Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 14
Aldamótaheit nr. 1:
Koma
þyngdinni
íjafnvægi!
Líkamsræktarstöðin Perlan
hefur undanfarin ár staðið
fyrir vinsælum átta vikna
aðhaldsnámskeiðum. A þess-
um námskeiðum hefur verið
lögð áhersla á að veita fólki
mikið aðhald bæði er fylgst
með þyngd þess og mataræði.
Nú í byrjum nýrrar aldar ætlar
Perlan, fyrst allra líkamsrækt-
arstöðva á íslandi, að kenna nýtt
aðhaldsnámskeið sem byggt er
á mataræði sem kallast 40-30-
30 Mataræðið. Á þessu átta
vikna námskeiði verður lögð
mikil áhersla á að veita fólki
mikið aðhald í mataræði og við
æfingar. Allir þátttakendur á
námskeiðinu fá í hendurnar
bókina 40-30-30 Mataræðið,
eftir Þórstein Ágústsson, en þar
er að finna allar upplýsingar um
þetta byltingarkennda mataræði
ásamt fjölda uppskrifta. Þór-
steinn mun koma og kynna
bókina og mataræðið í Perl-
unni 10. janúar. Anna Sigríður
og Sigríður Rósa, leiðbeinend-
ur, munu hins vegar fylgjast
með og aðstoða þátttakendur
við að fylgja mataræðinu.
40-30-30 Mataræðið á uppruna
sinn að rekja til Bandaríkjanna
eins og svo margt annað í þess-
um geira. Mataræðið byggist á
því að 40% af kaloríum matar-
æðisins koma úr kolvetnum,
30% úr próteini og 30% úr fitu.
Árum saman hafa hins vegar
næringafræðingar ráðlagt okkur
að hlutföllin ættu að vera um
60% kolvetni, 15% prótein og
25% fita, en rannsóknir á
undanfömum ámm hafa sýnt að
með því að halda sig við 40-30-
30 hlutföllin nær líkaminn að
nota sína eigin líkamsfitu betur
til orkuvinnslu, fólk grennist
meira miðað við aðra sem
borða jafnmargar kaloríur. Fólk
nær betri stjórn á insúlíninu
(hormónið sem stjórnar
fitusöfnun), sykurlöngun hverf-
ur og fólk hættir að finna fyrir
slæmu áhrifum mikillar kol-
vetnisneyslu eins og þreytu og
doða um miðjan dag. Þess má
geta að mataræði forfeðra
okkar, mataræðið sem við
fylgdum í milljón ár þangað til
fyrir um 5-10 þúsund árum að
við fórum að stunda akuryrkju,
var nokkurn vegin í þessum
hlutföllum, 41-43% kolvetni,
32-37% prótín og 22-25% fita.
Kveðja, Perlan.
UMFN - Þór
Föstudaginn 7. janúar kl. 20.
íþróttahúsinu í Njarðvík.
w n
Opn Ævar Hjartarson
fliróttamaður ársíns
Kylfingurinn Örn Ævar
Hjartarson frá Golfklúbbi
Suðurnesja var valinn íþrótt-
maður Reykjanesbæjar
1999. í öðru sæti varð Iris
Edda Heimisdóttir Sund-
deild Keflavíkur og í því
þriðja Falur Jóhann Harðar-
son Körfuknattleiksdeild
Keflavíkur. Viðurkenning-
arnar voru veittar í Stapa á
gamlársdag.
Öm Ævar er stundar háskóla-
nám í Lousiana-fylki í Banda-
ríkjunum og leikur þar golf
með skólaliðinu. Hann var m.a.
valinn í háskólalið fylkisins á
síðasta ári og var í öðru sæti
sem nýliði ársins. Örn setti
mótsmet á einu skólamóti þeg-
ar hann lék 18 holu hring á sex
höggum undir pari. Hann kom
því vel undirbúinn til leiks hér
heima og var mjög sigursæll á
golfmótum sumarsins. Hann
varð m.a. stigameistari Golf-
sambandsins, í 2.sæti á íslands-
mótinu í Hafnarfirði og setti
þar vallarmet og varð hann í
3.sæti í holukeppni Islands-
mótsins. Öm varð klúbbmeist-
ari G.S. fjórða árið í röð og út-
nefndur kylfingur ársins af
Golfsambandi Islands. Hann
keppti erlendis með landsliðinu
og stóð sig vel, náði m.a. 4.
sæti á opna welska mótinu.
