Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2001, Side 18

Víkurfréttir - 10.05.2001, Side 18
Aðalfundur Keflavíkurverktaka: -félagið skráð á nýjum tilboðsmarkaði Verbréfaþings næsta þriðjudag Keflavíkurverktakar eru fyrsta fyrirtækið seni verður skráð á nýjum tilboðsmarkaði Verð- bréfaþings íslands næsta þriðjudag 15. maí. Félagið skilaði rúmlega eitthundrað milijónum króna í hagnað eftir skatta á síðasta ári og rekstur fyrsta ársfjórðunginn 2001 er mjög góður. Bragi Pálsson, stjómarformaður sagði á aðalfundi Kefla- víkurverktaka á Ránni sl. laugardag, niðurstöðuna mjög ánægjulega og framtíð félagsins bjarta. Nokkra athygli vakti innkoma tveggja nýrra nianna í stjóm félagsins, jjeirra Skúla Skúlasonar, verkfræðings úr Reykjavík og Sveins Tóm- assonar, hagfræðings úr Mo- sfellsbæ en stærsti hluthafinn, Jakob Amason, bar nýju menn- ina upp. Þeir veltu þeim Sigurði Guðmundssyni og Einari Bjömssyni úr sessi í stjóminni. Góður rekstur fyrsta árs- fjórðungs 2001 Rekstur félagsins fyrsta árs- fjórðung 2001 hefur verið í fullu samræmi við þær væntin- gar sem yfirstjóm félagsins hefur gert sér um gang og umsvif félagsins. Fyrstu þrjá mánuði ársins var velta félagsins er að aukast utan vall- ar eins og stefnt hefur verið að. Einkaréttur afnuminn Arið 1996 var ákveðið að opna Keflavíkurflugvöll í áföngum fyrir öðmm verktökum, en fram að því höfðu Keflavík- urverktakar og Islenskir aðal- verktakar nánast haft einkarétt á verkefnum á Keflavíkur- flugvelli. Frá I. janúar 2004 eiga verk á Keflavíkurflugvelli að vera opin öllum verktökum sem uppfylla viss skilyrði. Einkarétturinn verður afnurn- inn í áföngum, 1/3 boðinn út á jressu ári, 2/3 boðinn út 2002 og 2003 verður allt boðið út. „Keflavíkurverktakar em þegar famir að búa sig undir aukna samkeppni „innan girðingar" eins og oft er nefnt. Fyrsta skrefið í þá átt var að gera Keflavíkurverktaka að hluta- félagi en áður hafði félagið verið rekið sem sameignar- félag. Þessi breyting átti sér stað á miðju ári 1999", sagði Bragi. Keflavíkurflugvöllur er ellefti stærsti byggðakjami landsins með rúmlega 4.700 íbúa. Alls em íbúðir rúmlega 1.100 talsins, flestar ætlaðar fjöl- skyldufólki. I byggðakjam- anum á Keflavíkurflugvelli em öll nauðsynleg þjónustumann- virki. Starfsmannafjöldi KV hefur verið nokkuð stöðugur, eða í kringum 150manns. Viðstór verkefni hefur orðið að fjölga starfsmönnum og eins starfa undirverktakar fyrir félagið. Fulltrúar tæplega 90% hluthafa mættu á aðalfundinn sl. laug- ardag. Nokkrar umræður urðu og spumingar lagðar fram en fundurinn þótti takst mjög vel og var að heyra á fundarmönn- um að þeir væm ánægðir með stöðu mála og rekstur félagsins. Stjórn Keflavíkurverktaka 2001 skipa: Bragi Pálsson, stjómarfomiaður, Snorri Tómasson, ritari, Jóhann R. Benediktsson, meðstjómandi Guðrún S. Jakobsdóttir, meðstjómandi Skúli Skúlason, meðstjómandi, Grétar Magnússon, varamaður, Skúli S. Ásgeirsson, vara- maður. Ný stjórn á sínum fyrsta fundi. F.v. Guprún S. Jakobsdóttir, Jóhann R. Benediktsson, Róbert Trausti Árnason, forstjóri, Bragi Pálsson, formaður stjórnar, Skúli Skúlason og Snorri Tómasson. Keflavíkurverktaka hf. 467 milljónir króna, sem er nærri 50% aukning frá árinu áður en verkefnastaða Keflavík- urverktaka hf. fýrstu 3 mánuði árið 2000 var heldur minni en ráð hafði verið fyrir gert vegna jiess að samningar tókust ekki fyrr en um vorið 2000 á milli Vamarliðsins og Kefla- víkurverktaka hf. Rekstar- gjöldin nema tæpum 330 milljónum króna. Að teknu tilliti til skatta og afskrifta en án fjármagnsliða er niðurstaða ársfjórðungsins um 80 milljóna króna hagnaður, sem sem að vísu er óendurskoðuð. Róbert Trausti Ámason, forstjóri félagsins segir það staðfestingu á því að verkefnastaða félagsins fyrri hluta árs 2001 sé í fullu samræmi við gerðar áætlanir félagsins en áætl- anagerð um byggingaverktöku á vamarsvæðunum þarf að taka mið af fjölmörgum íslenskum og bandarískum óvissuþáttum. Gert er ráð fyrir betri afkomu á árinu 2001 enda hafa tekjur fyrstu 3 mánuði ársins 2001 aukist um 50% m.v. sama tíma árið á undan þó svo það sé ekki gert ráð fyrir svo mikilli aukningu á árinu í heild. Áæt- laður hagnaður fyrir árið 2001 er 130-150 millj. Verkefnastaða Hundrað milljónir í hagnað árið 2000 Húseignin Oddsbúð, sem stendur við Eyjabakka í Grindavík, er til sölu. Húsinu jylgja ekki lóðarréttindi. Óskað er tilboða í húsið, a) miðað við það að það verði flutt af staðnum. b) miðað við það að það standi á núverandi stað í allt að 5 ár. Tilboð afhendist byggingaifulltrúanum í Grindavík, Víkurbraut 62, ísíðasta lagi kl. 11 miðvikudaginn 16. maí 2001, en þá verða tilboðin opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hafnarstjórn Grindavíkur. Boxing Athletic Gym ____www.boxitig.is_ Kvennabox Námskeið að heíjast Skráningar í símum: 899 8087 Gauji 861 2319 Diddi 18

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.