Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 11.05.2000, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 11.05.2000, Qupperneq 19
Verslun sem fáir vita af Gallerí Björg lætur ekki mikið yfir sér en það er staðsett við hringtorgið, Hafnargötu 2 í Keflavík. Þegar inn er komið blasir við sannkallaður ævin- týraheimur; handunnir munir í öllum regnbogans litum sem handverksfólk á Suðumesjum hefur nostrað við á dimmum síðkvöldum. I galleríinu má m.a. finna falleg peysu- og húfusett á böm, sokka og vett- linga, dúka í mörgum litum, ámálaða og rennda trémuni, handgerða skartgripi, fallega kertastjaka úr íslensku grjóti, postulín- og leirmuni, lopa- peysur af ýmsum gerðum og stærðum, að ógleymdum plast- pokamottunum, en það eru mottur sem heklaðar eru úr plastpokum. Áhugafólk um handverk Kristrún Hauksdóttir er ein fjölmargra sem komið hafa að rekstri og umsjón gallen'sins en hún segir að upphaflega hafi þetta verið hugsað sem at- vinnuátak fyrir konur. „Árið 1991 var mikið atvinnuleysi á Suðumesjum og þá var ákveð- ið að fara af stað með þetta átak. Reyndar hefur einn og einn karl slæðst með og nú er svo komið að þeir sem að þessu standa er sjálfstæður hópur fólks sem hefur áhuga á ýmis konar handverki", segir Kristrún og bætir við að hópur- inn hittist á hverju fimmtudags- kvöldi og föndri saman og að sjálfsögðu em allir velkomnir. Fáirvita af okkur Að sögn Kristrúnar er gallerí Björg vettvangur fyrir fólk til að koma verkum sínum á fram- færi og verslunin er í raun gróðalaus umboðssala. „Þessi v\$skmú <S(atvmnulíf Sjáið einnig www.vf.is verslun héma opnaði árið 1995 en okkur virðist hafa mistekist að koma okkur á framfæri. Eg hef rekið mig á að margir vita ekki að hér sé rekin verslun. Þegar fólk kemur loksins hing- að inn er það yfirleitt dolfallið, en einnig miður sín yfir að hafa ekki vitað af þessari verslun allan þennan tíma“, segir Kristrún. Áhersla á nytjavörur Gallerí Björg var með bás á handverkssýningunni sem haldin var í Laugardagshöll á dögunum og að sögn Kristrún- ar vakti hann athygli og reynd- ist góð auglýsing. „Við höfðum talsverða sérstöðu á þessari sýningu því það virðist lítið um að fólk sé að prjóna bamapeys- ur og svoleiðis nú til dags. Við erum bara einhverjar lummó pijónakerlingar úti í bæ“, segir Kristrún og hlær, en bætir við að þau leggi megináherslu á nytjavöru. „Við tökum að okk- ur ótrúlegustu hluti, t.d. höfum við klárað hálfprjónaðar peys- ur, gert við og svo prjónum við líka eftir pöntunum, sé þess óskað“, segir Kristrún. Á sýningu í Bandaríkjunum Landvinningar Gallerís Bjargar líta út fyrir að verða stórir á þessu ári, því í lok maí verður opnuð stór sýning í Atlanta í Bandaríkjunum, sem ber heitið Scandinavia Today, en þangað hefur Gallerí Björg sent ýmsa þjóðlega smávöm. „Við send- um aðallega lopavöm, vettlinga og húfur og þvíumlíkt. Ástar- vettlingarnir okkar fóru líka með að ógleymdum pelapeys- unum sem henta vel í útileg- una og á hestbak og hafa vakið mikla lukku“, segir Kristrún. Atvinna Ný-Fiskur ehf. óskar eftir vönum akkDrðs flökurum. Upplýsingar gefur Ásdís í síma 867 2437 Ný-Fiskur ehf. Ólafur Þór Ólafsson NlARKmiðlun i b rri b fc e i 6 t i I á i Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt... IMAMSKEIÐ TIL ARAIMEURS NÁÐU ÁRANGRI og PHOENIX námskeiðin eru öflug námskeið I sjálfsrækt og markmiðasetningu, byggð á sannreyndum aðferðum sem skilað hafa þúsundum manna, vlða um heim, ótrúlegum árangri í lífi og starfi. Enginn reynir af alvöru að ná valdi á flóknum viðfangsefnum án þess að nýta sér þekkingu kunnáttumanna. Þetta gildir um: lögfræði, læknisfræði, og viðskipti. Þetta á líka við um mannleg samskipti, hamingju, velgengni, heilsu og hugarró. m SOIunémmkBiaiorrn mm m Arangursnk 5afa Engin sölutækni tekur fram árangri heiðarlegs, snyrtilegs starfsmanns sem hefur gott, heilbrigt sjálfsmat og hæfni í mannlegum samskiptum. VILT ÞÚ VERÐA SÚ PERSÓNA? Árangursrík Sala, er námskeið byggt á sannreyndum aðferðum nútíma sölutækni og tryggir hámarks árangur. Öll námsgögn eru á islensku og eru námskeiðin flutt á lifandi og skemmtilegan hátt með virkri þátttöku allra aðila. Upplýsingar og pantanir í síma 896 5407 _ VF TÍMAR3T MliHFRSTTA Gieymdir þú nokkuð að látaTVFvitaaf skemmtilegri uppákomui Síminn er 8982222 Aðalfundur Rafiðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn í sal Meistarafélags Byggingarmanna á Suðurnesjum að Hólmgarði 2, Keflavík föstudaginn 12. mai 2000 kl. 20. Dagskrá fundarins 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting á gjaldstofni félagsgjalda. 3. Önnur mál. 4. Veitingar. Stjórnin 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.