Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 11
ÞRETTÁNDINN ER í DAG! er heitt stelpunum..." Nei ársins: RöPið, súlan, stöngin Bæjarstjóm Reykjanesbæjar sagði nei, nei, nei, nei, ókei við vín- veitingaleyfí Jóns M. Harðarsonar fyrir „listdansklúbbinn“ Club Casino á síðari hluta ársins. Málið fór fyrir áfrýjunamefndir og að lokum varð vínveitingaleyfið í höfn. Nýjustu fréttir herma að Jón hafi selt staðinn til aðila úr Reykjavík. Hvað gerist nú????? Viðurkenning ársins: Er þetta njúpa? Rúnar Júlíusson var heiðraður undir árslok og honum veitt Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Við það tækifæri efndi Rúnar til mikilla tónleika í Frumleikhúsinu og verður aftur á fjölum Reykjaneshallarinnar um páskana... Brennugleði á þrettándanum Til stendur að kveikja í sex brennum á þrettándanum þann 6. janúar n.k. víðs vegar um Suðumesin. I Reykja- nesbæ verða tvær brennur, ofan við Iðvelli 3 og ofan við reiðveginn vestan Bragavalla. Bálið verður ten- drað kl. 20 á báðum stöðum. Þrett- ándabrennan í Höfnum er staðsett við björgunarsveitarhúsið og kveikt verður í henni kl. 20. Garðbúar em ekki síður brennuglaðir en aðrir Suðurnesjamenn en þar verður kveikt í brennunni kl. 20 sem stend- ur við íþróttavöllinn. A Vatnsleysu- strönd verða tvær brennur. Önnur í íjömnni neðan við Kálfatjamakirkju og hin við Höfða. Kveikt verður í báðum brennunum klukkan 18. Álfagleði í Garði Garðbúar ætla að fagna þrettándanum með eftir- minnilegum hætti í ár. Safnast verður saman við Sæborgu kl. 18:30 þar sem börn verða klædd í búninga og máluð. Skrúð- gangan leggur síðan af stað kl. 20:00 að íþrótta- vellinum með kóng og drottningu í fararbroddi, þar sem kveikt verður á bálkesti. A brennustað verður margt til skemmt- unar. Kóngur og drottning syngja ásamt Víkingunum og bömum úr leikskólan- um og tónlistarskólanum. Grýla, Leppalúði, Skugga- sveinn og Ketill skrækur koma í heimsókn og jóla- sveinarnir kveðja mann- heima. Að lokum verður mikil flugeldasýning í til- efni árþúsundamóta. þinn staður á nýrri öld! Viltu aðhald? Þarftu aö léttast? Stranga 8 vikna aöhaldsnámskeiöið í hreyfingu og mataræöi aö hefjast 10. jan. Bjóöum uppá bókina 40-30-30 mataræði. Kemur þyngdinni íjafnvægi. Fjölbreytt úrval af bestu fæðubótarefnum Ný og fjölbreytt stundatafla Tilboð 3 mán. 9.990 12. mán. 28.900 Leiðbeinendur í sal öll kvöld. vertu í góðu formi á nýrri öld

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.