Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2001, Side 19

Víkurfréttir - 10.05.2001, Side 19
Opið bráf til Alþingismanna: Háttvirtir Alþingismenn Olympískir hnefaleikar hafa verið umdeildir hér á landi fyrst og fremst vegna vanþekkingar og sleggjudóma um íþróttina sett fram af fólki sem veit oft á tíðum lítið sem ekkert um íþróttina. En sem betur fer virðist vera aukning og þeim fjölgar ört sem hafa kynnst boxinu og aðhyllast því og finna að ekkert er betra, til að auka snerpu, úthald, almennt hreysti og vöðvabyggingu líkamanns eins og ólympískir hnefa- leikar. Það sem við vitum er að þessi íþrótt er að megin hluta fyrir ungt fólk sem fær algjöra útrás við að stunda íþróttina og finnur sér athvarf í stað þess að vera úti á götunum þar sem ægir saman áfengi og eiturlyfjum. Nú í byrjun vors var stofnaði í Keflavík Hnefaleikafélag Reykjanes, af ungu fólki hér suður með sjó. Starfssemin er hafinn og er ánægjulegt að sjá fullan salinn af glöðum krökkum allt niður í 6 ára (vera að) æfa box, en gleðin og ánægjan skín úr hverju andliti og tel ég þetta einu bestu þjálfun sem nokkur getur fengið. Þarna eru líka konur sem eru að æfa líkamann sinn, ásamt old boys körlum yfir 35 ára. Allt eru þetta fólk sem eru að æfa box. Þessi hópur er ekki að æfa hnefaleika. Við höfum ekki áhuga á hnefaleikum því ólympískir hnefaleikar er allt annað og tvennt ólíkt og varla hægt að bera saman á nokkurn hátt. Við viljum að fólk kynni sér íþróttina og sjái og finni hvað um er að ræða. Þá kemst það fljótt í raun um að hér er ekkert ólög- legt á ferðinni. Við viljum ekki gerast lögbrjótar. Við hvetjum háttvirta Alþingismenn til að sýna okkur skilning þegar frum- varp um ólvmpíska hnefaleika verður afgreitt frá Alþingi nú í vor. Mig langar til að benda á að ÍSI og heilbrigðisnefnd ISI hafa lagt blessun sína yfir þetta frumvarp. Það voru stundaðir hnefaleikar hér á Islandi frá því um og upp úr aldamótum og fram til 1956 og er ekki vitað um eitt einasta slys á þeim tíma, hvað þá þegar menn hafi verið með með lokaðar grímur yfir andlitinu og góma yfir tönnunum. Samt eru flestir sem aldrei fara í hringinn heldur æfa allir undirstöður og fá sömu þjálf- un og ólympískir boxarar. Sigurður Friðriksson formaður Hnefaleikafélags Reykjanes. lið okkar í Eurovisiot Angel - tilbo á barnum í hálftíma _ Dagskráin þín fyrir helgina: Föstudagur: DJ kcg spilar fram eftir nóttu Laugardagskvöld: Eurovision kvöld gömul og ný Eurovision lög spiluð í bland við nýja tónlist mætið snemma til að sjá okkar fólk á skjánum. opnum kl. 19:00 Hafnargötuj38 rovision heyrist þá verður ð eftir það Opnunartími: fra kl. 20 - 05 eða Jej^ur eftir stemmningu -cu ára aldurstat Munið eftir skilríkjum KeflavíkurverktakamótiS verður ó Hólmsvelli í Leiru, þriðjudaginn 15. maí. Punktakeppni. Ræst út fró kl. 14 til 19. Skróning í golfverslun eSa síma 421 4100. Glæsileg verðlaun - úttektir í golfverslun. Keppt í karla- og kvennaflokki. KEFLAVIKURVERKTAKAR hf. ...tilbúnir á nýrri öld! Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 19

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.