Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 11.05.2000, Side 16

Víkurfréttir - 11.05.2000, Side 16
1 i Hfðð, ,' m f r 'r r . i* **' * * I II .. Okkar innilegustu þakkir sendum við öiium þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar unnustu minnar, dóttur, systur og frænku Áslaugar Óladóttur, Skólavegi 2, Keflavík Guð blessi ykkur öll Alexander Mavropulo, Elín Guðjónsdóttir, Óli Þór Valgeirsson, Ásta Óladóttir Dorsett, Davíd P. Dorsett, Valgeir Ólason, Sólveig B. Borgarsdóttir, Elín María Óladóttir, Örlygur Ö. Örlygsson og systkinabörn Söngskemmtun KarldkórMeflavíkur heldur tónleika á eftirtöldum stöóum Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30. þriójudaginn 16. maí kl. 20:30. Fimmtudaginn 18. maí kl. 20:30. Grindavíkurkirkju sunnudaginn 14. maí kl. 20:30. Ými, húsi Karlakórs Rekjavíkur sunnudaginn 21. maí kl. 17.00. Söngstjóri: Vilberg Viggóson Undirleikur: Ágota Joó á píanó. Ásgeir Gunnarsson og Konráð Fjeldsted á harmoniku og Gunnar Ingi Guðmundsson á bassa. Einsöngur Steinn Erlingsson bariton, Guðbjörn Guðbjörnsson tenor og Fljálmar Georgsson tenor. MM ietskt ■ wmMás Skólahverfi Holtaskóla slækkað Fækkaö í Heiöarskóla Skóla- og fræðsluráð hefur lagt til að skólahvcrfi Holtaskóla verði stækkað til norðurs í sumar og er hugmyndin að bæta við hverfið götunum frá Smára- túni að Vesturgötu, Nón- vörðu, Asgarði, Baldurs- garði, Fagragarði, Miðgarði, Hamragarði og Grænagarði. Nemendur sem nú eru í 9. bekk Heiðarskóla munu þó eiga þess kost að Ijúka 10. bekk í núverandi skóla. Málið verður væntanlega afgreitt í bæjarstjórn þriðju- daginn 16. maí. Ráðið vill með þessu nýta betur skólahúsnæði Reykja- nesbæjar og jafna fjölda bama í bekkjadeildum skólanna, þan- nig að í hverri deild verði 20- 24 nemendur. Þegar skipting skólahverfa hófst á síðasta ári var áætlað að um 430 börn myndu stunda nám í Heiðarskóla, en í vetur hafa nemendur verið um 460. Skýringar þessa fjölda eru óljósar. Að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, oddvita bæjarstjómar Reykja- nesbæjar, eru það honum talsverð vonbrigði, ef hreyfa þarf strax við skólahverfunum og líklega hafa þá réttar fors- endur ekki verið fyrir hendi við skiptingu skólahverfa sl. haust. „Þetta er mjög viðkvæmt mál, enda uppeldislega vafasamt að hreyfa börn mikið til á milli skóla, eins og dæmi eru um böm sem voru í Myllubakka- skóla 1998, fóm svo í Heiðar- skóla 1999 og eiga svo skv. tilögunni að fara í Holtaskóla árið 2000, en þetta er það er það helsta sem mælir gegn tillögu skólanefndar,“ segir Skúli. „Ég myndi sjálfur vilja að við einbeitum okkur að stærstu árgöngunum í Heiðar- skóla og höfða til foreldra þeirra barna að þau skoði af mikilli alvöru að þau óski eftir flutningi yfir í Holtaskóla. I sumum árgöngum eru 26-29 nemendur í hverri deild í Heiðarskóla og því erfiðara að veita þeim fullnægjandi þjónustu, eins og þau eiga skil- ið. Verði bekkjadeildir fámen- nari er auðveldara fyrir ken- nara að sinna hverjum og einum og líklegra að bömum líði vel í skólanum. Skóla- nefndin er þó einhuga um þessa tillögu og hefur skoðað málið mjög gaumgæfilega og með Iangtímamarkmið í huga,” segir Skúli að lokum. Þjófnaður í Reykjanes- höllinni Óprúttnir þjófar voru á ferð í Reykjancshöllinni sl. sunnudag og hirtu tvo gsm-síma og pen- ingaveski úr búningsklefum. Veskið fannst síðar um daginn við Fitjar í Njarðvík. Var búið að taka úr því peningana cn skilríkin voru enn í því, eig- andanum til mikillar gleði. Símarnir eru hins vegar ekki komnir í leitirnar. Eldur í gámi Brunarvarnir Suðurnesja og lögreglan í Keflavík bmnuðu í Grófina aðfaramótt þriðjudags, því eldur logaði glatt í gámi sem þar var. Miklar málningar- skemmdir urðu á gámnum en talið er að olíu hafi verið skvett á hann og eldur borinn að, þar sem tómur olíubrúsi fannst á vettvangi. Útboö Flugleióir hf. Óskað er eftir tilboóum í reglubundna daglega flutninga á starfsfólki á milli Reykja- nesbæjar og Flugstöóvar Leifs Eiríkssonar. Verkið nefnist: Fólksflutningar Reykjanesbær - Flugstöó Leifs Eiríkssonsar Verkió hefst 1. júní 2000 og því lýkur 31. maí 2003. Útboósgögn veróa afhent á skrifstofu Flugleióa í Flugstöó Leifs Eiríkssonar frá og með mánudeginum 8. maí 2000. Tilboð veróa opnuó á sama staó þriójudaginn 16. maí 2000, kl. 14:00. ÍCELANDAIR 16

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.