Víkurfréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 15
Góð fllfinning að
vinna einn besta
áhugamann heims
Orn Ævar Hjartarson,
einn landsliðmanna
íslands í golfi segir það
hafa verið ánægjulega til-
flnningu að sigra Luku Don-
ald, besta áhugamann heims í
golfi í lokaumferð Evrópumóts
lansliða í golfi í Svíðþjóð sl.
helgi.
Ragnar Olafsson, aðstoðarlands-
liðsþjálfari sagðist hafa verið viss
um að Englendingar myndu raða
Luke Donald upp númer eitt í
röðinni fyrir leikinn gegn Islandi
um bronsverðlaunin og hann hafi
ákveðið að setja Orn Ævar
Hjartarson, ferskan eftir sigur á
Iranum daginn áður, gegn
honum. Það kom á daginn og
sagði Ragnar við Öminn að sigur
gegn besta áhugamanni heims
væri eitthvað sem hann þyrfti
setja á sína afrekaskrá.
Örn Ævar byrjaði betur í
leiknum og var með tveggja holu
forskot eftir sex holur. Donald
vann 9. holu þannig að munurinn
var ein hola þegar leikurinn var
hálfnaður. Jafnt var með þeim
félögum fram á 13. holu sem
Englendingurinn snjalli vann.
Jafnt var á 14., 15. og 16. holu en
á þeirri 17. fékk Suðurnesja-
maðurinn góðan fugl og náði
einnar holu forskoti. Báðir fengu
þeir par á síðustu holunni, Öm
með því að setja niður tæplega
metralangt lokapútt, 1:0.
„Uff, þetta var svakalegt en ljúft
að leggja kappann. Maður þurfti
á öllu sína besta að halda til að
vinna. Eg var með fimm fugla og
hann fjóra í hringnum þannig að
þetta var hörkugolf‘, sagði Öm
sem að venju var hógværðin
uppmáluð. Margir kylfingar, þar
á meðal Gary Wolstenholm,
leikreyndasti leikmaður Eng-
lendinga og mótsins kom sér-
staklega til að óska Emi til ham-
ingju með sigurinn á Donald.
„Frábær Ieikur", sagði hann við
Öm. Margt fólk við skortöfluna
var að ræða þennan sigur Amar á
Donald.
„Þetta var jafn leikur og við
lékum báðir vel. Öm gaf ekkert
eftir og sigurinn gat lent hvorum
megin sem var en hann hélt haus
og vann. Eg heyrði það eftir níu
holur að hann ætti vallarmetið á
„Nýja vellinum" í St. Andrews.
Hann hlýtur að veri besti íslenski
kylfmgurinn enda lék hann vel“,
sagði Donald sem hefur verið
meðal þriggja bestu kylfinga í
háskólagolftnu í Bandaríkjunum.
Hann leikur með Stóra-Bretlandi
í Walker keppninni gegn
Bandaríkjunum síðar í sumar en
mun gerast atvinnumaður eftir
það. ,3g ætla að reyna fyrst við
bandarísku mótaröðina í haust en
ef ég næ ekki að vinna með þátt-
tökurétt fyrir næsta ár fer ég til
Evrópu og mun leika þar á næsta
ári“, sagði Luke Donald sem er
hægur og ljúfur piltur sem maigir
spá miklum fram í golfheimi
atvinnumanna.
íris Edda náði lágmörkunum
fyrir Evrópumeistaramótið
Sundlið IRB, sem er sameinað Iið Njarðvíkur og Keflavík-
ur, varð í 3. sæti á Sundmeistaramóti íslands sem fram
fór í Laugardagslaug sl. helgi. Liðið hlaut fimrn gull á
mótinu, 12 silfur og 11 brons.
íris Edda Heimisdóttir fékk
fjögur gullverðlaun en þess má
geta að hún náði lágmarki í 100
m bringusund fyrir Evrópu-
meistaramót fullorðinna í 25 m
laug sem haldið verðu í desem-
ber í Antwerpen í Belgíu. Þetta
er góður árangur hjá frisi Eddu
þar sem hún var ekki langt frá
sínu besta og aðstæður í Laug-
ardagslaug voru afar slæmar
vegna veðurs, rok og rigning.
A þessari stundu hafa þrír ís-
lenskir sundmenn náð lágmörk-
um fyrir Evrópumeistaramót
fullorðinna, þar af koma tveir
þeirra úr Reykjanesbæ, þ.e. Jón Oddur Sigurðsson og Iris Edda
Heimisdóttir. Gera má ráð fyrir að þeir sundmenn sem fara íyrir
íslands hönd á Heimsmeistaramótið í Japan, sem haldið verðu í
lok júlí, nái einnig lágmörkunum fyrir EM.
Lokapútt Arnar Ævars gegn
Luke Donald á EM í
Svíþjóð. Að ofan takast
félagarnir í hendur að lok-
inni spennandi viðureign.
VF-myndir/pket.
Helgi Þórisson var annar
Suðurnesjakylfinga í sex
manna landsliðinu í golfi í
Svíþjóð. Hann stóð sig mjög
vel og sést hér eftir
upphafshogg.
SPORT
svandis@vf.is
Keflavíh iil KA
og Gnindavík
fsr Fylki
Keflvíkingar dróust á
móti KA í 8 liða úr-
slitum Coca-Cola
bikarsins.
Grindvíkingar mæta Fylki í
Grindavík en leikur Keflvík-
inganna fer fram á Akureyri.
Leikirnir fara fram sunnu-
daginn 22. júlí og mánudag-
inn 23. júlí og hefjast kl. 20.
REYKJANESBÆR
TJARNARGÖTU 12
230 KEFLAVÍK
Leikskólinn
Hjallatún
Reykjanesbær óskar eftir
að ráða leikskólakennara við
leikskólann Hjallatún frá og með
1. september 2001.
Tilgreina kemurað ráða starfsfólk með
sambærilega menntun, eðafólk með
reynslu afstöifum með
bömum í leikskóla.
Leitað er eftirleikskólakennara, sem
erreiðubúinn að takastá við
skemmtilegt og krefjandi starf.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
421 7404 eða 847 3167.
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
15