Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 2
Grindavíkurbær dæmdur Grindavíkurbær var fyrir liclgi dæmdur í Hcraðs- dómi Kcykjancss til aö grciða Stefáni Oskari Aðal- stcinssyni, 475.195 krónur með dráttarvöxtum og 309.000 krónur í málskostn- að. Samkvæmt málsskjölum var Stefán ráðinn sem kennari og tómstundafulltrúi hjá félags- miðstöðinni Þrumunni i Grindavík frá 1. september 1999, og gilti ráðningin til 1. júní 2000, með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Stefáni var fyrirvaralaust sagt upp störfúm 23. desember 1999 og honum borið að sök að hafa mætt slælega til vinnu. Hann undi ekki uppsögninni og fór í mál við Grindavíkurbæ sem hann vann. Björgunaraðgerðir undirbúnar í Stapafelli á mánudag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Malarbíll valt í Stapafelli MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM Tæplega 80 námskeið í boði Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suð- urrnesjum kom út í gær. Boðið er upp á tæp- lega áttatíu námskeið hjá MSS á vormisseri 2002. Námskránni er dreift í öll hús og fyrir- tæki á Suðumesjum. Að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS er sem fyrr lögð áhersla á að bjóða einstakling- um upp á námskeið til að auka persónulega hæfni og starfstengd námskeið í samvinnu við at- vinnulífið á Suðurnesjum. Þá eru tómstunda-, tungumála- og tölvunámskeið í boði áfram á vormisseri sem hingað til. Af námskeiðum fyrir fyrirtækin má nefna umhverfisnámskeið og námskeið um stjórnun, frammistöðu, árangur, starfsánægju og starfshvatningu. Um þrettán- hundruð einstaklingar sóttu námskeið MSS á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og árið áður. Há tíðni ofbeldis- verka í Reykjanesbæ Stór malarilutningabíll með tengivagn valt í Stapafelli um kl. 11 á mánudagsmorgun. Ökumað- ur festist inni í bílnum og voru bæði tækjabíll slökkvi- liðs og sjúkrabifreið send á staðinn. Ökumaður bifreiðarinnar var staðinn upp inni í bílnum þegar sjúkralið kom á staðinn og þurfti eingöngu að taka fram- rúðu úr bílnum og gekk bíl- stjórinn óstuddur út, en lurkum laminn eftir veltuna. Óhappið varð þegar verið var að losa vagninn í smá halla. Ekki er talið að mikið tjón hafi orðið á bílnum. Bílstjórinn var fluttur á sjúkrahús í Keflavík til skoðunar. Miðað við sambærileg embætti eru tiltölulega mörg ofbeldisverk framin á umráðasvæði lögregl- unnar í Keflavík. Karl Her- mannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, segir samt að mjög alvarleg mál eins og morð og stórbrunar hafi ekki mætt á embættinu síðasta ár. Mikið sé um minni glæpi sem tengjast skemmtunum fólks svo sem ölvun, slagsmál, innbrot og þjófnaðir. Á síðasta ári var 1461 ökumaður kærður fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbrautinni. Gæslan á „brautinni" var í höndum lög- reglunnar í Keflavík, lögreglunn- ar á Keflavíkurflugvelli auk Hafnafjarðarlögreglunnar. Und- anfarin ár hafa orðið mörg og al- varleg slys á Reykjanesbrautinni og því var brugðið á það ráð að hafa hana nánast í „gjörgæslu" þessara lögregluembætta. Karl sagði málafjölda á milli ára ekki hafa aukist að ráði hjá lögreglu- embættinu í Keflavík, en benti á ánægjulega þróun sem væri sú, að fólk væri farið að nota örygg- isbelti í bílum meira en áður. Lögreglan gerir reglulega kannannir á notkun bílbelta og í dreifbýli á Reykjanesinu nota 90% ökumanna og farþega í bíl- um belti en 72% í þéttbýli. Kær- ur vegna vannotkunnar á bílbelt- um voru 274 á síðasta ári en 465 árið 1997, svo notkun bílbelta hefur greinilega aukist, vegna þess að á sama tíma hefur eftirlit með umferð einnig aukist. Harry Potter slær met í Keflavík Yfir 3000 eru búnir að sjá Harry Potter í Nýjabíói í Keflavík og hefur myndin slegið aðsókn- arrnct þar á bæ. Sjö ára drengur Rikharður Þór Guðfinnsson varð sá þrjúþús- undasti sem sá myndina í Keflavík og var hann leystur út með gjöfiim. Harry Potter hefur verið sýnd með ensku tali og mun Nýjabíó fá ís- lenska eintakið þann 25. janú- ar nk. og verður myndin sýnd nokkrar helgar á íslensku. Einnig hefur Nýabíó við verið með Regínu, þá söngelsku, í sýningu og hefur hún verið mjög vinsæl. Næsta fjöl- skyldumynd verður Monsters inc. eða Skrýmsli hf. Sýningar á henni heijast 8. feb og er hún eftir sömu aðila og gerðu Toy story myndimar. Samkomuhúsið í Garði auglýst til leigu eða sölu Hreppsnefhd Gerðahrepps hefur ákveðið að auglýsa samkomu- húsið í Garði til leigu eða sölu. Þetta kom fram á fúndi hrepps- nefhdar Gerðahrepps í gær. Jóhann Þorsteinsson, rekstrarað- ili hússins, hefúr sagt upp leigu- samningi. Leit hafin að Fegurðar- drottningu Suðumesja 2002 Leitin að Fegurðardrottningu Suðumesja 2002 er hafin. Þegar hafa þónokkrar ábendingar borist til keppnishaldara en fleiri ábendingar eru kærkomnar segja umsjónarmenn keppninnar. Ábendingum skal koma í síma 697 4020 eða 421 6362 VIKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 4717 (10 línur) Fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: Pátl Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njátsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Kristlaug Sigurðardóttir, kristlaug@vf.is, sími 691 0301 Hönnunarstjóri: Kofbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kofbrún Pétursdóttir kolla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Hilmar Bragi Bárðarson hbb@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiójan Oddi hf. / Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Vikurfrétta ehf. eru: Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon og Kapatsjónvarp Víkurfrétta. 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.