Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 17
Saga Keflavíkur 1920 tíl 1949 - TUlögurumleiðréttíngar Skömmu eftir að fyrstu athuga- semdir mínar við Sögu Kefla- víkur birtust í VF sendi sögu- nefndin frá sér blað, A4 með leiðrétt- ingum á textum við 8 af mynd- unum í bókinni, þær hafa verið lámar íyigja henni síðan. Notkunar- reglur fylgja blaðinu, í þeim segir „leiðréttingar eru birtar hér í sama formi og myndatextamir á síðunum. Þeir sem það kjósa geta límt texta á viðeigandi staði”. Neftidin virðist ekki gara ráð fyrir að allir kæri sig um að hafa rétta texta við myndimar, enda hefur hún ekki látið verða af frekari útgáfu á „límmiðum”. Ég held að flestir kjósi að hafa réttan texta við myndimar, úr því að verið er að hafa texta við þær. Það þarf að leiðrétta fleiri texta en við þessa 8. Yfirleitt vill fólka hafa það sem rétt er í hverju máli. Ég ætla því að leyfa mér að gera tillögu um nokkrar lagfæringar, sem nefndin gæti notað við frekari útgáfu á lím- miðum: Bls. 120 þar er mynd af starfs- fólki í Hraðfrystihúsinu Jökli. Jón Kr. er rangt feðraður, hann var Magnússon. Bls. 130 myndsögðaf sundkeppni í Grófinni á 4. áratugnum. Þessa mynd lætur nefndarformaðurinn fylgja kynningarræðu sinni frá 17. sept. sem birtist í jólablaði Faxa, með sama texta. Myndin er af stakkasundi á sjómannadaginn, inni í höfn á 6. áratugnum. Bls. 167 mynd af báti, sögð af m/bDux. Hún er af m/b Hilmi GK 489 . Eigandi var Sigurbjöm Eyjólfsson. Bls. 191 mynd , sagt beinum sturtað inn til vinnslu. Þama er verið að sturta þurrum beinum inn í geymslu, þau vom möiuð á haustin í húsinu til vinstri á myndinni. Bls. 206 auglýsing frá Drátt- arbrautinni. Hér væri við hæfi að geta þess að þama er í byggingu fyrsti vélbáturinn sem byggður var á Suðumesj- um, M/b Sæfari II 24 tonn. Eigendur Olafur Bjamason og Elías Þorsteinsson. Bls. 287 Mynd af „stríðs- fyrirsögn” úr Alþýðublaðinu frá 1936. „Tveggja tíma slagsmál í Keflavík milli lög- regluþjóns og dmkkinna manna”. Til þess að bæta fyrir viðskilnað við þetta mál í frásögninni í bókinni, mætti koma hér: Réttað var út af þessum „slagsmálum” næstu tvo daga. 16 menn komu fyrir réttinn og bám vitni. Að því loknu var öllum sleppt og enginn var ákærður, hvað þá dæmdur. Hins vegar dæmdi almenningur í Keflavík Láms Salomónsson og hann hvarf frá Keflavík strax um sumarið. Bls. 322. Mynd af söngflokki. Þar em bræðumir Gunnar og Ingólfur sagðir Jónssynir. Þeir em og vom Jóhannssynir. Bls. 407. Texti við mynd:,Jceflvísk skólaböm.” Myndin er af öllum fermingar- bömum á Suðumesjum vorið 1938, þegar þau vom á Laugarvatni með séra Eiríki Brynjólfssyni að læra sund. Nægjanlegt pláss er á spáss- íunum til þess að bæta um fleira en myndatextana með límmiðunum, nokkur dæmi um það: Bls. 109 - 122 erfjallað að mestu um VSFK. Láðst hefur að geta þess að árið 1935 tók Ragnar Guðleifsson við for- mennsku í félaginu og gegndi út tímabilið sem bókin fjallar um og lengur. Bls. 111 er sagt frá fyrstu stjóm kvennadeildar VSFK. Fyrst er talin Sigurðína Jóhannsdóttir, hún var Jóramsdóttir. Bls. 137 bygging hafskipa- bryggjunnar, yfirsmiður sagður Þorgeir Klemensson. Hann hét Þorbjöm. Bls. 156. „Helstu vélbátaút- gerðarmenn á 4. áratugnum”. Hér vantar að lágmarki: Jóhann Guðnason á Vatnsnesi, Jón og Eyjólf Eyjólfssyni, kennda við Garðshom, Loft Loftsson, Olaf Guðmundsson og síðast en ekki síst Olaf S. Lámsson. Bls. 204. Sagt að Sigurbergur Ásbjömsson hafi „sett leist sinn í fyrstu ,niður í kjallar- anum hjá Þorgrími lækni að Kirkjuvegi 22a”. Ur því að sagt er frá hvar Sig- urbergur hóf störf, þá ætti að hafa það rétt. Hann var fyrst í kjallaranum að Vallargötu 24 hjá Þorgerði Einarsdóttur. Bls. 209 - 215 er fjallað um kaupmenn í Keflavík. Þar vantar Danival Danivalsson. Danival seldi það sem kallaðar vom nýlenduvömr, skriffæri og fleira smálegt fyrir skólaböm að ógleymdu bensíni. Bls. 260, upptalning á hrepps- nefndarmönnum í Keflavfk 1920 til 1950. Heimild sögð fundargerð hreppsins. Hér fer meira en lítið á milli mála hvað varðar kosningamar 1942 fyrir það fyrsta. Danival Danivalsson er sagður kosinn af lista Framsóknar- flokksins. Danival var kosinn af lista VSFK og frjálslyndra manna, svo mun líka hafa verið 1938. Framsókn bauð ekki fram í Keflavík fyrr en 1946. Það merkasta við þessar kosn- ingar var að fram kom nýr listi frá „óháðum mönnum”. Sigurþór Guðfinnsson hlaut kosningu af honum. Sigurþór studdi Sjálfstæðismenn í kosn- ingu oddvita, en fulltrúa VSFK í að hefjast handa um vatns- veitu og holræsagerð, enda mun sleifarlag í þeim málum hafa verið ein aðalástæðan fyrir sérframboði þeirra. Hér læt ég staðar numið. Þeir sem keypt hafa bókina og ,Jcjósa” að hafa það sem sannara reynist, gætu klippt þessar leiðréttingar úr blaðinu og geymt, þar til sögunefndin mannar sig upp í frekari,, lím- miðaútgáfu”. Ólafur Björnsson. mm Erekki upplagtað bjóða eUkunniMnni útað borða. Viðfögnum Valentínuáardeginum, degi eUkenda á Aunnudag og mánudag. Clóðin og blömaverAlunin KÓAýætla að gera kvöldið ógleymanlegtfyrirþig og eUkuna þína með blómavendifrá KÓAýog tveggja rétta matAeðlifyrir aðeinA kr. 2.400,-pr. mann MatAeðill Glóðuð nautaframhryggjarAteik með appelAÍnu-piparAÓAU ÁAtardúett Clððarinnar HAFNARGATA62 • 230 KEFLAVÍK • SÍMI 421 1777 TVF á næsta blaðsölustað 9dagar íopnun Reykjaneshöllin 19. febrúar kl. 14:00 Taktu daginn frá! I{i,yl<juiu,sb;vrfyrirfraiulii)ina I Árgangur 1966 - Keflavík. Nú er komið að því. Ákveðið hefur verið að halda 20 ára fermingar- afmæli 8. apríl n.k. á Glóðinni. Nánar auglýst síðar. Nefndin. 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.