Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 21.12.2000, Side 20

Víkurfréttir - 21.12.2000, Side 20
ÚR 20 ÁRA SÖGU VÍKURFRÉTTA! Fyrir rétt tæpum tutt- ugu árum færði Kuup- félag Suðurnesja út kvíarnar og fékk lóð í Njarð- vík þar sem Samkaup stend- ur í dag. Helga Björk Stef- ánsdóttir ræddi við þáver- andi bæjarstjóra Njarðvíkur, Albert Karl Sanders og rifj- aði upp gamalt mál sem flest- ir muna eftir og fékk nafnið „Njarðvíkurfrekjan“. Hver tilkoma nafnsins var vita fæstir sem ekki voru í bæj- arpólitík á þessum árum. Erfitt að komast að versluninni I byrjun var gert ráð fyrir því að vegurinn að Samkaup kæmi 'skiim QÁiSumesjaniönnum öffum /jíeMe/jrajóffi o/jfarsæff ffommidi árs. ^öffkum mSsffiptin á árinu sem er ar) CíSa. oo stapaprenf Ekkert frí hjá Víkurfréttum - næsta blað 29. desember Opnum miðvikudaginn 27. des. kl. 09:00 frá Reykjanesbraut, (nú Njarð- arbraut) en þegar allt var klappað og klárt fannst Kaup- félagsmönnum vera of erfitt fyrir Keflavíkinga að komast að versluninni. Þeir fóru því fram á það við Njarðvíkurbæ að gera nýja tengingu við Flug- vallarveginn. „Menn veltu þessu fyrir sér fram og til baka“, segir Albert Sanders og bætir við að málið hafið æxlast svo til að hann liafi rætt við bæði byggingamefnd og skipu- lagsnefnd í Keflavík um bæjar- skipulagið í kring. Þar nefnir hann þá hugmynd að setja þessa nýju tengingu við Kefla- vík. Ekkert formlegt erindi vegna þessa máls var sent til Keflavíkur. Tíminn leið og lítið gerðist en pressan jókst frá Kaupfélagsmönnum. Keflavíkuryfirvöld sár „Eg verð að viðurkenna að ég lét ráðast í framkvæmdir með götuna að Flugvallarvegi, sem nýlega hafði verið gerður frá Njarðvík að Samkaupum, án nokkurs leyfis frá Keflavík. Auðvitað átti ég að senda er- indi og fá leyfi um fram- kvæmdir frá Keflvíkingum.“ Að sjálfsögðu urðu Keflavíkur- yfirvöld sár, en létu þó gott heita. „En Víkurfréttir tóku þetta óstinnt upp, en þá var Emil Páll, annar ritstjóri Víkur- frétta og sagði þetta vera dæmi- gert og lýsti vel hvemig Njarð- víkingar ynnu og þó sérstak- lega þessi frekja bæjarstjórans í Njarðvík, að fara að tengja sig við Keflavík án þess að tala við kóng eða prest“, segir Alli Kalli og brosir út í eitt. Þannig kom þetta nú til að kalla þetta „frekju Alberts bæjarstjóra.“ Síðan þá var þessi götuspotti kallaður Frekjan og ber það heiti enn í dag. Örlagarík mistök I þessi tæp tuttugu ár hefur Alli Kalli verið minntur á þessi ör- lagaríku mistök sín að hafa ekki farið formlega að þessu og fengið tiltekin leyfi frá bæjaryf- irvöldum í Keflavík. „En það er ekkert of seint að biðja Kefl- víkinga afsökunar", segir fyrr- um bæjarstjóri Njarðvíkur, og bætir við að sannleikurinn sé sá að þessi miklu umsvif hafi orð- ið góð búbót fyrir Keflvíkinga því þetta styttir þeirra leið töluvert að Samkaupum. Þama var girðing áður fyrr, svokölluð „olíugirðing" sem náði alla leið niður að Fiskiðjunni, en eftir að hún var fjarlægð opnaðist leið á milli bæjanna. En er Albert sáttur við nafnið í dag? „Já elskan mín góða! Þetta minnir mig á að ég hefði átt að vanda mig betur. Það gerir ekkert til, ég er alveg sátt- ur við það að kalla þetta frekju, þetta var frekja. Það er alveg satt og ég viðurkenni það.“ „Bæjarrígurinn" Það var alltaf smá ágreiningur á milli Keflavíkur og Njarðvík- ur, heldur þú að hann sé enn til staðar? „Nei, nei, en auðvitað er alltaf smá rígur á milli bæj- arfélaga, sem er ágætt og þá sérstaklega í íþróttastarfmu. Þá vinnur hver vel fyrir sitt félag, en að öðru leiti held ég að ágreiningur sé enginn á milli bæjarhlutanna. Nú hafa margir flutt á milli hverfa og líkar það vel.“ En nú heitir bærinn okkar Reykjanesbær. Hvað segir þú um það ? ,Já, já, nú heitir þetta Reykja- nesbær en við köllum það nú alltaf Njarðvíkurnar og þeir kalla sitt Keflavík og það er allt í lagi líka. En ég held að það sé enginn sérstakur ágreiningur til staðar, nema þó á milli íþrótta- félaganna og það er af hinu góða. Það ýtir aðeins við þeim að standa sig betur, þá sérstak- lega í körfunni. „Afram Njarð- vík“, bætir hann við og hlær. „Ég verð að viðurkenna að ég lát ráðast í framkvæmdir með götuna að Flugvallarvegi, sem nýlega hafði verið gerður frá Njarðvík að Samkaupum, án nokkurs leyfis frá Keflavík. Auðvitað átti ég að senda erindi og fá leyfi um fram- kvæmdirfrá Keflvíkingum.“ Alli Kalli og eiginkonan Sigríður Friðbertsdóttir fyrir 16 árum síðan.Þessi mynd var tekin vegna viðtals í Jólablaði Víkurfrétta árið 1984. Það þótti við hæfi að nota frá sama tíma og Njarðvíkurfrekjan var í hámæli. VF-mynd/pket (þá 22 ára). 20 GLEÐILEGA H Á T í B

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.