Víkurfréttir - 11.05.2000, Side 2
Allur Ssfntic.'
50 % afslæff í.
m - m - m
/v/ídcospólur - Hawiborgarar + frawskar.
I___________flefra vaznfanlegf_____________
opiá alla 4aga
f il kl. 21.
HEKLA
K. Steinarsson ehf.
Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík
Sími 421 5944 • Fax 421 5946
NOTAÐIR BÍLAR
VWPolo
nýskr. 04/97, ekinn 23 þús.
Beinsk. Grænn.
Verð kr. 960.000.-
VW Passat
nýskr. 04/99, ekinn 24 þús.
Beinsk. Rauður.
Verð kr. 1.590.000.-
MMC Spacewagon
nýskr. 04/97, ekinn 46 þús.
Sjálfsk. Blár.
Verð kr. 1.550.000,-
MMC Carisma
nýskr. 12/99, ekinn 3 þús.
5 gíra. Rauður.
Verð kr. 1.530.000,-
Toyota Corolla
nýskr. 06/98, ekinn 30 þús.
Beinsk. Rauður.
Verð kr. 1.230.000,-
Toyota Corolla
nýskr. 01/99, ekinn 28 þús.
Sjálfsk. Grænn.
Verð kr. 1.290.000.-
Flóamarkaður í Nýja bíói
Útskriftaraðall Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður með flóa-
markað föstudaginn 12. maí kl. 13-17 í anddyri Nýja bíós.
Það veröur seldur fatnaður og gamalt dót.
Helgi Magnússson, framkvæmdastjóri Hörpu hf.. Kristinn
Guðmundsson og Guðmundur Kristinsson Dropamenn og
Jón Bjarni Gunnarsson, fjármálastjóri Hörpu eftir
undirritun samningsins.
Norrænirkven-
sjúkdóma-
læknarþingaá
Suðumesjum
Eitthundrað og fimmtíu
norrænir kvensjúkdóma-
læknar munu sitja ráðstefnu
í Eldborg í Grindavík um
helgina.
Að sögn Konráðs Lúðvíks-
sonar, yfirlæknis í Keflavík
verður meginefni ráðstefn-
unnar neðri þvagvegur kvenna
en þvaglekavandamál er mjög
algengt hjá konum um og yfir
miðjan aldur. Rætt verður m.a.
um nýjar aðgerðir sem fram-
kvæmdar hafa verið á
sjúkrahúsinu í Keflavík.
■ Stórtíðindi í verslun og viðskiptum í Keflavík:
Harpa kaupir Dropann
-allir starfsmenn ráðnir áfram
Málningarverksmiðjan
Harpa hf. í Reykjavík hefur
keypt verslunina Dropann í
Keflavík af Kristni Guð-
mundssyni og fjölskyldu sem
rekið hefur verslunina á
fjórða áratug. Gengið var frá
samningi milli aðila sl. fóstu-
dag og starfsfólki tilkynnt
um þetta nú í byrjun vikunn-
ar. Guðmundur Már Krist-
insson, sem gengt hefur starfí
verslunarstjóra hjá Dropan-
um undanfarin ár verður
verslunarstjóri hjá nýjum
eigendum. Allir aðrir starfs-
menn Dropans hafa verið
endurráðnir.
Viðræður þróuðust í kaup
Helgi Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Hörpu hf. sagði í
samtali við Víkurfréttir að fyr-
irtækin hafi átt viðskipti sín í
milli um áratuga skeið og
menn hafi verið að ræða saman
um aukin viðskipti, þegar sú
hugmynd hafi m.a. komið upp
að Harpa eignaðist hlut í fyrir-
tækinu, til að efla það frekar.
Áframhaldandi viðræður hafi
leitt til þeirrar nðurstöðu að
Harpa keypti öll hlutabréfin
ásamt því að ráða allt starfsfólk
áfram og að Guðmundur Már
stýrði versluninni. „Dropinn
nýtur vinsælda og álits á Suð-
umesjum og Kristinn og hans
fólk er þekkt fyrir fagmennsku.
Við viljum halda í jretta og ger-
um ekki miklar breytingar á
fyrirtækinu. Viðskiptavinir
munu ganga að sömu góðu
þjónustunni áfram og það sem
kann að breytast verður ein-
ungis til að styrkja verslunina
Dropann“, sagði Helgi Magn-
ússon og bætti því við að kaup
fyrirtækisins á Dropanum væru
í rökréttu framhaldi af þeirri
stefnu sem mörkuð var í fyrra
jDegar fyrirtækið fór út í rekstur
þriggja Hörpuverslana á höfuð-
borgarsvæðinu en þeim hefur
verið mjög vel tekið og njóta
vinsælda hjá almenningi og
fagmönnum.
Helgi segir að vöruframboð
Dropans væri talsvert breiðara
en í verslunum þeirra á höfuð-
borgarsvæðinu en málningar-
deildin væri mjög mikilvæg og
umsvifamikil. „Höfuðáherslan
verður lögð á faglega ráðgjöf
og vönduð vinnubrögð eins og
í öðrum verslunum okkar“,
sagði Helgi en fyrirtækið fram-
leiðir eða flytur inn allt sem
þarf til málunar, innanhúss og
utan.
Vildum sterkan bakhjarl
Guðmundur Már Kristinsson er
sonur hjónanna Kristins og
Jónu Gunnarsdóttur og hefur
verið við stjómvölinn í Drop-
anum undanfarin ár en foreldr-
ar hans opnuðu fyrst málning-
arvöruverslun við Hafnargötu
19 í Keflavík fyrir 35 árum
síðan. Guðmundur Már segir
að samkeppnin hafi verið að
aukast mikið á síðustu árum og
verslunin verið að færast í
hendur stærri aðila. „Okkur var
engin launung á því að við
vildum fá öflugt fyrirtæki í lið
með okkur til að efla Dropann
til ffekari dáða. Viðræður okkar
við eigendur Hörpu þróuðust
þannig að báðir aðilar sáu sér
hag í því að fara þá leið sem
varð fyrir valinu. Eg mun sjá
um daglegan rekstur og mun
njóta stuðnings Hörpumanna
sem ég tel að sé mjög mikils
verður. Við erum með margar
spennandi hugmyndir sem ætl-
unin er að hrinda í fram-
kvæmd. Eg er sannfærður um
að markaðurinn hér mun njóta
góðs af þessari breytingu".
Guðmundur Már sagði að fjöl-
skyldan væri að skipta um gír,
„en við munum áfram njóta
reynslu föður míns við rekstur-
inn en hann hefur sinnt þessum
störfúm í 35 ár“.
Ljóst er að Harpa mun koma
sterk inn á Suðumesjamarkað-
inn með kaupunum á Dropan-
um sem velti um 120 milljón-
um kr. á síðasta ári.
VIKUR
FRÉTTIR
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, simi 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarsrin, simi 898 2222. hhb@vf.is
Blaðamaöur: Silja Bögg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Sigriður Hjálmarsdottir sport@vf.is • Auglýsingar: Kristin Njálsdáttir kristin@vf.is,
Jónas Franz Sigurjónsson franz@vf.is Auglýsingagerð: Bragi Einarssan bragi@vf.is • Kalhrún Pétursdóttir kolla@vf.is Utlit, umbrot,
litgreining eg prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf. DbcjIbcJ StalraBn Útgáfa: WWW.VÍ.ÍS
2