Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 10
SPENNA ÁRSINS Taugatirtingur á Keflavíkurflugvelli Blaðamanni Víkurfrétta og frétta- manni Stöðvar 2 var vísað frá aðal- hliði Keflavíkurflugvallar. Vopnað- ur vamarliðsmaður kom aðvífandi þegar fréttamennimir kontu að að- alhliðinu og vísaði þeim frá. Þetta var i 1. september eftir að árásir höfðu verið gerðar á byggingar í Bandarikjunum og mikil óvissa með framhaldið. „Við höfum feng- ið boð um að það skuli sett hærra viðbragðsstig á öllum amerískum herstöðum. Það gildir einnig um vamarstöðina hér á Islandi," segir Friðþór Eydal blaðafulltrúi hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli í ftamhaldi af málinu. VIÐBURÐUR ÁRSINS Gífurlegt fjölmenni I miðbænum Gífurlegt fjölmenni var samankom- ið í miðbæ Keflavíkur á ljósanótt. Talið að allt að 20.000 manns haft sótt hápunkt ljósanætur. Menning- arviðburður ársins svo sannarlega. LEST ÁRSINS Rafknúin lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur Samgönguráðuneytið kannar nú kosti þess að leggja rafknúna lest milli Keflavikur og Reykjavikur. Að sögn Sturlu Böðvarssonar, sam- gönguráðherra er nauðsynlegt að kanna möguleika á betri sam- göngutengingu á milli Reykjavík- ursvæðisins og Suðumesja með til- liti til flugvallarsvæðisins. ÞJÓFAR ÁRSINS Hafnfirskir skátar stálu fyrirtækjafánum í Keflavík Skátar úr Hafnarfirði sem gistu í skátaskála við Snorrastaðatjamir voru gripnir glóðvolgir í Keflavík um nótt við þá iðju aö stela fánum. Skátarnir skelltu sér í bíó í Keflavík kvöldið áður en á leiðinni til búða við Snorrastaðatjarnir stálu þeir öll- um fyrirtækjafánum sem þeir komust yfir. Þegar lögreglan i Keflavík gómaði skátana vom þeir með fána sex til sjö fyrirtækja. „HRÖKK UPP“ ÁRSINS Vöknuðu við vélbyssuskot- hríð á Höskuldarvöllum Hjón úr Keflavík vöknuðu við ó- skemmtilega lífs- reynslu í útilegu á Höskuldarvöllum fyrir verslunar- mannahelgina. 1 morgunsárið hrökk fólkið upp við vélbyssuskothrið og stóð ekki á sama. „Við hjónin höfðum farið þama uppeftir á hús- bílnum mínum og ætluðum að taka lífinu rólega. Um tíu á föstudags- morgun vöknuðum við hins vegar við vélbyssuskothríð og mikil læti. Konan min er fra Asíu og þegar hún heyrir byssuhvelli þá er verið að drepa fólk þannig að hún varð mjög hrædd", sagði viðmælandi blaösins. Maðurinn fór út úr bílnum og upp á næstu hæð til að ná GSM sam- bandi og sá þá hermann um allt með vélbyssur og sprengjuvörpur. Hann hringdi á Neyðarlínuna og fékk samband við lögregluna í Keflavík sem var fljót á staðinn að hans sögn. „Þegar löggan kom fóm hermennimir í allar áttir", sagði viðmælandinn. HÓTELGESTUR ÁRSINS Starraungi gerir sig heima- kominn á hóteli Starraungi hefur gert sig heimakominn í móttöku Flug Hótels í Keflavík síðustu daga sagði i Víkur- fréttum í júlí. Svo segir: í dag sýndi unginn mikinn kjark og settist að í tré inni á hótelinu. Fuglinum hefur tvívegis verið vís- að á dyr áður en var borinn út í dag af hótelstjóranum, Bergþóm Sigur- jónsdóttur. BROTTHVARF ÁRSINS