Víkurfréttir - 12.07.2001, Qupperneq 2
gynT
L
— Guðm. Ó. Emilssonar----------------
Auk allrar almennrar garðvinnu,
eyðingar á túnfíflum í grasflötum, bíð ég uppá
GARÐAÚÐUN,
svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur.
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
Nánari upplýsingar í síma 93-0-705.
Úða samdægurs efóskað er...
G arðaúðunin sprettur
c/o Sturlaugur Ólafsson
úða gegn roðamaur og óþrifum
á plöntum. Eyði illgresi úrgras-
flötum. Eyði gróðri úr stéttum og
mnkeyrslum. Leiðcmdi þjónustu.
Upplýsingur í símum
893 7145, 699 5571 og 421 2794
Baðstaðurinn við Bláa lónið
2 ára á sunnudaginn:
Afmælishátíð alla helgina
ann 15. júlí næstkom-
andi eru tvö ár liðin
frá því að nýji bað-
staðurinn við Biáa Lónið
^pnaði.
í tilefni að því gefst öllum
baðgestum Bláa Lónsins kost
á að komast í afmælispott
Bláa Lónsins helgina 13.-15.
júlí. Þann 16. júlí verður eitt
nafn dregið úr pottinum og
hlýtur sá aðili ferð fyrir tvo til
áfangastaðar Flugleiða í Evr-
ópu að eigin vali. Einnig gefst
hlustendum Létt 96,7 kostur á
þvt' að vinna glaðning frá
Bláa Lóninu fimmtudag og
föstudag.
A afmælisdaginn verður end-
urnærandi axla- og herða-
nudd fáanlegt frá kl. 10:00 til
22:00. Gleðisveit Gests
Pálmasonar flytur gestum
lónsins skemmtilega tóna frá
kl 15:00 til 18:00 og veiting-
arstaðurinn við Bláa Lónið
býður upp á ljúffengan mat-
seðil alla afmælishelgina.
Grillað verður á veröndinni ef
veður leyfir. Bláa Lóns
Heilsuvörur verða með kynn-
ingu á húðverndarvörur á
rnilli kl 13-17 laugardag og
sunnudag.
STUTTAR
Ofsaakstur á
Reykjanesbraut
Lögreglan í Keflavík stöð-
vaði tæplega 23 ára mann
á bifhjóli eftir að hann
mældist aka á 164 kílómetra
hraða á klukkustund eftir
Reykjanesbraut efst í Kúagerði
rétt fyrir hádegi á mánudag. Að
sögn lögreglu sinnti maðurinn
fljótt og vel stöðvunarmerkjum
en engum sögum fer af því
hvert hann var að flýta sér.
Ekkert í fréttum
Að sögn Sigmundar Ey-
þórssonar, slökkviliðs-
stjóra Brunavama Suður-
nesja, var rólegt hjá B.S. í síð-
ustu viku. Samtals voru útköll-
in 18, þar af tvö útköll vegna
mengunaróhappa. Útköllin
voru flest minniháttar að und-
anskildu umferðaróhappi á
Hafnargötu þar sem ung kona á
mótórhjóli slasaðist alvarlega.
- Sjá nánar á bls. 5
VF FRÉTTIR
Tengivagn með 10 tonn
afkarfa valt við Sandgerði
Tengivagn, sem í vom um tíu tonn af karfa, losnaði frá flutn-
ingabíl á veginum milli Garðs og Sandgerðis með þeim
afleiðingum að fiskurinn dreifðist kringum vagninn. Engin
meiðsl urðu á fólki í óhappinu sem varð um kl. 11:20 á
þriðjudagsmorgun. Búið er að hreinsa veginn og fjarlægja tengi-
vagninn, að sögn lögreglu, en ekki er vitað um tjón af völdum
óhappsins. vIKURFRÉTTAMYND: hilmar bragi bárðarson
rfí rr »•
Mr &•
/f "" f Æ
VlKURFRÉTTAMYND: hilmar bragi bArðarson
Eyvindur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í fyrrakvöld.
Kínaskipin komin heim
Vertíðarbátamir m'u sem
verið hafa í smíðum fyr-
ir íslenskar útgerðir í
Dalien í Kína komu til lands-
ins í morgun er flutninga-
skipið Wiebke lagðist að
bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Tveir þessara báta eru smíð-
aðir fyrir aðila á Suðurnesj-
um, þ.e. Ólafur GK fyrir
Fiskanes og Eyvindur KE
fyrir Fiskval.
Bátamir em hannaðir af Skipa-
Sýn ehf. og eru þeir rúmlega
21 metri á lengd og 6,40 metrar
á breidd. Skipin, sem em rúmar
100 brúttórúmlestir að stærð og
kostnaður við smíði hvers
skips nemur rúmum 100 millj-
ónum króna en eftir á að setja
vindubúnað og ýmsan öryggis-
búnað í þau. Því líður einhver
tími þar til þau komast á veiðar.
InterSeafood.com greindi frá.
Ólafur GK um borð
í flutningaskipinu.
VIKUR
FRÉTTIR
Útgefandi: Vikurfréthr ehf. kt. 710183-0319. Grundarvegi 23, 2G0 Njaróvik sími 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Ketilsson, simi 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sirni 898 2222 hbb@vf.is *
Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, sími B9D 2222 silja@vf.is • Blaöamaður: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is *
Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is •
Hönnunardeild: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf.
Prentvinnsla: Dddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is • Þú getur einnig tengst vf.is af visir.is og mbl.is
2