til Keflavíkur. Hann segir að honum finnist það gott fyrirkomulag því hann verði stundum svolítið þreyttur á að búa í ferðatösku einhvers- staðar á Austfjörðum. Þröstur hefur einnig leikstýrt sýningum í Borgarleikhúsinu, Þjóðleik- húsinu og hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Fyrir fjórum árurn síðan setti hann upp Stræti, hjá Leik- félagi Keflavíkur. Æfingar ganga vel Ahugafólk af Suðurnesjum á öllum aldri tekur þátt í sýning- unni, í leikhópnum má m.a. finna mæðgur og systur. Yngra fólkið hefúr flest tekið þátt áður í uppfærslu hjá leikfélaginu áður en eldra fólkið er kjaminn sem hefur verið rnjög virkt í leikhúslífinu undanfarin ár. Fólk leggur hart að sér við æf- ingar, sem hefjast dag hvern klukkan 17 og lýkur rétt fyrir miðnætti. Allir sem vinna við sýninguna hafa greinilega mjög gaman af því sem þeir eru að gera, og telja ekki eftir sér stundimar sem fara í æfingar. „Æfingar hafa gengið mjög vel og allir em búnir að læra lögin sín. Flestir leikaramir fara með tvö til þrjú hlutverk, svo að þetta er töluvert mikið að læra". sagði Þröstur. Miðasala hafin „Bæjarbúar eru þegar famir að panta miða og við ætlum að sýna þetta eins lengi og fólk kemur á sýninguna”, sagði Þröstur. En hvernig sýning verður þetta? „Eg læt sviðs- myndina vera svolítið hráa og stærstu senurnar verða inní þjófabælinu hjá Feyki. Ég reyni líka að draga fram kómíkina, en margir karakterar í sýningunni eru mjög fyndnir”. sagði Þröst- ur Ung aðalleikkona Tinna Kristjánsdóttir, 15 ára nemandi í Heiðarskóla, leikur Óliver. Þó hún sé ung að ámm þá er hún enginn byrjandi í leik- listinni. Hún hefur tekið þátt í tveimur uppfærslum, Bestu sjoppunni í bænum og Litlu stúlkunni með eldspýtumar. Hún var með sítt hár en rakaði það allt af til að líkjast Óliver meira. Sérðu ekki eftir hárinu? Nei, það vex aftur svo er líka þægilegt að vera með svona lít- ið hár, þá þarf ég ekki að greiða mér áður en ég fer f skólann”, sagði Tinna og strýkur sér um kollinn . Tinnu finnst alveg rosalega gaman að leika en er samt ekki viss um hvort hún ætli að verða leikkona. Hún segir að nú gangi skólinn alveg fyrir, en stundum sé erfitt að komast yfir heima- lærdóminn áður en hún á að vera mætt á æfingar. 77/ sölu Iðnaðar eða geymsluhúsnæði í byggingu að Grófinni 6a, ekið inn frá Bergvegi, skammt frá smábátahjöfninni. Stærð eininga er frá 85-95m2. Nánari upplýsingar í síma 421 4271 eða 421 1746 18 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.