Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 2
FRETTI
I
3% launa-
hækkanir
hjá VSFK
Bæjarráð Reykjanesbæjar
undirritaði 29. desember
samkomulag við Verkalýðs-
og sjómannafélag Ketlavík-
ur og nágrennis um breyt-
ingar á gildandi kjarasamn-
ingum frá 23.apríl 1997.
Núverandi samkomulag
kveður á um að I. janúar
árið 2000 eigi öll laun að
hækka um 3%. Þessi samn-
ingur gildir til l.nóveinber
2000 og er óuppsegjanlegur.
Fyrstabam ársins
á Suðumesjum
Sverrir Karlsson og Guðlaug Vestmann eign-
uðust myndarlega dreng kl. 12:30 á nýársdag.
Drengurinn var 3280 gr. og 52 cm við fæð-
ingu. Þetta er fyrsta barn ársins á
Suðurnesjum og þriðja barnið sem fæddist á
íslandi árið 2000.
HVERJIR ERU BESTIR?
Fimm bestu leikmennirnir í hálfleik
Tölulegar staðreyndir skipa háan sess í körfuknattleik og flest allt
mat á leikmönnum byggt á tölulegum staðreyndum. Hérlendis van-
tar enn töluvert upp á að hægt sé að nýta sér annars góðan vef KKI
í þessum efnum en Körfuknattleikssamband Islands sér um söfnun
slíkra staðreynda. Víkurfréttir ætla þó að gera sér þessar upplýsin-
gar að góðu og útnefna fimm íslenska leikmenn, einn leikstjóman-
da, tvo bakverði og tvo framherja sem bestu leikmenn tímabilsins
það sem af er. Þeir em:
Nafn:
Tómas Holton
ÓlafurJónOrmsson
Teitur Örlygsson
Jónatan James Bow
Guðm. Bragason
Brenton á toppnum
Grindvíkingurinn Brenton Binningham hefur að mati Víkurfrétta
leikið best allra leikmanna EPSON-deildarinnar það sem af er vetri
og styðja tölulegar upplýsingar KKÍ þá ákvörðun. Sauð-
kræklingurinn Shawn Myers getur þó einnig gert tilkall til titilsins
stig fráköst stoðs. stolnir mín. p. leik
15 4,1 7,6 33 34,9
17 12,0 3,0 2,0 37
15,8 3,2 3,0 1,8 30,8
18,6 6,2 (-) 3,4 33,2
18,6 11,5 (—) 1,3 34,7
i ;—) merkir ekki meðal 50 efstu
og þeir Clifton Bush (ísafirði) og Kim Lewis (Snæfelli) hafa leikið
afburðavel.
stig fráköst stoðsendingar stolnir
B. J. Birmingham 36,2 10,7 5,0 4,5
S. Myers 24,0 16,0 3,5 2,5
Clifton Buch 31,8 13,8 3,0 3,8
Kim Lewis 25,8 16,5 5,2 5,2
Fimmta hæsta meðaltal frá upphafi
Ef Brenton Birmingham heldur áfram að skora jafnhratt á seinni
hluta tímabilsins endar hann í fimmta sæti þeirra leikmanna sem
flest stig hafa skorað að meðaltali. Allir stigahæstu leikmennimir
hafa verið Bandaríkjamenn. Aðeins einn þeirra eignaðist
íslandsmeistaratitil á því tímabili sem um ræðir, Njarðvíkingurinn
Danny Shouse, sem leiddi Njarðvíkinga í fyrsta sinn til fyrirheitna
landsins síðan ÍKF var og hét.
