Víkurfréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 3
Fíkni-
efnabæli
íReykja-
nesbæ
Lögreglan í Kenavík réðist
inní fíkniefnabæli í Reykja-
nesbæ að kvöldi 2. janúar. I
húsinu fundust 2,3 gr. af
hassi. 2,3 gr. af hvítu efni
sem er talið vera amfetamín
og eitthvað af töflum. Sjö
aðilar voru handteknir í kjöl-
farið, þar af tvær 16 og 17
ára gamlar stúlkur og ftmm
karlmenn á aldrinum 30-40
ára. Allar aðilar voru undir
annarlegum áhrifum þegar
lögreglan kom á vettvang en
fylgst hafði verið með hús-
inu í töluveröan tíma áður
en húsleitin var gerð. Einn
karlmannanna viðurkenndi
að eiga efnin en honum var
sleppt að yfirheyrslu lokinni.
Maðurinn hefur margoft
komið við sögu í fíkniefna-
málum. Málið telst upplýst.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2000 í bæjarstjórn á þriðjudagskvöld:
Hrlkaleg eyðsla
uinfram tekjur
segir minnihlutinn sem sat hjá. Fjárhagsáætlunin samþykkt
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir
árið 2000 var samþykkt á bæjar-
stjórnarfundi í fyrradag. Eins og undan-
farin ár taka skólamál, félagsþjónusta
og íþrótta- og tómstundamál 70% af
rekstrarfé bæjarsjóðs eða um kr.
945.000.000.
Stærsti einstaki útgjaldaliður er laun og
launatengd gjöld, eða um 1.163.622 kr. Þá
eru ekki meðtalin laun hjá sameiginlega
reknum stofnunum sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Alagningarprósenta útsvars hækk-
ar úr 11,79% í 12,04%, eða um 0.25 pró-
sentustig. Sorphirðugjald hækkar um 200
kr. á ári, fer úr 3500 kr. í 3700 kr. Skatttekj-
ur em áætlaðar um kr. 1.909 miilj. kr. en
nettó rekstrargjöld málaflokka em kr. 1.514
mkr. sem svarar 79,28%. Til fjárfestinga á
að verja 904 mkr. Afborganir langtímalána
em áætlaðar kr. 285 mkr. sem verða fjár-
magnaðar með skuldbreytingarlánum.
Skuldaaukning bæjarsjóðs er áætluð kr.
670 millj.
í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir ýms-
um breytingum og nýjungum hvað varðar
rekstur og skipulag bæjarins. T.a.m. opnar
sérdeild fyrir böm á grunnskólaaldri með
atferlistruflanir við Suðurgötu 4 fljótlega á
þessu ári. Meirihlutinn lagði einnig til að
ráðinn yrði menningarfulltrúi.
Kristmundur Asmundsson (J) lagði til að
ráðningu menningarfulltrúa yrði frestað og
í staðinn yrði ráðinn forvamafulltrúi. Til-
laga Kristmundar var felld af meirihlutan-
um.
Heildarfjárfestingar á árinu eru áætlaðar
904 millj. kr.. Langstærsti hlutinn, 446
millj. kr., rennur til einsetningar gmnnskól-
anna. Nýr leikskóli verður byggður við
Krossmóa-Vallarbraut og lokið við við-
byggingu Tjamarsels og áætlaður kostnað-
ur við þær framkvæmdir er um 120 millj.
Til framkvæmda við fráveitumál verður
varið 200 mkr. þ.e. áframhaldandi vinna á
Fitjum og framkvæmdir við útrásir og
dælustöð.
Jóhann Geirdal (J) tók til máls eftir að til-
laga að fjárhagsáætlun hafði verið lögð
fram af meirihlutanum. Hann gagnrýndi
vinnubrögð meirihlutans þar sem minni-
hlutinn kom hvergi nærri við undirbúning
fjárhagsáætlunarinnar og lýsti því yfir að
fjárhagsáætlunin væri því algerlega á
ábyrgð meirihlutans. „Að fenginni reynslu
sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram
aðra fjárhagsáætlun þvf samkvæmt hefð-
inni er áætlun meirihlutans samþykkt með
sjö atkvæðum hans, engu má breyta. Af-
leiðingin er hrikaleg eyðsla umfram tekjur,
nú þegar tekjur bæjarins eru þó að stór-
aukast og eðlilegra væri að nota þær til að
greiða niður skuldir í stað þess að stórauka
þær. Heildartekjur bæjarsjóðs eru 1909
milljónir en útgjöld sem stofnað er til um
3809 milljónum. Það lætur því nærri að út-
gjöldin nemi tvöföldum tekjum“, sagði Jó-
hann. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með
sjö atkvæðum meirihlutans en minnihlut-
inn sat hjá í atkvæðagreiðslunni.
n
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK
- fyrir þig og öllþtn fyármál!