Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 8
Heimsókn ársins: SUBBI GAMLI SKOÐAR SUÐURNESIN 1999 FRÉTTAANNÁLL VF í LÉTTUM DÚR Samantekt þessi er unnin upp úr handahófskenndri skoöun á fréttasíðum Víkurfrétta frá nýliönu ári. Samantektina vann Hilmar Bragi Bárðarson. Ljósmyndir eru teknar af Ijósmyndurum Víkurfrétta en teikningar vann Bragi Einarsson hönnuöur hjá VF. Kostur ársins: grasið grænt Garðmenn skoðuðu kosti og galla sameiningar í ársbyrjun. Mikill áhugi er á sameiningu meðal Garðbúa, þ.e. allra nema þeirra sem sitja í sveitarstjóm. Niðurstaðan var: Neibb. Fjarlægðin gerir bjargið blátt Strákarnir á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni frá Grinda- vík unnu enn eitt björgunar- afrekið á árinu þegar þeir björguðu skipi og áhöfn Eld- hamars GK frá því að reka upp í Krísuvíkurbjargið. Sighvatur GK kom síðar og tók við taug- inni og kom Eldhamri til hafn- ar í Grindavík. Skipverjar lofuðu björgunarliðið fyrir frammistöðu sína. Frábært! Setning ársins: Þéttsetnir tyrin hádegi Einsetning var lykilorðið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í ársbyrjun. Allir skólar skuli vera einsetnir haustið 2000. Með þessu eru skólamálin stærsti málaflokkur Reykja- nesbæjar næstu árin. 1,2 og 3... Fall ársins: Hvað finnst bæjar- verkstjáranum? Meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks í Grindavík féll á árinu. Ekki í hálku, held- ur vegna ósamkomulags yfir því hver átti að stjórna í áhaldahúsinu. Hallgrímur, sonur Boga sagði sem sagt skilið við Ola Guðbjarts og fór í sæng með Samfylkingar- mönnunt. Lifi áhaldahúsið... Leikur ársins: Áframvík... Keflvíkingar og Njarðvíkingar mættust í ótrúlegri viðureign í Renaultbikarnum í Laugar- dalshöll í byrjun febrúar. Leikur sem seint mun renna mönnum úr minni (hvemig var hann nú aftur?) hefur rækilega verið skráður á spjöld sögunn- ar. Sagt og skrifað... Svona virkar bá iyftarinn Fjórir ungir drengir, 8-13 ára, kíktu í heimsókn til Samherja í Grindavík á árinu og prófuðu þar lyftara fyrirtækisins - í óleyfi að vísu. Heimsóknin kostaði milljónir, því fyrirtækið var lagt í rúst að hluta. „Tvær milljónir“ sagði Hjalti Bogason hjá fyrirtækinu. Og svo lyfta... Jeppi ársins: Settu bara þrjú dollaramerki Daníel Ben Þorgeirsson í Grindavík flutti inn jeppa ársins, glæsilegan Cadillac Escalade árgerð 1999 sem samkvæmt netsíðu framleið- anda kostar 46.525 dollara af færibandi verksmiðjunnar - fyrir utan tolla. Þegar blaðið spurðist fyrri um bílverðið hjá Daníel sagði hann: „Við skul- um ekker vera að segja frá því. Settu bara þrjú dollaramerki". Bílinn átti að tollafgreiða í Keflavík, en svo fór að bíllinn var ferjaður til Reykjavíkur og höfum við engar spurnir af honuin síðan.... Glæsileiki ársins: Bláttáframí lllaharuni Bláa lónið var opnað á nýjunt stað í sumar. Glæsilegt mann- virki þar sem hönnun og fyrirkomulag er allt til fyrir- myndar. Aðsóknin sló líka öll met var fljótt komin í 80.000 gesti. Ólafur Ragnar Grímson forseti íslands vígði mannvirk- ið og var þá í fylgdarliði Dorrit nokkur sem síðar kom í ljós að var ástkona forsetans... Subbi okkar er meöal fjölmargra sem lagt hafa leiö sína í nýja Bláa lónið sem opnaði sl. sumar. Hér er hann ásamt unnustu sinni, Myllu Reykdal, í lóninu. Farþegi ársins: „Pessi er eðlilegur" Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu stóra og myndarlega eðlu í handfarangri farþega sem kom til landsins frá Kanada á nýársdag. I gegnumlýsingartæki tollgæslunnar sáu menn fyrst beinagrind eðlunnar, sem síðan var tekin af lífi hjá Magnúsi og félögum í heilbrigðiseftirlitinu. Tékki ársins: Geturðu skipt pessu í þúsundkalla? Nígeríumaður skipti fölskum tékka í afgreiðslu Islandsbanka í Keflavík á árinu og gerði tilraun til að komast til útlanda með féð, um 9 milljónir króna. Löggan og Tollurinn komu í veg fyrir að maðurinn kæmist utan með féð og hann síðar dæmdur til refsingar. Yfir- gjaldkeri bankans var hins veg- ar látinn taka pokann sinn. Mat ársins: Hvað er milljon á milli vina? Verðgildi Hitaveitu Suðumesja er rúntlega 8 milljarðar króna, átta þúsund milljónir. Þetta er niðustaða mats sem Kaupþing hf. vann fyrir fyrirtækið. Eigið fé Hitaveitunnar var um sjö milljarðar en samkvæmt orku- lögum eiga öll orkufyrirtæki að verða að hlutafélögum innan eins árs frá því að þetta birtist. Það styttist því í að Hitaveita Suðumesja verði háeff. Hita- veitan hagnaðist einnig veru- lega á árinu eins og fjórtán síðustu ár. Heitt lyrirtæki... Nef ársins: Viltu snýta þén strax „Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur í um- ræðum sínum um skipulag „á lóð fyrir fjölnota íþróttahús við Flugvallarveg" gefið íbúum langt nef“, sagði minnihluti bæjarstjómar í bókun á árinu. „Nebbahöllin...???“ ■■■■ Gleymd'ann veskinu heima? Kevin Costner kom tvisvar til Suðurnesja á árinu. I annað skiptið stoppaði hann bara í Leifsstöð og segir sagan að hann hafi hrifist af Berglindi Sigþórsdóttur, starfsstúlku í stöðinni og falast eftir síma- númeri hennar. Síðar á árinu sást til Magneu Guðmunds- dóttur í Bláa lóninu með goð- inu úr Dönsum við úlfa, og hvað þær heita allar saman... Magnea fylgdi Costner starfs- ins vegna, að sjálfsögðu... Landnemi ársins: Dújú spík Æslandik Myndarleg könguló gerði vart við sig á Kirkjuveginum í Keflavík þar sem hún hafði spunnið vef fyrir stofu- gluggann. Við sóum henni upp sem hættulegum innflytj- anda, enda ekkert annað vitað. Fjölmargir fengu netta gæsa- húð, enda fjölfætlingar sem þessir að finnast um allan bæ. Svo kom niðurstaðan: Sauð- meinlaus, en hrollvekjandi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.