Víkurfréttir - 21.12.2000, Side 6
Jólaljósin tendruð
í Sandgerði
Jólaljósin voru tendruð
á jólatré Sandgerðinga
sunnudaginn 3. des-
ember. Tréð stendur á lóð
Grunnskólans og er einkar
glæsilegt. Þriðji desember
er merkisdagur í sögu
Sandgerðis, en þann dag
árið 1990 var gamli Miðnes-
hreppurinn lagður niður og
Sandgerðisbær varð til.
Af tilefni 10 ára afmælis bæj-
arfélagsins var það Sirrý Huld
Friðjónsdóttir sem tendraði
ljósin á trénu; en hún er sá
íbúi Sandgerðis sem kemst
næst því að vera jafn gamall
bænum, er fædd 10. desem-
ber 1990.
Kirkjukór Hvalsneskirkju
flutti nokkur jólalög undir
stjóm ínu Dóm Hjálmarsdótt-
ur og við undirleik Sigurðar
Jónssonar. Jólasveinnin Stúf-
ur kíkti í heimsókn ásamt
þremur bræðrum sínum og
færði börnum góðgæti. Að
lokum var Foreldrafélag
Grunnskólans með kakó og
kökur í boði bæjarstjómar og
lék Brynja Jónsdóttir jólalög á
þverflautu á meðan fólk
gæddi sér á kræsingunum.
mmm séii ..... í í
■ I i - & \1
Ljósadýrð í Sandgerði
Skrautlegar fígúrur og jólaljós prýða hús í Sandgerði.
Fjóla Jóns sýndi í Hringlist
Listakonun Fjóla Jóns sýndi á dögunum
nokkur málverk í sýningarsal Hring-
listar að Hafnargötu 29 í Kefalvík.
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar og
seldi Fjóla vel.
Fjölmargir listamenn hafa sýnt verk sín hjá
Hringlsit síðustu vikur við góðar undirtektir. Hjá
Hringlist er einnig úrval listaverka til sölu fyrir
jólin og þar er sjón sögu ríkari.
VF-mynd: HilmarBragi
Ny-fishur kaupir linuskipið Hrafnseyri
Fiskvinnslufyrirtækið
Ný-fískur í Sandgerði
hefur keypt línuskipið
Hrafnseyri GK af Þorbirni-
Fiskanesi hf. í Grindavík.
Karl Antonsson hjá Ný-fiski
segir í samtali við Inter-
Seafood.com að fyrirtækinu
hafi verið nauðugur einn kostur
að fara í útgerð, þar sem fram-
boð í fiskmörkuðum hafi dreg-
ist svo mikið saman að ekki sé
hægt að halda uppi fullri
vinnslu í frystihúsinu.
Skipið er keypt með línubeim-
ingarvél og fyrirhugað er að
það stundi línuveiðar en einnig
verður möguleiki á togveiðum.
Engar veiðiheimildir fylgja
skipinu og verður kvóti leigður
á það á Kvótaþingi íyrst til að
byrja með. Skipstjóri á Hrafns-
eyri GK verður Ingi Rúnar Ell-
ertsson. Um 60 manns vinna
hjá Ný-fiski.
Vinninsshafam'llesendaleiknum
Snæfinnur
snjókarl
í síðasta tölublaöi Víkurfrétta fór af stað
skemmtilegur lesendaleikur, „Leitin að Snæfinni
snjókarli". Leikurinn vakti mikla athygli og síminn
stoppaði ekki á skrifstofu
Víkurfrétta því margir héldu
að Snæfinnur væri ekki h t
í blaðinu.
Þráttfyrir þaðfundu
fjölmargir snjókarlinn
á bls. 63, á spássíunni
neðst til hægri.
Þátttaka í leiknum var mjög
góð og dregið var úr svörum
miðvikudaginn 20.
desember.
Eftirtaldir aðilar voru
dregnir úr pottinum:
1. vinningur - jólasveinakökubox frá BT og
bíómiði frá Nýja Bíói:
Berta Björnsdóttir, 9 ára,
Lyngmóa 12,260 Njarövík.
2. vinningur - Pokémon Yatzy frá BT og bíómiði
frá Nýja Bíói:
Sigurbjörg Rós Daviðsdóttir, 8 ára,
Reykjanesvegi 42, 260 Njarðvík.
3. vinningur - Stór pakki af Pokémon myndum
frá BT og bíómiði frá Nýja Bíói:
Unnur Einarsdóttir, 11 ára,
Bjarnarvöllum 16,230 Keflavík.
KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170
6
GLEÐILEGA
H Á T í Ð