Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2001, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 12.07.2001, Qupperneq 11
VÍKURFRÉTTAMYND: SIUA DÖGG GUNNARSDÓTTIR Lilja elskar sólina! Sólin brosti framan í Suðurnesjamenn og -konur sl. mánudag. Lilja Pétursdóttir er ein þeirra sem elskar sólina og notaði því tækifærið og vann hluta heimilis- verkanna utandyra. Hún færði straubrettið út á sólpall, kveikti á útvarpinu og hófst síðan handa við að strauja af heimilisfólkinu. „Eg strauja alltaf úti þegar veðrið er svona gott. Eg var að vinna alla helgina og þvotturinn náði því að hlaðast upp. Mér finnst fötin líta miklu betur út þegar þau eru straujuð“, segir Lilja þegar blaðamaður fer að dást að því hvað hún strauji rosalega mikið. Lilja er snögg til svars þegar hún er innt eftir hvað hún ætli að gera að verki loknu. „Þá ætla ég að leggjast niður hér á pallinum. Eg er búin að vinna mér það inn. Þá er sólin líka komin yfir allan pallinn og ég elska sólina.“ Kvótar að minnka en góð aflabrögð Mjög er nú farið að ró- ast við Grindavíkur- höfn að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra, og eru kvótar margra skip- anna famir að minnka. „Nú þegar hafa nokkur skip stöðvast vegna þess að kvótar þeirra eru búnir og enn fleiri munu stoppa um og eftir miðjan júlí og ekki hefja veiðar aftur fyrr en á nýju kvótaári“, segir Sverrir. Aflabrögð hafa verið góð hjá línu og togskipum og mjög góð hjá frystskipunum sem hafa mokfiskað frá sjómannadegi. AMagóðup af li í júnímánuði Að sögn Bergþórs Bald- vinssonar, fram- kvæmdastjóra Nesfisks hf. í Garði voru aflabrögð af- burðagóð í júnímánuði. Sala á fiski og verðmæti afla á Fiskmarkaði Suðumesja hef- ur aukist verulega á árinu þrátt fyrir sjómannaverkfall- ið. Bergþór segir að bátar fyrir- tækisins hafi fengið mjög góð- an afla í troll og dragnót í júní- mánuði og haft uppistaða afl- ans verið þorskur, ufsi og karfi. Þá hafi framboðið verið mjög gott á fiskmörkuðunum og ný- liðinn júnímánuður verði að teljast einn af stærstu mánuð- unum í vinnslu hjá fyrirtækinu um langt skeið. g&mmetkmA 'x scJði Dijon ofnsteik • Hunangsmarineruð f- ofnsteik 20% afsláttur við kassa 11038:- 6 stk. í pakka • Grænir hlunkar y • Áuaxtahlunkar 1 lítri ® Uanillluís Súkkulaðiís Opíð alia daga til kl. 23= Daglegar fréttir Irá Suðurnesjum á www.vf.is 11 Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og ófyrirsjáanlegar breytingar. Stafræna Hugmyndasmiðjan /2743

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.