Lið Tímabil Meðaltal
1. JoeWright Breiðablik 1993 46,6
2. Franc Booker ÍR 1991 43,2
3. Danny Shouse UMFN 1981 40,0
4. StewaitJohnson KR 1983 38,2
5. Brenton Joe Birmingham UMFG 2000 36,2
Landi gerður
upptækur
Fjórir piltar á aldrinum 16-20
vom handteknir í Reykjanesbæ
30.desember s.l. eftir að lög-
reglan hafði fundið fjóra lítra
af landa í bifreið þeirra. Pilt-
amir voru handteknir og yfir-
heyrðir og viðurkenndu að
hafa orðið sér úti um landann í
höfðuborginni. Málið telst upp-
lýst.
Róleg
áramót
Mikið var um ölvun um ára-
mótin. Lögreglan fékk tilkynn-
ingar um pústra og minniháttar
líkamsárásir, rúðubrot og
nokkra smá bruna. Aramóta-
dansleikir í byggðalaginu
gengu einnig vel fyrir sig.
Lögreglan sagði að áramótin
að þessu sinni hafi verið
óvenju róleg miðað við oft
áður.
Rétti tíminn fyrir breytingar?
Bandaríkjamaðurinn Chianti
Roberts gerir ekki annað en
að sækja föggur sínar og
kvcðja Keflvíkinga á þessari
öld því stjórn kkd. Kefla-
víkur ákváð að segja upp
samningnum við pilt og ráða
í hans stað Jason nokkurn
Smith. Chianti skoraði 14
stig, tók 11 fráköst, átti 3,5
stoðsendingar og stal 4,0 bolt-
um (þriðji hæstur) að meðal-
tali hjá Kcflavík og var m.a.
með bestu skotnýtingu í
EPSON-deildinni þegar tíma-
bilið var næstum hálfnað.
Ljóst var að Keflvíkingar
voru ekki ánægðir með stöðu
liðsins og ntörgum fannst
liöið vanta afgerandi skorara
en þar var veiki punkturinn í
annars traustri brynju
Chianti Robcrts.
Fjölhæfur með mikla
líkamlega hæfileika
Jason Smith er 23 ára blökku-
maður, rétt innan við tvo metra
á hæð og rúmlega 100 kíló.
Hann er frá Arkansas en lék
sinn háskólaferil með Ole
Mississippi. Smith þykir fjöl-
hæfur leikmaður og sérlega
sterkur í námunda við körfuna.
Af tölulegum staðreyndum má
þó lesa (aðeins fyrstu tvö
keppnistímabilin uppgefin) að
engin er hann þriggja stiga
skyttan (0-8 samtals) og víta-
nýtingin (48,5%) ekkert til að
kætast yfir heldur. Enginn er þó
öruggur með sendingar sínar í
námunda við pilt því hann
þykir þjófóttur með afbrigðum.
Upplýsingar um Smith er að
finna á veffanginu www.ole-
miss.edu/ sports/newmbb/-
1997/bios/smit.htm
Sameining
fraimnidan
Samkvæmt lieimildum Víkurfrétta eiga
(örráðamenn knatt.sp.vrniideilda Víðis í
Garði og Rcynis í Sandgerði í
viöræöum uni sameiningii liðanna lýrir
næsta tíinaliil.
Er iim að ræöa sameiningii 2. Ilokks, 1.
flokks og meistaraflokks. Ef að þessu
verður þykir líklegt að nýráðinn þjál-
fari Víðis. óinar .lóliannsspn, þjálli liðið.
Knattspyrnusamband íslands licfur
gefið liðuiium frest til 20. janúar
næstkomaiidi til að ná sumkomulagi
liyggist þau tefla li am samciginlegii liði
á næsta sumri.
r lftgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 4717, fax 421 2777
* Ritstjori: Páll Ketiisson, sími 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Báröarsen, sími 898 2222 hbb@vf.is
Blaöamaöur: Silja Dögg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jónas Franz Sigurjónsson franz@vf.is
FTÍTÍlrrrT1TT;t Auglýsingagerö: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is p, * ' x. ' i r -
Útlit, umbrot, litgreining og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Oddi hf. • otSII’SBn 111^313. V\f\A/W.Vl.lS