Hundurinn Lobo flytur frá Keflavík Yfirmannaskipti vom við formlega athöfn á Keflavíkurflugvelli á ár- inu. Nýr yfirmaður vamarliðsins er John James Waickwicz flotaforingi sem tekur við af David Architzel flotaforingja sem hefur gegnt starf- inu í tæp þijú ár. David Architzel tekur nú við starfi yfirmanns ör- yggissviðs Bandaríkjaflota - U.S. Naval Safety Center - með aðsetur í Norfolk í Virginíuríki. Með hon- um flytur frá íslandi eitt frægasta gæludýr síðasta árs, hundurinn Lobo. Lobo var leitað i nokkrar vikur eftir að David Architzel velti bifreið sinni á Nesjavallavegi og hundurinn hljóp hræddur á brott ffá slysavettvangi. BÍRÆFNI ÁRSINS Bíræfnir sólgleraugnaþjóf- ar í Leifsstöð Tveir bíræfriir gleraugnaþjófar sem gerðu sér lítið fyrir og rændu tvisvar sinnum fjölda sólgleraugna úr versluninni Optical Studio i Flugstöð Leifs Eiríkssonar náðust með fenginn í New York með góðri samvinnu eiganda verslunarinnar, lögreglunnar á Keflavikurflugvelli og lögreglu á JFK-flugvelli. Verð- mæti þýfísins var rúmlega 150.000 krónur. VARALITUR ÁRSINS Sprengjuhótunarvaralitur- inn fundinn Varalitur sem notaður var til að skrifa sprengjuhótun á spegil far- þegaþotu sem nauðlenti í Keflavík fannst eftir mikla leik. Hann er mikilvægt gagn í rannsókn hótun- arinnar þegar breiðþota United Air- lines þurfti að lenda i Keflavík vegna sprengjuhótunar um borð. HLEÐSLA ÁRSINS Lá við stórslysi á Keflavíkurflugvelli Nýverið lá við stórslysi á Keflavík- urflugvelli þegar flugmaður vöm- flumingavélar, ffá Lion Air, þurffi að hætta við flugtak á síðustu stundu þegar vélin pijónaði þannig að afturendi hennar rakst í flug- brautina. Vélin hafði verið vitlaust hlaðin. ALLT í PLATI ÁRSINS Harrison Ford á landinu - einkaþotan hjá Suðurflugi I Keflavík Hollywoodleikarinn Harrison Ford er á landinu. Hann kom hingað seint í gærkvöldi og mun fara síðar í dag. Þetta staðfestu starfsmenn Suðurflugs í Keflavík nú rétt fyrir hádegi. Harrison Ford er hér vegna kvikmyndar sem hann leikur í og er framleiddafSiguijóni Sighvats- syni. Tökur hafa staðið yfir í Kanada en taka átti eina senu upp hérá landi. „Hann kom hingað seint í gær- kvöldi á einkaþotu og var flogið í burt með þyrlu. Við vitum ekki hvert för þans var heitið eða hvar hann gisti í nótt. Við vitum hins vegar að vélin fer kl. 16:30 í dag þannig að það ætti að vera mögui- leiki að beija goðið augunV', sagði Tyrfingur Þorsteinsson starfsmaður Suðurflugs í samtali við Víkurffétt- ir. Margir vildu sjá kappann - en hann kom aldrei - enda 1. apríl. PJÖTLUR ÁRSINS Nektardans á nærfötum Aðdáendur nektar- dans hafa verið í fúlu skapi frá áramótum þar sem hinn sívin- sæli skemmtistaður Casino, er ekki leng- urmeð leyfi fyrir nektardanssýningum. Frá þessu var greint á árinu. Dans- aramir fara reyndar á sviðið og dansa eggjandi fyrir gesti staðarins, en gæta þess þó að halda fast í nær- fotin sín, sem em svo sem bara pjötlur sem ekkert hylja. En pjatla erpjatla... ÍSLANDSVINUR ÁRSINS George Clooney drakk kaffi I Keflavík Bandaríski