Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2001, Side 2

Víkurfréttir - 10.05.2001, Side 2
■^Mikið að gera hjá lögreglunni í Keflavík:_________________________ Tugip kærðin fyrir „skoðunarleysi” - slagsmál íkjölfar fljúgandi glass í Grindavík. Maður laminn með flösku íKeflavik. Nokkuð mikið var að gera hjá lögreglunni í Keflavík alla síðustu viku að sögn Karls Her- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns. A föstudag barst lögreglu til- kynning um tvö innbrot í báta sem bæði eru enn óupplýst. Úr einum bátnum var stolið flot- göllum og verkfærum. Um miðjan dag á laugardag varð harður árekstur á Hafnar- götu. Ökumaður bíls sem ók niður Hafnagötu mistti stjóm á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á kyrrstæð- um bíl hinum megin í götunni. Að sögn vitna var bflnum ekið hratt og ógætilega. Þó nokkuð var um pústra og slagsmál um helgina. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál fyrir utan Hafurbjörninn í Grindavík. Þar hafði nokkrum mönnum lent saman eftir að glasi hafði verið hent í einn gestanna. Sömu nótt réðust tveir menn á mann í heimahúsi og veittu honum áverka á and- lit. Þá var tilkynnt um slagsmál fyrir utan Samkomuhúsið í Garði. Maður var laminn í höfðið með flösku á skemmti- staðnum Nl. Tveimur mönn- um lenti saman og hlutu báðir smávægilega áverka. A sunnudag varð bfl ekið í veg fyrir bifhjól á Hafnargötu með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins féll í götuna. Hann hlaut minniháttar meiðsl. I síðustu viku voru 10 um- ferðaróhöpp tilkynnt lögreglu. Þrír vom teknir fyrir ölvun við akstur og 25 fyrir að keyra of hratt. Nokkuð hefur borið á því að ökumenn trassi að fara með ökutæki til skoðunar og voru 51 kærðir fyrir að virða ekki aðal- eða endurskoðun. LÍFEYRISSJÓÐUR SUÐURNESJA Á 'sfb idur 20(1)1 Ársfundur Lífeyrissjóðs Suðurnesja verður haldinn þriðjudaginn 15. maí, í fundarsal Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, elli- og örorkulífeyrisþegar eiga rétt til setu á ársfundum sjóðsins, með málfrelsi og tillögurétt. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 421 6666. Stjórn Lífeyrissjóðs Suðurnesja Tjarnargötu 12 • 230 Kellavík • Sími 421 6666 • Fax 421 6664 • Netfang: afgr@lifsud.rl.is VlKURFRÉTTAMYND: h lmar bragi bárðarson Frá árekstrinum framan við skyndibitastaðinn Subway í Keflavík. Eignatjón varð talsvert en engin slys á fólki. Innbrot um miðjan dag Nokkuð hefur verið um innbrot á svæðinu um helgina. Um miðjan daginn á sunnudag var brot- ist inn í hús í Njarðvík og á föstudag var farið í tvo báta í Njarðvíkurhöfn. Innbrotið átti sér stað á milli kl. 16 og 23 í gærdag. Þjófarnir höfðu á brott með sér fartölvu að verðmæti 160.000, Gsm- síma auk þess sem nokkru magni að léttvíni var stolið. Innbrotið er enn óupplýst. Það sama má segja um innbrotin í bátana þar sem flotgöllum og verkfærum var stolið. I öðmm bátnum var rótað í lytjakassa en ekkert tekið. VlKURFRÉTTAMYND: HILMAR BFLAGI BlRÐARSON Svifdreki hrapaöi í hlíðum Þorbjarnar Ungur maður slasaðist töluvert jtegar flugdreki sem hann llaug steypt- ist niður í Þorbjörn við Grindavík. Tveir menn fóru upp í fjallið austanvert til að fljúga svif- dreka. Eftir stutt flug skall drekinn harkalega niður. Mað- urinn hlaut opið beinbrot á upphandlegg og áverka á úlnlið og olnboga. Maðurinn var ekki vanur og var flugið fyrsta flug hans án leiðbeinanda, að sögn Karls Hermannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík. Atvikið náðist á myndband af félaga mannsins og notar lögreglan myndbandið við rannsókn slyssins. VIKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfráttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2G0 Njarðvik, sími 421 4717, fax 421 2777 Rttstjári: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiöslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Fréttastjóri: SUja Dögg Gunnarsdóttir, sími G90 2222 silja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is Hönnunardeild: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útbt, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Qddi hf. Dacjleg stafræn Útgáfa: WWW.vf.ÍS 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.