Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 12
Hættulegir vegir eða hættulegir ökumenn? Frá vettvangi alvarlegs umferðarslyss á Reykjanesbraut. Myndin tengist ekki efni greinarinnar. Kæri samlandi Mikið hefur verið rætt og ritað um okkar ágætu Reykjanes- braut á umliðnum ámm vegna tíðra slysa. Sitt sýnist hverjum en allir eru sammála um að tvöfalda þurfi brautina. Hins vegar fór ég að hugsa, eftir að hafa ekið hana tvisvar til Reykjavíkur með stuttu milli- bili, hvað er að í raun og veru? Þannig var að í fyrra skiptið þegar ég ók brautina og var staddur á Strandarheiði, var bíll á undan mér sem ekið var á um 75-80 km hraða og ég hugsaði með mér að fara bara fram úr honum þegar vel stæði á eftir að við værum komnir upp úr Kúagerðinu. En viti menn, í Kúagerðinu jók ökumaðurinn hraðann og ók nú á u.þ.b. 90- 100 km hraða. En hvað, við þetta virtist sem ökumaður hefði ekki fulla stjóm á bifreið- inni. Hann ók margsinnis yfir á öfugan vegarhelming svo að stór hætta stafaði af. Hafði ég því símasamband við lögregl- una í Hafnarftrði og lét þá vita. Við kirkjugarðinn í Hafnarfirði mættu lögreglumenn umrædd- um bíl og óku þeir á eftir hon- um. En þeir vom því miður of seinir því ökumaður bifreiðar- innar áttaði sig ekki á að rautt Ijós var á umferðarljósunum framundan og ók því aftan á kyrrstæðan bíl sem beið á rauðu ljósi. Sá ég að lögreglu- mennimir studdu ökumann bif- reiðarinnar úr bifreiðinni og inn í lögreglubifreiðina og var vel sjáanlegt að ökumaður var ekki í ástandi til að aka bifreið. í hitt skiptið var ég á sömu leið og staddur á Strandarheiði er ég veitti því athygli að framúr- akstur var í gangi hjá öku- manni sem var á leið til Kefla- víkur, þrátt fyrir mikla umferð frá Keflavík. Það skipti engum togum að þegar ég mætti bif- reiðinni voru þrjár bifreiðar samsíða á brautinni. Ökumaður bifreiðarinnar, sem verið var að aka framúr, sá þann kost einan að fara út á vegaröxlina til þcss að koma í veg fyrir slys og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Eftir þessa reynslu fór ég að hugsa, jú Reykjanesbrautin er slæm, en eru sumir ökumenn ekki bara snar klikkaðir. Og síðan enn aðrir sem vanmeta getu sína sem ökumenn og aka of hratt miðað við aðstæður. Ég held, kæru samlandar, að við verðum að fara að hugsa örlítið út í þann fjölda slysa sem verða í umferðinni, hvers vegna þau verða og hvað er til ráða til að fækka þeim. Mín skoðun er sú að bara við það að fara eftir grunnreglum umferð- arinnar, þ.e. að aka miðað við aðstæður. þá væri hægt að fækka slysum verulega. Einnig megum við ekki gleyma góða skapinu og tillitsemi við aðra vegfarendur. Kveðja, Hrafn Ásgeirsson a\ adidas adidas adidas adidas adidas ITOA SUHARLÍflAfl er ranin adidas EQUIRMENT P.S. Vissir þú að allir þeir sem eiga þrek og Ijósakort á Perlunni fá 10% afslátt af Adidas vörum W k ‘ * 1 * 4 PEKLllk S O L HAFNARGÖTU 32 SÍMI: 421 4455 Atli Heimin í Bláa lonunu Upphafi fyrsta heila starfsárs Bláa lónsins var fagnað sl. fimmtudag með uppákomu í Vetrargarði Bláa lónsins. Þar var velunnurum og starfsfólki fyrirtækisins boðið að upp á léttar veitingar og skemmtidagskrá. Bergþór Pálssons söng og ávörp voru flutt. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Guðmundur Emilsson menningarfull- trúi Grindavíkur á tali við Sólveigu Gránz hjúkrunarfærðing hjá Bláa lóninu. VF-mynd: Hilmar Bragi 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.