Iris Edda Heimisdóttir stóð sig
einnig afburðavel á árinu. Hún
sigraði 200 metra bringusund á
sterku alþjólegu móti í Lúxem-
borg og var í kjölfarði valin til
þátttöku á Smáþjóðaleikunum
þar sem hún sigraði í 200
metra bringusundi, en hún var
yngsti keppandinn á mótinu. í
byrjun desember náði hún
þeim stórglæsilega árangri að
verða Norðurlandameistari
unglinga þegar hún synti 200
metra bringusund á 2:33,30
sekúndum og bætti þar með
gamla stúlknametið um rúmar
þrjár sekúndur. Hún varð ein-
nig í 2. sæti í 100 metra bringu-
sundi á sama móti. Með þess-
um afrekum er Iris Edda búin
að koma sér í allra fremstu röð
bringusundskvenna í Evrópu í
sínum árgangi. Alls bætti Iris
Edda 10 íslands- og stúlknamet
á árinu og varð nífaldur ís-
landsmeistari.
Falur Jóhann Harðarson stóð
sig einnig vel á árinu sem leið.
Hann var valinn besti leikmað-
ur íslandsmótsins af KKÍ,
stuðningsmenn Keflavíkur
völdu hann besta leikmann
meistarflokks Keflavíkur og
fréttamenn Morgunblaðsins út-
nefndu hann einnig sem besta
leikmann meistaraflokks karla.
Falur átti stóran þátt í vel-
SMÁAUGLÝSINGAR
TIL LEIGU
3ja herb. íbúð í Keflavík
laus strax. Uppl. í síma 421-
1380.
Lítil 2ja herb. íbúð í Kcflavík
uppl. í síma 421-3805.
ÓSKAST TILLEIGU
4ra hcrb. íbúð
óskast til leigu í janúar. Uppl. í
síma 896-5011.
3ja herb. íbúð
í Keflavík-Njarðvík fra 1. febrú-
ar. 2 fullorðnir og 10 ára
drengur í heimili. Öruggar
greiðslur, góðri umgengni heitið.
Uppl. í síma 421-1946.
Lítil íbúð
í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í
síma 422-7959 eða 869-4425.
TIL SÖLU
8 mánaða amerískt Sealy
heilsurúm, stærð 97x200. Verð
kr. 30.000,- Uppl. í síma 421-
3057.
4 stk nagladekk,
lítið notuð 185/70R - á kr.
10.000,- Uppl. í síma 421-1309.
Silver Cross barnavagn
mjög vel með farin einnig Simo
bamakerra með skerm og
svuntu. Uppl. í síma 555-3194
eftir kl. 17.
Lada 1500,
kramið gott. Uppl. í síma 421-
4404.
Silver Cross barnavagn
selst ódýrt einnig þráðlaus heim-
ilisími á kr 5 þús. Uppl. í síma
421-4924/863-4924.
ÓSKAST
Óska eftir að kaupa
notaðan, ódýran ísskáp með sér
frysti. Uppl. í síma 421-5542.
ATVINNA
Óskum eftir vönum
handflakara. Uppl. í síma 421-
6201 og 898-6902.
Hei þú já þú
vantar þig vinnu? Alþjóðlegt
fyrirtæki opnar á Islandi. 1000-
2000$ hlutastarf 2000-4000$
fullt starf. Uppl. í síma 694-
9595.
Athugið
bráðvantar fólk vegna aukinna
umsvifa á nýrri öld. Hlutastarf
eða fullt starf. Tilvalið fyrir þá
sem vilja breyta til. Hringið í
síma 897-4512.
BARNAPÖSSUN
Óska eftir 14-15 ára stúlku
til að passa 2 stúlkur, 10 og 18
mánaða 2-3 kvöld í viku. Erum á
Faxabraut. Uppl. í síma 421-
4318.
Erum tvær dagmönimur
við Kirkjuveg í Keflavík með
laus pláss. Góð aðstaða. Á sama
stað óskast eldavél fyrir lítinn
pening. Uppl. í síma 421-4187.
ÝMISLEGT
Ný Vídd - trénámskeið
gerðir verða gluggahlerar. Þið
sagið út hlerana, málið þá og
stenslið. Námskeiðið er ein
kvöldstund. Nánari uppl. gefur
Adda í síma 423-7569 eða 898-
2117.
Kettlingar,
2ja mánaða, algjörar dúllur, fást
gefins. Uppl. í síma 862 5293
Snjómokstur
tek að mér að moka innkeyrslur
og plön. Uppl. í símum 896-
5691 /421-2204. Vélaleiga
Sveins.
Spákona
spámiðlun fortíð - nútíð -
framtíð. Góð reynsla. Uppl. í
sfma 421-6957 / 868-9440 Þóra.
Ný öflug vara
aukakílóin burt? Eg missti 11 kg
á 9 vikum. Persónuleg ráðgjöf og
stuðningur, síðasta sending seld-
ist upp. hringdu strax. Alma 578-
1199.
2000 er að byrja
vantar 16 manns sem vilja ná af
sér 12kg eða meira, hratt, ömgg-
lega og varanlega! Frí sýnishom.
Hringdu núna f síma 899-5345
eftirkl. 19.30.
Ertu ákvcðin að breyta
um Kfstfl? Viltu léttast, við
getum hjálpað. Vörur - aðhald og
ráðgjöf. Hringdu núna 588-9588.