leikarinn George Cloo- ney hafði stutta viðdvöl í Keflavík á dögunum. Hann fór huldu höfði og vildi ekkert fjölmiðlafár. Cloon- ey kom með einkaþotu sem milli- lenti i Keflavík og varþjónustuð af Suðurflugi. Leikarinn stoppaði stutt, fékk sér kaffibolla og kastaði kveðju á starfsfólk Suðurflugs. Hann heimilaði ekki myndatökur. Þekkt fólk hefur reglulega viðdvöl hjá Suðurflugi. Síðustu misseri má neffia konung Marokkó og rokkömmuna Tinu Tumer sem kom hingar tvivegis ásamt hljómsveit sinni. Þá hafa fjölmargir auðmenn lent hjá Suðurflugi og keypt bæði eldsneyti og „samlokur". GAGG ÁRSINS Hænur gaggandi I sorpinu Starfsmönnum sorphreinsunarfyr- irtækisins Njarðtaks í Reykjanesbæ brá heldur betur í brún þegar þeir tóku sorp ffá eggjabúinu Gróðri í Keflavík. Lifandi hænur flugu úr sorpgámnum og inn í ruslabílinn. Lögreglan í Keflavík rannsakar nú rnálið en hérðasdýralæknir er búinn að kynna sér málið og segir því vera lokið af sinni hálfú. ELTINGALEIKUR ÁRSINS Löggan á hælunum á Laganna verðir takast á við maigvísleg verkefni þessa dag- ana. Tveir lögreglu- þjónar lentu í sér- stöku útkalli í Sand- gerði. Hryssa í fúlu skapi hafði sloppið úr girðingu og stefndi með látum á byggðina i Sandgerði. Á móts við Flankastaði tókst lögregluþjónun- um að komast í veg fyrir hiyssuna og hestamaður úr Garðinum sem átti leið þar um kom taumi á dýrið. Því var komið aflur í girðingu og vonast til að skapið batnaði. BRUNI ÁRSINS Milljónatjón í stórbruna I Grindavík BSlökkvilið á Suður- nesjum börðust við eld í ffystihúsi Sam- heija Fiskimjöls og lýsis við Ægisgötu t Grindavík. Tilkynnt var um eldinn laust effir miðnættið og var kallað út varalið ffá Keflavikur- flugvelli og Keflavík auk þess sem bjöigunarsveitir voru kallaðar út. I húsinu sem brann er frystihús, fé- lagsmiðstöð og á efstu hæð er gisti- rými en að sögn lögreglu er ekki vitað til að neinn hafi verið inni i húsinu þegar eldurinn kom upp. hryssu! Eldri borgarará Suðurnesjum gerðu sér glaðan dag í Sandgerði um helgina. Húsfyllir var og þurfti fólk frá að hverfa. Meðfylgjandi myndirtók Hilmar Bragi á hátíð- inni í Samkomuhúsi Sandgerðis. GUÐBRANDURE Má bjóðaj r Aundanförnunt vikunt hafa Reykjanesbæjarbú- ar orðið vitni að ýmsum uppákomum á vettvangi sveit- arstjórnar- mála. Það var vitað, eftir að Ellert Eiríks- son núverandi bæjarstjóri og oddviti sjálf- stæðismanna til fjölda ára, ákvað að draga sig í hlé, að breytinga væri að vænta. En engan óraði fyrir þeim farsa sem við höfum fengið að upp- lifa að undanförnu og sér ekki fyrir endann á. Við ákvörðun Ellerts þótti það liggja ljóst fyrir, að það fólk, sem hafði starfað með honum í meiri- hluta, ætti vegtyllur vísar. Jónína Sanders skipaði annað sæti list- ans og virtist það liggja Ijóst fyrir að hún yrði næsti forystumaður þeirra sjálfstæðismanna. Henni yrði síðan boðið upp í dans af oddvita þeirra framsóknar- manna, Skúla Skúlasyni sem mætti teljast heppinn með skiptin og dansinn stiginn hér eftir sem 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.