Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 24.08.2000, Síða 9

Víkurfréttir - 24.08.2000, Síða 9
Mikil vakning meðal bæjarbúa Fallegir garðar eru augnayndi en undan- farin ár hefur orðið mikil vakning á meðal bæj- arbúa hvað varðar garðrækt og umhirðu húsa. Reykjanes- bær veitir árlegar viðurkenn- ingar fyrir hús og garða sem þykja snyrtilegir og vel hirtir. Viðurkenningarnar voru af- hentar í gær á veitingahúsinu Ránni í Keflavík. Sigurlaug Gunnarsdóttir og Davíð Eyrbekk hlutu viður- kenningu fyrir vel gróinn og snyrtilegan garð að Fagragarði 10. Plastgerð Suðumesja hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegan og góðan frágang á atvinnu- húsnæði í byggingu að Fram- nesvegi 19. Elísabet Guð- mundsdóttir og Olgeir Andrés- son hlutu viðurkenningu fyrir endurbætur á garði í eldra hver- fi að Vatnsnesvegi 13. Ibúar að Heiðarbraut 1, þau Guðrún Guðmundsdóttir og Jónas Ragnar Franzson, Herdís Gunnarsdóttir og Haukur Ingi Hauksson, Valdís Þórarinsdótt- ir og Helgi Hermanns- son,Sparisjóðurinn í Keflavík, Hjördís Amadóttir og Jóhannes Kjartansson, Margrét Símonar- dóttir og Hreinn Guðmunds- son, hlutu viðurkenningu fyrir skemmtilegar útlitsbreytingar og fallegan frágang húsa og lóða. Umhverfis-, ferða- og menningarmálaráð Sandgerðisbæjar afhenti umhverfisviðurken- ningar sínar fyrir árið 2000 í hófi á veitingahúsinu Vit- anum í Sandgerði á mánu- dagskvöid. Þrír aðilar fengu viðurkenningar að þessu sinni. Þau sem fengu viðurkenningu að þessu sinni eru eigendur Hólagötu 16, þau Þórður Þorkelsson og Vilborg Knúts- dóttir. Viðurkenningin er fyrir snyrtilegan frágang á húsi og lóð. Þá fengu Halldór Ar- mannsson og Þóra Kjartans- dóttir viðurkennigu fyrir endur- bætur á húseigninni Asabraut 1. Það hús var byggt 1960 en hefur verið endurbætt mikið síðan 1995. Þá fékk fisk- vinnslufyrirtækið Ný-Fiskur viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang á nýbyggingu. Birgir Kristinsson og María Bjöms- dóttir tóku við þeim viður- kenningum. Umhverfisnefnd Sandgerðis hefur á síðustu 20 ámm veitt 45 viðurkenningar til 38 ein- staklinga og 7 fyrirtækja. Formaður nefndarinnar er Ingþór Karlsson og afhenti hann viðurkenningamar. Atvinna Okkur vantar fólk til starfa við almenna fiskvinnslu. Einnig vantar okkur handflakara. Nánari upplýsingar gefur Guðjón ísíma 423 7942 eða 861 9333. Hafbót ehf. Atvinna Saumastofan Liljur s/f óskar eftir saumakonu, þarf að vera vön. Upplýsingar á Hafnargötu 28 og í síma 421 1112 eftir 28. ágúst. Atvinna Starfsfólk óskast til ræstingastarfa, Upplýsingar í síma 421 3451 og 862 0376 eftir kl. 13 á föstudag. Atvinna Okkur vantar flatningsmann. Upplýsingar i síma 892 0117 eða 863 0817. Þróttur ehf. Grindavík Jesús Kristur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.00. Allir velkomnir. Bæna og lofgjörðasamkoma sunnudaga kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is Opnum í Hólmgarði List, föndur og gjafa vöruverslun, föstudaginn 25. sept. kl. 13:00 Verið velkomin. List Hólmgarði 2, Keflavík Daglega á Netinu • www.vf.is 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.