Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 9
Leiga ársins: Stúlka ársins: Leggjalöng ogfögur fiskvinnslukona Hildigunnur Guðmundsdóttir, þá fiskvinnslukona, var valin Ungfrú Suðumes 1999 í Stapa. Þátttakendur í keppninni vom allir hinir glæsilegustu en Hildiguinnur var vel að titl- inum komin. Hún var jafn- framt með fegurstu fótleggina í keppninni. Lagleg stúlka þar... Sælureitur ársins: „Er þetta Havel -ég veit það vel!" Havel Tékklandsforseti veit að á Suðurnesjum er hægt að slappa af og því kom hann hingað í heimsókn á sumar- daginn fyrsta og slappaði af í Bláa lóninu án fjölmiðla. Víkurfréttir fengu þó einkaleyfi að birta myndir af afslöppun Havels sem hefur átt við veik- indi að stríða. Gúmmítékki??? Reglusemi og skil- vísar greiðslur Háseyla 11 í Njarðvík var miðdepill húsaleigumarkaðsins á Suðumesjum á árinu. Guð- mundur Georg Jónsson leigði parinu Róbert Guðmundssyni og Svölu Breiðfjörð Arnar- dóttur íbúðina. Fljótlega, eigin- lega strax, hófst ótrúleg at- burðarás sem rakin var í við- tölum í Víkurfréttum og síðan með ótrúlegum ljósmyndum í Tímariti Víkurfrétta, TVF. Þær virka smáauglýsingamar... „Hvað er það sem æsip konur?" Leikfélag Keflavíkur setti Stælta stóðhesta á svið, lét þá bera sig og komst fyrir vikið alla leið inn á svið Þjóðleik- hússins með þessa frábæru leiksýningu. Engin kvartaði yfir strippinu í Fmmleikhúsinu en lýðurinn átti etir að átta sig á hlutunum þegar leið á árið... Ef Frumleikhúsið hefði verið Völundarhús hefði allt orðið klikkað... eða hvað??? Búmm ársins: Þettavar gasalegur hvellur Tugmilljóna tjón varð í Garðinum þegar hluti fiskvinnsluhúss Fiskþurrkunar sprakk í loft upp í öflugri gassprenginu. Gas hafði lekið af lyftara og fyllt lyftarageymsluna af gasi. Neisti í tímarofa er talinn hafa valdið sprengingunni sem var svo hávær að fjöldi íbúa í Garði vaknaði við lætin. Skattgreiðandi ársins: Einn montjeppi ámánuði Gjaldahæsti einstaklingur ársins í Reykjanesumdæmi varð Garðar Brynjólfsson útgerðarmaður úr Keflavík. Skatturinn á Garðar varð „einn montjeppi á mánuði til ára- móta“ eins og hann sagði sjálf- ur frá. Hamstur ársins: Fyll'ann takk Bæjarbúar fjölmenntu á Aðal- stöðina og aðrar bensínstöðvar í byrjun hausts þar sem bensín- lítrinn átti að hækka um heilar 5 krónur daginn eftir. Olíu- félögunum hefur gengið betur að hækka eldsneyti, frekar en að lækka það. Bíleigendur fengu sig fullsadda, enda hækkunin vel á þriðja tug prósenta á árinu. ,Ald...lis fín hjá þér stofublómin mar. Heimilisiðnaður ársins: Uáááámar... Lögreglan lagði hald á mikið magn kannabisefna við húsleit á Ströndinni í október. Þekktir aðilar újr fíkniefnaheiminum voru að sniglast í kringum húsið og því var „ráðist til inngöngu“ í húsið. Annað eins gróðurhús hafa menn ekki komist í tæri við hér suðurfrá. Skak ársins: Go go go Vopnaskak varnarliðsins við Reykjanesbrautina var ein mesta skrautsýning á hemaðar- legum vettvangi sem haldin hefur verið á Suðurnesjum. Vélbyssugelt, sprengjudrunur og þyrluspaðasláttur voru einkenni sýningarinnar og einn sá mesti fjöldi hummerjeppa samankominn við Reykja- nesbrautina. Usli ársins: Komið með filmuna strax Ljósmyndarar Víkurfrétta gerðu usla á heræfingu varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli sl. sumar. Við munduðum myndavélina í aðalhliði Kefla- víkurflugvallar með þeim afleiðingum að vopnaðir dátar og íslensk lögregla skárust í leikinn. Filman var gerð upp- tæk en fijótlega afhent aftur þar sem rétturinn var hjá Víkur- fréttum. Hús ársins: Græntgras allt árið Fjölnotahúsið var byggt á árinu og er engin smábygging. Skóflustungan var tekin í sumar og þak komið á húsið áður en fyrstu snjókomin féllu. Glæsileg bygging sem tekin verður í notkun í byrjun þessa árs. Versti matur ársins: Bjugur með Helga Sigrún Harðardóttir var ráðin atvinnumálafulltrúi hjá Reykjanesbæ á árinu og hún hefur ekki alltaf fengið gott að borða. Bjúgur með kanilbragði og glær sósa með pappabragði var eitthvað sem hún fékk um borð í breskri flugvél. Hefurðu smakkað gufusoðna pizzu?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.