Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 21
lauga- leikar í Keflavík Smálaugaleikar, fyrir böm tólf ára og yngri, voru haldnir í Sundhöll Keflavíkur þann 29. janúar s.l. Þátttakendur voru 116 að tölu og komu víða að; frá Sandgerði komu sjö krakk- ar, frá Akranesi mættu sextán stykki, frá Kópavogi komu tólf krakkar, frá Njarðvík komu sjö krakkar, frá Ægi komu þrjátíu og sex krakkar og frá Keflavík komu þrjátíu og átta krakkar. Mótið byrjaði klukkan 9:15 með upphitun og sjálf keppnin hólfst klukkan 16. Ekki voru veitt verðlaun fyrir efstu sætin en allir þátttakendur fengu við- urkenningu í lok mótsins sem styrkt var af Landsbanka Is- lands. Mótið var sett upp sem stór- mót, yfirdómari var Eiríkur Jensson, tveir meðdómarar og ræsir, og þrír tímaverðir á allar brautir. Klapplið allra liða voru mætt og niikil hvatning og stemning kom frá áhorfenda- stúkunni. Það er gaman að svona mótum þar sem ungvið- ið tekur á og upplifir alvöru tímatökunnar þar sem hver hundraðasti úr sekúndu skiptir máli og býr sig undir átök framtíðarinnar. 1 lok mótsins fengur allir kepp- endur svala og kleinu. For- eldrafélag sunddeildarinnar var með kaffisölu og meðlæti fyrir dygga stuðningsmenn og for- eldra keppenda. Mótið heppn- aðist mjög vel í alla staði og var þetta ánægjulegur laugar- dagur í gömlu Sundhöll Kefla- víkur. Kveðja, stjórn Sunddeildar Keflavíkur L Landsbankirm -styrkti smálaugaleikana Langbest Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777 Febrúartilboð] þegar sótt er r "16 tilboð. "16 pizza m/3 álegg,+"12 hvítlauksbrauð, +stór skammtur franskar, +2 lítrar Coca Cola Kr:1990 þegar sótt er "12 tilboð. "12 pizza m/3 álegg,+"9 hvítlauksbrauð, +lítill skammtur franskar, +1/2 Coca Cola Kr:1490 Tilboð á heimsendingum: 12 pizza rti/2 álegg og 1/2 Coca Cola "lópizza m/2 álegg og 2 l Coca Cola Kr: 890 Kr: 1290 ^ ATH! Mánudaginn 14. febrúar verður lokað lcl 21:00 vegna breytinga. ^ Opnum aftur á þriðjudag kl. 18:00 J Netfang: langbest@simnet.is • www.gi.is/langbest 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.